Pólitískur rétttrúnaður og aðför að málfrelsinu mjög hættuleg þróun Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2023 08:55 Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður hóf störf á Morgunblaðinu í dag og lýsir því þar með sé hún komin heim. Það er, eftir um átta ára ferðalag á önnur mið; hún starfaði á Fréttablaðinu 2014-2022. Nú stendur til að taka þátt í umræðunni og halda borgaralegum gildum á lofti. „Ég hef verið í fjölmiðlum í 25-30 ár og ég hef alltaf sagt við fólk, að þetta er hringekja. Ég hef verið á mörgum stöðum og alltaf þekkir maður einhvern. Hér kom ég um daginn til að ræða við Davíð og Harald [tvo ritstjóra blaðsins] og ég þekkti svo að segja alla starfsmennina. Þá er það bara eins og þú sért að koma heim,“ segir Kolbrún um ljúfar viðtökur á sínum gamla og nú aftur nýja vinnustað. Rætt er við Kolbrúnu og tekið hús á Morgunblaðinu í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er farið um víðan völl - viðtalið hefst á þriðju mínútu. Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún er nú komin aftur á Morgunblaðið eftir átta ára viðdvöl á öðrum vettvangi.Vísir/Einar „Ég er borgaraleg“ Kolbrún verður mest í menningu og í skrifum fyrir sunnudagsútgáfu blaðsins, en henni skilst einnig að hún fái tækifæri til að skrifa áfram skoðanagreinar, eins og hún gerði í Fréttablaðið þar til fyrir skemmstu. „Það er svo margt sem hægt er að skoða og gagnrýna,“ segir Kolbrún, sem hefur almennt verið talin í íhaldssamari kantinum í blaðamannastétt. „Ég er borgaraleg. Ég til dæmis styð þjóðkirkjuna. Ég er trúuð, sem kemur mörgum á óvart. Og svo er ég óskaplegur andstæðingur pólitísks rétttrúnaðar, sem mér finnst vera stórhættulegur.“ Ýmsa aðra þróun segir Kolbrún einnig varhugaverða, til dæmis sé sótt að málfrelsinu og einnig séu blikur á lofti í málefnum réttarfarsins. „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun að ásökun jafngildi sekt. Að það sé hægt að ásaka fólk um eitthvað og það missi vinnuna. Þá þýðir voða lítið fyrir viðkomandi að segja: ‘Heyrðu, atburðarásin var ekki svona.’ eða að segja: ‘Þetta er ekki rétt, ég er saklaus.’ — Það er hlegið. Það er sagt: ‘Sko, burt með þig. Þú skalt ekki láta sjá þig.’ Þetta er mjög hættuleg þróun. Við höldum nefnilega að við séum svo ósköp umbyrðarlynd og víðsýn. En við erum grimmlynd og refsiglöð,“ segir Kolbrún. Hvað bókmenntagagnrýni snertir fullyrðir Kolbrún að stjörnugjöf í bókmenntadómum sé í hæstu hæðum; að þar sé verðbólgan mikil. Hún heitir því að gefa eina eða tvær stjörnur þegar það á við, rétt eins og fjórar eða fimm þegar það á við. Annað sem rætt er við Kolbrúnu er afstaðan til Evrópusambandsins, sem hún segir hafa breyst eilítið á allra síðustu árum. Fjölmiðlar Menning Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
„Ég hef verið í fjölmiðlum í 25-30 ár og ég hef alltaf sagt við fólk, að þetta er hringekja. Ég hef verið á mörgum stöðum og alltaf þekkir maður einhvern. Hér kom ég um daginn til að ræða við Davíð og Harald [tvo ritstjóra blaðsins] og ég þekkti svo að segja alla starfsmennina. Þá er það bara eins og þú sért að koma heim,“ segir Kolbrún um ljúfar viðtökur á sínum gamla og nú aftur nýja vinnustað. Rætt er við Kolbrúnu og tekið hús á Morgunblaðinu í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er farið um víðan völl - viðtalið hefst á þriðju mínútu. Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún er nú komin aftur á Morgunblaðið eftir átta ára viðdvöl á öðrum vettvangi.Vísir/Einar „Ég er borgaraleg“ Kolbrún verður mest í menningu og í skrifum fyrir sunnudagsútgáfu blaðsins, en henni skilst einnig að hún fái tækifæri til að skrifa áfram skoðanagreinar, eins og hún gerði í Fréttablaðið þar til fyrir skemmstu. „Það er svo margt sem hægt er að skoða og gagnrýna,“ segir Kolbrún, sem hefur almennt verið talin í íhaldssamari kantinum í blaðamannastétt. „Ég er borgaraleg. Ég til dæmis styð þjóðkirkjuna. Ég er trúuð, sem kemur mörgum á óvart. Og svo er ég óskaplegur andstæðingur pólitísks rétttrúnaðar, sem mér finnst vera stórhættulegur.“ Ýmsa aðra þróun segir Kolbrún einnig varhugaverða, til dæmis sé sótt að málfrelsinu og einnig séu blikur á lofti í málefnum réttarfarsins. „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun að ásökun jafngildi sekt. Að það sé hægt að ásaka fólk um eitthvað og það missi vinnuna. Þá þýðir voða lítið fyrir viðkomandi að segja: ‘Heyrðu, atburðarásin var ekki svona.’ eða að segja: ‘Þetta er ekki rétt, ég er saklaus.’ — Það er hlegið. Það er sagt: ‘Sko, burt með þig. Þú skalt ekki láta sjá þig.’ Þetta er mjög hættuleg þróun. Við höldum nefnilega að við séum svo ósköp umbyrðarlynd og víðsýn. En við erum grimmlynd og refsiglöð,“ segir Kolbrún. Hvað bókmenntagagnrýni snertir fullyrðir Kolbrún að stjörnugjöf í bókmenntadómum sé í hæstu hæðum; að þar sé verðbólgan mikil. Hún heitir því að gefa eina eða tvær stjörnur þegar það á við, rétt eins og fjórar eða fimm þegar það á við. Annað sem rætt er við Kolbrúnu er afstaðan til Evrópusambandsins, sem hún segir hafa breyst eilítið á allra síðustu árum.
Fjölmiðlar Menning Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira