Pólitískur rétttrúnaður og aðför að málfrelsinu mjög hættuleg þróun Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2023 08:55 Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður hóf störf á Morgunblaðinu í dag og lýsir því þar með sé hún komin heim. Það er, eftir um átta ára ferðalag á önnur mið; hún starfaði á Fréttablaðinu 2014-2022. Nú stendur til að taka þátt í umræðunni og halda borgaralegum gildum á lofti. „Ég hef verið í fjölmiðlum í 25-30 ár og ég hef alltaf sagt við fólk, að þetta er hringekja. Ég hef verið á mörgum stöðum og alltaf þekkir maður einhvern. Hér kom ég um daginn til að ræða við Davíð og Harald [tvo ritstjóra blaðsins] og ég þekkti svo að segja alla starfsmennina. Þá er það bara eins og þú sért að koma heim,“ segir Kolbrún um ljúfar viðtökur á sínum gamla og nú aftur nýja vinnustað. Rætt er við Kolbrúnu og tekið hús á Morgunblaðinu í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er farið um víðan völl - viðtalið hefst á þriðju mínútu. Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún er nú komin aftur á Morgunblaðið eftir átta ára viðdvöl á öðrum vettvangi.Vísir/Einar „Ég er borgaraleg“ Kolbrún verður mest í menningu og í skrifum fyrir sunnudagsútgáfu blaðsins, en henni skilst einnig að hún fái tækifæri til að skrifa áfram skoðanagreinar, eins og hún gerði í Fréttablaðið þar til fyrir skemmstu. „Það er svo margt sem hægt er að skoða og gagnrýna,“ segir Kolbrún, sem hefur almennt verið talin í íhaldssamari kantinum í blaðamannastétt. „Ég er borgaraleg. Ég til dæmis styð þjóðkirkjuna. Ég er trúuð, sem kemur mörgum á óvart. Og svo er ég óskaplegur andstæðingur pólitísks rétttrúnaðar, sem mér finnst vera stórhættulegur.“ Ýmsa aðra þróun segir Kolbrún einnig varhugaverða, til dæmis sé sótt að málfrelsinu og einnig séu blikur á lofti í málefnum réttarfarsins. „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun að ásökun jafngildi sekt. Að það sé hægt að ásaka fólk um eitthvað og það missi vinnuna. Þá þýðir voða lítið fyrir viðkomandi að segja: ‘Heyrðu, atburðarásin var ekki svona.’ eða að segja: ‘Þetta er ekki rétt, ég er saklaus.’ — Það er hlegið. Það er sagt: ‘Sko, burt með þig. Þú skalt ekki láta sjá þig.’ Þetta er mjög hættuleg þróun. Við höldum nefnilega að við séum svo ósköp umbyrðarlynd og víðsýn. En við erum grimmlynd og refsiglöð,“ segir Kolbrún. Hvað bókmenntagagnrýni snertir fullyrðir Kolbrún að stjörnugjöf í bókmenntadómum sé í hæstu hæðum; að þar sé verðbólgan mikil. Hún heitir því að gefa eina eða tvær stjörnur þegar það á við, rétt eins og fjórar eða fimm þegar það á við. Annað sem rætt er við Kolbrúnu er afstaðan til Evrópusambandsins, sem hún segir hafa breyst eilítið á allra síðustu árum. Fjölmiðlar Menning Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira
„Ég hef verið í fjölmiðlum í 25-30 ár og ég hef alltaf sagt við fólk, að þetta er hringekja. Ég hef verið á mörgum stöðum og alltaf þekkir maður einhvern. Hér kom ég um daginn til að ræða við Davíð og Harald [tvo ritstjóra blaðsins] og ég þekkti svo að segja alla starfsmennina. Þá er það bara eins og þú sért að koma heim,“ segir Kolbrún um ljúfar viðtökur á sínum gamla og nú aftur nýja vinnustað. Rætt er við Kolbrúnu og tekið hús á Morgunblaðinu í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan. Þar er farið um víðan völl - viðtalið hefst á þriðju mínútu. Kolbrún Bergþórsdóttir er einn reynslumesti starfandi blaðamaður landsins. Hún er nú komin aftur á Morgunblaðið eftir átta ára viðdvöl á öðrum vettvangi.Vísir/Einar „Ég er borgaraleg“ Kolbrún verður mest í menningu og í skrifum fyrir sunnudagsútgáfu blaðsins, en henni skilst einnig að hún fái tækifæri til að skrifa áfram skoðanagreinar, eins og hún gerði í Fréttablaðið þar til fyrir skemmstu. „Það er svo margt sem hægt er að skoða og gagnrýna,“ segir Kolbrún, sem hefur almennt verið talin í íhaldssamari kantinum í blaðamannastétt. „Ég er borgaraleg. Ég til dæmis styð þjóðkirkjuna. Ég er trúuð, sem kemur mörgum á óvart. Og svo er ég óskaplegur andstæðingur pólitísks rétttrúnaðar, sem mér finnst vera stórhættulegur.“ Ýmsa aðra þróun segir Kolbrún einnig varhugaverða, til dæmis sé sótt að málfrelsinu og einnig séu blikur á lofti í málefnum réttarfarsins. „Ég er mjög hugsi yfir þeirri þróun að ásökun jafngildi sekt. Að það sé hægt að ásaka fólk um eitthvað og það missi vinnuna. Þá þýðir voða lítið fyrir viðkomandi að segja: ‘Heyrðu, atburðarásin var ekki svona.’ eða að segja: ‘Þetta er ekki rétt, ég er saklaus.’ — Það er hlegið. Það er sagt: ‘Sko, burt með þig. Þú skalt ekki láta sjá þig.’ Þetta er mjög hættuleg þróun. Við höldum nefnilega að við séum svo ósköp umbyrðarlynd og víðsýn. En við erum grimmlynd og refsiglöð,“ segir Kolbrún. Hvað bókmenntagagnrýni snertir fullyrðir Kolbrún að stjörnugjöf í bókmenntadómum sé í hæstu hæðum; að þar sé verðbólgan mikil. Hún heitir því að gefa eina eða tvær stjörnur þegar það á við, rétt eins og fjórar eða fimm þegar það á við. Annað sem rætt er við Kolbrúnu er afstaðan til Evrópusambandsins, sem hún segir hafa breyst eilítið á allra síðustu árum.
Fjölmiðlar Menning Bókmenntir Ísland í dag Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Sjá meira