Framvísar launaseðlum olíubílstjóra: „Við erum ekki hálaunuð“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Árni Sæberg skrifa 4. febrúar 2023 23:34 Örvar Þór er trúnaðarmaður Eflingar innan Olíudreifingar. Aðalstarf hans er að aka stærðarinnar olíubíl. Vísir/aðsend Trúnaðarmaður Eflingar hjá Olíudreifingu hefur safnað saman launaseðlum bílstjóra hjá Olíudreifingu, Samskipum og Skeljungi. Hann segir fullyrðingar framkvæmdastjóra SA um há laun olíubílstjóra ekki standast skoðun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á það í viðtali við Stöð 2 á dögunum að olíubílstjórar hafi verið með um níu hundruð þúsund krónur í meðalheildarlaun á mánuði í fyrra. Til samanburðar nefnir hann að 70 prósent fullvinnandi manna á almennum vinnumarkaði árið 2021 hafi verið með lægri mánaðarlaun en 858 þúsund krónur. Halldór gagnrýnir jafnframt í viðtalinu að í viðtali við trúnaðarmann olíubílstjóra sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni hafi komið fram að olíubílstjórar færu fram á 670 krónu launahækkun á tímann. Það bættist ofan á aðrar launahækkanir sem farið hefur verið fram á. Að sögn Halldórs hefur sú krafa ekki verið kynnt SA. „Það jafngildir um 30 prósent hækkun launa til viðbótar við 10 prósent hækkun 2022. Bara dagvinnulaun bílstjóranna eiga að hækka um 120 þúsund krónur á mánuði, sem er nærri tvöfalt meiri hækkun en Efling krefst fyrir þernur á hótelum,“ segir Halldór í viðtali hjá Morgunblaðinu. Á hádegi í gær hófst atkvæðagreiðsla meðal Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 næstkomandi þriðjudag, 7. febrúar, sama dag og verkföll á Íslandshótelum hefjast ef þær áætlanir ganga eftir. Bílstjórar sem vinna hjá Olíudreifingu og Skeljungi eru meðal þeirra sem kjósa um verkfallsaðgerðir þessa dagana.Aðsend Samþykki þessir tæplega 600 Eflingarfélagar verkföll hefjast þau á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Ráðgert er að verkföllin hafi víðtæk áhrif, ekki síst þegar eldsneyti fer að klárast á bensínstöðvunum. Stærstu flutningsaðilar á höfuðborgarsvæðinu gera ráð fyrir því að geta haldið starfsemi áfram í viku eftir að verkföll hefjast. Einstaka bílstjóri með há laun Örvar Þór Guðmundsson, olíuflutningabílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar innan Olíudreifingar, segir í samtali við Vísi að vel megi vera að einn og einn olíubílstjóri sé með jafnhá laun og Halldór Benjamín segir vera meðallaun þeirra. „En það eru menn sem eru að vinna hér um bil allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Með þvílíkri yfirvinnu að það er eiginlega ekki mennskt,“ segir hann. Örvar Þór sendi Vísi launaseðla fjögurra bílstjóra sem keyra fyrir Olíudreifingu, Samskip og Skeljung. Á þeim kemur fram að grunnlaun bílstjóranna eru á bilinu 389 þúsund til 449 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaun þeirra eru bilinu 628 þúsund og 1.058 þúsund. Sá þeirra sem var með rúma milljón króna á mánuði vann 122 yfirvinnutíma á taxtanum 4.370 krónur á klukkustund. Meðaltal heildarlauna bílstjóranna er 771.841 króna. Vert er að taka fram að um lítið þýði er að ræða. Ómálefnalegt að skella skuldinni á Eflingu eina Örvar Þór gagnrýnir málflutning Halldórs Benjamíns og segir hann reyna að skella skuldinni á Eflingu eina. „Það verkfall hefur áhrif á daglegt líf allra í landinu. Efling ætlar sér þannig að valda öllu samfélaginu gríðarlegum skaða til þess að berjast fyrir kjörum karla með há laun í íslensku samhengi,“ er haft eftir Halldóri Benjamín í Morgunblaði gærdagsins. Örvar Þór bendir á að Efling hafi þrívegis breytt kröfum sínum í yfirstandandi kjaraviðræðum við SA en SA ekki gefið tommu eftir. Þá bendir hann á að málflutningur Halldórs Benjamíns sé beinlínis rangur enda séu það ekki einungis karlar sem vinna sem olíubílstjórar. Konur sem geri það séu ekki ánægðar með að stéttin sé máluð upp sem eintóm karlastétt. Krefjast þess að réttindi verði metin til launa Þá segir Örvar Þór að áðurnefnd krafa um 670 króna hækkun á tímakaupi olíubílstjóra sé krafa um að svokölluð ADR-réttindi verði metin til launa. Slík réttindi þurfi allir þeir sem aka með hættuleg efni að hafa. Þá bendir hann á að efnin sem bílstjórarnir aka með séu stórhættuleg. Enginn vafi sé á því að hættulegt sé að aka með fleiri tonn af eldfimu bensíni eða díselolíu til Ísafjarðar í slæmum akstursskilyrðum, til að mynda. „Í viðbót við það þá er það þannig að það er enginn sem dregur það í efa að bensín- og díselgufur séu heilsuspillandi,“ segir hann og bætir við að eðlilegt væri að bílstjórar færu fram á aukagreiðslur vegna þeirrar hættu, eins og aðrar starfsstéttir í samfélaginu sem fá aukagreiðslur fyrir að vinna hættuleg störf. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, benti á það í viðtali við Stöð 2 á dögunum að olíubílstjórar hafi verið með um níu hundruð þúsund krónur í meðalheildarlaun á mánuði í fyrra. Til samanburðar nefnir hann að 70 prósent fullvinnandi manna á almennum vinnumarkaði árið 2021 hafi verið með lægri mánaðarlaun en 858 þúsund krónur. Halldór gagnrýnir jafnframt í viðtalinu að í viðtali við trúnaðarmann olíubílstjóra sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni hafi komið fram að olíubílstjórar færu fram á 670 krónu launahækkun á tímann. Það bættist ofan á aðrar launahækkanir sem farið hefur verið fram á. Að sögn Halldórs hefur sú krafa ekki verið kynnt SA. „Það jafngildir um 30 prósent hækkun launa til viðbótar við 10 prósent hækkun 2022. Bara dagvinnulaun bílstjóranna eiga að hækka um 120 þúsund krónur á mánuði, sem er nærri tvöfalt meiri hækkun en Efling krefst fyrir þernur á hótelum,“ segir Halldór í viðtali hjá Morgunblaðinu. Á hádegi í gær hófst atkvæðagreiðsla meðal Eflingarfélaga hjá Olíudreifingu, Skeljungi, Samskipum, Berjaya hótelum og Edition hótelinu um verkfallsboðun. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 næstkomandi þriðjudag, 7. febrúar, sama dag og verkföll á Íslandshótelum hefjast ef þær áætlanir ganga eftir. Bílstjórar sem vinna hjá Olíudreifingu og Skeljungi eru meðal þeirra sem kjósa um verkfallsaðgerðir þessa dagana.Aðsend Samþykki þessir tæplega 600 Eflingarfélagar verkföll hefjast þau á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Ráðgert er að verkföllin hafi víðtæk áhrif, ekki síst þegar eldsneyti fer að klárast á bensínstöðvunum. Stærstu flutningsaðilar á höfuðborgarsvæðinu gera ráð fyrir því að geta haldið starfsemi áfram í viku eftir að verkföll hefjast. Einstaka bílstjóri með há laun Örvar Þór Guðmundsson, olíuflutningabílstjóri og trúnaðarmaður Eflingar innan Olíudreifingar, segir í samtali við Vísi að vel megi vera að einn og einn olíubílstjóri sé með jafnhá laun og Halldór Benjamín segir vera meðallaun þeirra. „En það eru menn sem eru að vinna hér um bil allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Með þvílíkri yfirvinnu að það er eiginlega ekki mennskt,“ segir hann. Örvar Þór sendi Vísi launaseðla fjögurra bílstjóra sem keyra fyrir Olíudreifingu, Samskip og Skeljung. Á þeim kemur fram að grunnlaun bílstjóranna eru á bilinu 389 þúsund til 449 þúsund krónur á mánuði. Heildarlaun þeirra eru bilinu 628 þúsund og 1.058 þúsund. Sá þeirra sem var með rúma milljón króna á mánuði vann 122 yfirvinnutíma á taxtanum 4.370 krónur á klukkustund. Meðaltal heildarlauna bílstjóranna er 771.841 króna. Vert er að taka fram að um lítið þýði er að ræða. Ómálefnalegt að skella skuldinni á Eflingu eina Örvar Þór gagnrýnir málflutning Halldórs Benjamíns og segir hann reyna að skella skuldinni á Eflingu eina. „Það verkfall hefur áhrif á daglegt líf allra í landinu. Efling ætlar sér þannig að valda öllu samfélaginu gríðarlegum skaða til þess að berjast fyrir kjörum karla með há laun í íslensku samhengi,“ er haft eftir Halldóri Benjamín í Morgunblaði gærdagsins. Örvar Þór bendir á að Efling hafi þrívegis breytt kröfum sínum í yfirstandandi kjaraviðræðum við SA en SA ekki gefið tommu eftir. Þá bendir hann á að málflutningur Halldórs Benjamíns sé beinlínis rangur enda séu það ekki einungis karlar sem vinna sem olíubílstjórar. Konur sem geri það séu ekki ánægðar með að stéttin sé máluð upp sem eintóm karlastétt. Krefjast þess að réttindi verði metin til launa Þá segir Örvar Þór að áðurnefnd krafa um 670 króna hækkun á tímakaupi olíubílstjóra sé krafa um að svokölluð ADR-réttindi verði metin til launa. Slík réttindi þurfi allir þeir sem aka með hættuleg efni að hafa. Þá bendir hann á að efnin sem bílstjórarnir aka með séu stórhættuleg. Enginn vafi sé á því að hættulegt sé að aka með fleiri tonn af eldfimu bensíni eða díselolíu til Ísafjarðar í slæmum akstursskilyrðum, til að mynda. „Í viðbót við það þá er það þannig að það er enginn sem dregur það í efa að bensín- og díselgufur séu heilsuspillandi,“ segir hann og bætir við að eðlilegt væri að bílstjórar færu fram á aukagreiðslur vegna þeirrar hættu, eins og aðrar starfsstéttir í samfélaginu sem fá aukagreiðslur fyrir að vinna hættuleg störf.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55