Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. febrúar 2023 13:24 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill sjá vinnu lagða í að þroska betur íslenska vinnumarkaðsmódelið. Vísir/Egill Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. Verðbólga er sem stendur í 9,9 prósentum en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að hún sé einhvers staðar við toppinn nú. Það væri mikilvægt í umræðunni að hafa í huga að þrátt fyrir verðbólgu væri því spáð að kaupmáttur héldi áfram að aukast. „Það sem er hægt að gera er að nýta tímann vel og styðja við langtímahugsun að sígandi lukka sé best. Við tökum ekki meira út í dag sem við þurfum bara að skila síðar því það var ekki innistæða fyrir því. Til þess að það megi takast þarf að ríkja friður á vinnumarkaði og það þarf að vera sátt,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Þar þurfa aðilar að ná samkomulagi sín á milli um réttláta skiptingu þess sem er til skiptanna.“ Klippa: Bjarni um stöðuna í kjaradeilu Eflingar og SA Bjarni segist þykja miður að þær launahækkanir sem samið hefði verið um gætu ekki verið grundvöllur fyrir vinnumarkaðinn að byggja á. „Vinnudeilur eru ekki gagnlegar þegar það er svona mikil spenna í hagkerfinu eins og allar þessar tölur sem við erum að tala um sýna. Við erum með gangverk til að greiða úr þessu. Við erum með embætti ríkissáttasemjara og ef menn lenda í ágreiningi þá er það, eins og við sjáum núna, Félagsdóm annars vegar og héraðsdóm hins vegar,“ segir Bjarni. Til að draga úr líkunum á því að ágreiningur endi á þeim stað sem Efling og SA eru komin á, með dómsmál í héraðsdómi og Félagsdómi, vill hann að vinna verði lögð í að þroska betur íslenska vinnumarkaðsmódelið. Telur þú að ríkissáttasemjari sé í fullum rétti þegar hann leggur fram miðlunartillöguna? „Ég held það sé í góðri trú og hann hafi vel fært rök fyrir sínu máli. Nú liggur fyrir að málið fer fyrir dómstóla og við skulum láta þá svara þeirri spurningu. Ég hef enga ástæðu til að draga það í efa að menn séu að vinna vinnuna sína eftir bestu getu og því sem kemur heildinni til góða,“ segir Bjarni Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22 Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03 Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Verðbólga er sem stendur í 9,9 prósentum en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að hún sé einhvers staðar við toppinn nú. Það væri mikilvægt í umræðunni að hafa í huga að þrátt fyrir verðbólgu væri því spáð að kaupmáttur héldi áfram að aukast. „Það sem er hægt að gera er að nýta tímann vel og styðja við langtímahugsun að sígandi lukka sé best. Við tökum ekki meira út í dag sem við þurfum bara að skila síðar því það var ekki innistæða fyrir því. Til þess að það megi takast þarf að ríkja friður á vinnumarkaði og það þarf að vera sátt,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. „Þar þurfa aðilar að ná samkomulagi sín á milli um réttláta skiptingu þess sem er til skiptanna.“ Klippa: Bjarni um stöðuna í kjaradeilu Eflingar og SA Bjarni segist þykja miður að þær launahækkanir sem samið hefði verið um gætu ekki verið grundvöllur fyrir vinnumarkaðinn að byggja á. „Vinnudeilur eru ekki gagnlegar þegar það er svona mikil spenna í hagkerfinu eins og allar þessar tölur sem við erum að tala um sýna. Við erum með gangverk til að greiða úr þessu. Við erum með embætti ríkissáttasemjara og ef menn lenda í ágreiningi þá er það, eins og við sjáum núna, Félagsdóm annars vegar og héraðsdóm hins vegar,“ segir Bjarni. Til að draga úr líkunum á því að ágreiningur endi á þeim stað sem Efling og SA eru komin á, með dómsmál í héraðsdómi og Félagsdómi, vill hann að vinna verði lögð í að þroska betur íslenska vinnumarkaðsmódelið. Telur þú að ríkissáttasemjari sé í fullum rétti þegar hann leggur fram miðlunartillöguna? „Ég held það sé í góðri trú og hann hafi vel fært rök fyrir sínu máli. Nú liggur fyrir að málið fer fyrir dómstóla og við skulum láta þá svara þeirri spurningu. Ég hef enga ástæðu til að draga það í efa að menn séu að vinna vinnuna sína eftir bestu getu og því sem kemur heildinni til góða,“ segir Bjarni
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22 Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03 Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Sjá meira
Ekki innistæða fyrir gagnrýni á Seðlabankann Fjármálaráðherra segir ekki hægt að kenna gjaldahækkunum ríkissjóðs um áramótin um aukna verðbólgu eins og Neytendasamtökin og fleiri hafa gert. Allir þurfi að horfast í augu við raunveruleikann og standa með Seðlabankanum og öðrum sem gripið hafi til aðgerða til að ná verðbólgunni niður. 1. febrúar 2023 19:22
Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03
Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10
Segja það ólögmætt að fara í verkfall sé tillagan ekki felld Samtök atvinnulífsins segja ekki löglegt að boða til vinnustöðvunar eða hefja verkfallsaðgerðir áður en að minnsta kosti annar deiluaðila hafi fellt miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara. 31. janúar 2023 20:09