Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 11:15 Magnús Óli Ólafsson Vísir/Egill Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hjá Samskipum, Olíudreifingu, Skeljungi, Berjaya hótelum og Edition hótelinu hefst samkvæmt áætlun á hádegi á morgun. Atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudag og verði verkfallsboðun samþykkt hefst vinnustöðvun á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Forstjóri heildsölunnar Innness segir að verði úr verkföllum sé staðan svört. „Þá erum við að tala um það að matvörur og nauðsynjar eru ekki lengur á boðstólnum. Það er ekki eitthvað sem við þekkjum hér á landi að sú mynd geti komið upp,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Fyrirtækið sé byrjað að undirbúa sig undir verkföll. „Framkvæmdastjórn félagsins hefur rýnt stöðuna eftir mismunandi stigum og erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að mæta þessu ef til kemur svo við getum haldið okkur á floti,“ segir Magnús. Bara einn hlekkur þurfi að klikka svo allt stöðvist Innnes geti aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga ef rætist úr svörtustu spám. „Ef við erum að tala um verstu myndina og við höfum ekki umframbirgðir af eldsneyti erum við bara að tala um nokkra daga,“ segir Magnús. „Við reynum auðvitað að koma aðföngum til viðskiptavina. Ef við getum það ekki er töluvert af vöru sem við þurfum að selja sem er ferskvara, eins og grænmeti og ávextir. Það verður töluverð sóun af þessu ef við komum vörunni ekki til viðskiptavina. Það er ekki bara það að yrði skortur heldur líka sóun sem færi í ruslið.“ Það eigi ekki bara við innnes, sem dreifi vörum á höfuðborgarsvæðinu, heldur alla aðfangakeðjuna. „Það er bæði flutningsaðilar sem flytja út á land, það eru flutningsleiðir vöruhúsanna sem dreifa í matvörubúðirnar. Öll áfangakeðjan reiðir sig auðvitað á það að ná í eldsneyti. Þó eitthvað eitt fyrirtæki eða hluti af starfseminni hafi aukabirgðir þá á ég erfitt með að sjá þá mynd að allri aðfangakeðjunni sé borgið. Það þarf ekki nema eitt fyrirtæki sem er ekki með umframbirgðir og þá stoppar það þar,“ segir Magnús. Forsætisráðherra ekki svarað fundarbeiðni Sólveigar Hann hafi ekki trú á því að úr þessari verstu mynd rætist. „Ég vona innilega að samningaðilar setjist niður og finni lausn á málunum. Ég held að það sem þegar er búið að bjóða sé góður samningur og því til vitnis hafa mörg stærstu stéttarfélögin skrifað undir þann samning.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifaði á þriðjudag bréf til forsætisráðherra þar sem hún óskaði efir fundi með honum vegna ummæla hans um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara stæðist að hans mati skoðun. Sólveig segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki fengið svör frá ráðherra um fundarbeiðnina. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03 Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Eflingar hjá Samskipum, Olíudreifingu, Skeljungi, Berjaya hótelum og Edition hótelinu hefst samkvæmt áætlun á hádegi á morgun. Atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudag og verði verkfallsboðun samþykkt hefst vinnustöðvun á hádegi 15. febrúar næstkomandi. Forstjóri heildsölunnar Innness segir að verði úr verkföllum sé staðan svört. „Þá erum við að tala um það að matvörur og nauðsynjar eru ekki lengur á boðstólnum. Það er ekki eitthvað sem við þekkjum hér á landi að sú mynd geti komið upp,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes. Fyrirtækið sé byrjað að undirbúa sig undir verkföll. „Framkvæmdastjórn félagsins hefur rýnt stöðuna eftir mismunandi stigum og erum búin að gera allt sem í okkar valdi stendur til að mæta þessu ef til kemur svo við getum haldið okkur á floti,“ segir Magnús. Bara einn hlekkur þurfi að klikka svo allt stöðvist Innnes geti aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga ef rætist úr svörtustu spám. „Ef við erum að tala um verstu myndina og við höfum ekki umframbirgðir af eldsneyti erum við bara að tala um nokkra daga,“ segir Magnús. „Við reynum auðvitað að koma aðföngum til viðskiptavina. Ef við getum það ekki er töluvert af vöru sem við þurfum að selja sem er ferskvara, eins og grænmeti og ávextir. Það verður töluverð sóun af þessu ef við komum vörunni ekki til viðskiptavina. Það er ekki bara það að yrði skortur heldur líka sóun sem færi í ruslið.“ Það eigi ekki bara við innnes, sem dreifi vörum á höfuðborgarsvæðinu, heldur alla aðfangakeðjuna. „Það er bæði flutningsaðilar sem flytja út á land, það eru flutningsleiðir vöruhúsanna sem dreifa í matvörubúðirnar. Öll áfangakeðjan reiðir sig auðvitað á það að ná í eldsneyti. Þó eitthvað eitt fyrirtæki eða hluti af starfseminni hafi aukabirgðir þá á ég erfitt með að sjá þá mynd að allri aðfangakeðjunni sé borgið. Það þarf ekki nema eitt fyrirtæki sem er ekki með umframbirgðir og þá stoppar það þar,“ segir Magnús. Forsætisráðherra ekki svarað fundarbeiðni Sólveigar Hann hafi ekki trú á því að úr þessari verstu mynd rætist. „Ég vona innilega að samningaðilar setjist niður og finni lausn á málunum. Ég held að það sem þegar er búið að bjóða sé góður samningur og því til vitnis hafa mörg stærstu stéttarfélögin skrifað undir þann samning.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifaði á þriðjudag bréf til forsætisráðherra þar sem hún óskaði efir fundi með honum vegna ummæla hans um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara stæðist að hans mati skoðun. Sólveig segir í samtali við fréttastofu að hún hafi ekki fengið svör frá ráðherra um fundarbeiðnina.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03 Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10 Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Sjá meira
Segir líklegra að Félagsdómur telji verkfallsaðgerðir ólögmætar Sérfræðingur í vinnurétti telur líklegt að Félagsdómur muni komast að þeirri niðurstöðu að þær vinnustöðvanir sem boðaðar hafa verið af hálfu Eflingar séu ólögmætar. 1. febrúar 2023 20:03
Sólveig krefst fundar með forsætisráðherra Formaður Eflingar hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra og gerir athugasemd við málflutning hennar um að miðlunartillaga ríkissáttasemjara standist skoðun. Fyrirtæki sem frekari verkfallsaðgerðir Eflingar gætu haft áhrif á eru að fara yfir stöðuna en vinnustöðvun gæti til dæmis sett innanlandsflug úr skorðum. 1. febrúar 2023 12:10
Víðtækari aðgerðir Eflingar munu hafa lamandi áhrif Víðtækar aðgerðir sem Efling boðaði til í dag munu lama starfsemi flestra stærstu hótela borgarinnar, dreifingu eldsneytis um landið og hafa mikil áhrif á dreifingu Samskipa á vörum. Félagsdómur tók fyrir í dag stefnu Samtaka atvinnulífsins gegn Eflingu vegna boðun verkfalla sem eiga að hefjast á þriðjudag. 31. janúar 2023 19:55