Fær bætur eftir að hafa fræst á sér handlegginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 12:54 Maðurinn slasaðist illa við vinnu og hlaut 20 prósenta varanlegan skaða. Vísir/Vilhelm Rafiðnaðarmaður, sem slasaðist illa þegar fræsari hrökk í handlegg hans við vinnu, fær greiddar bætur úr ábyrgðartryggingu Sjóvár. Sjóvá hafnaði ábyrgð og bar fyrir sig að um óhappaatvik hafi verið að ræða. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn á mánudag. Slysið sem um ræðir varð 7. febrúar 2019 þegar rafiðnaðarmaðurinn var að fræsa með handfræsara fyrir rafmagnsröri í millivegg í húsi sem hann vann við og lenti með vinstri handlegg í tönn fræsarans og slasaðist. Atvinnurekandi hans hafði lagt honum til vinnutröppu til að standa á. Trappan var staðsett þannig að hún stóð á hlið við vegginn og stóð maðurinn í tröppunni og beitti fræsaranum á vegginn. Slysið varð þegar tönn fræsarans lenti á járnteini sem var inni í veggnum og við það hrökk fræsarinn frá veggnum og í handlegg mannsins. Hann hlaut mölbrot á fjærenda ölnarbeins í vinstri framhandlegg með miklum áverkum á sinar, vöðva, taugar og æðar. Maðurinn var óvinnufær frá 7. febrúar 2019 til 1. mars 2020. Varanlegur miski var metinn 20 prósent, þannig að áverkar á úlnlið voru metnir til 12 prósent miska og áverkar á vinstri ölnartaug 8 prósent. Vinnueftirlit og lögregla voru kölluð strax til á vettvang. Mat Vinnueftirlitið það svo að ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat fyrir þann verkþátt sem tengdist slysinu. Þá megi rekja orsök slyssins til þess að ekki hafi verið notaður viðeigandi búnaður við verkið. Maðurinn hefði átt að nota lágan vinnupall en ekki tröppu til að standa á. Sjóvá bar fyrir sig að um óhappatilvik hafi verið að ræða og maðurinn hafi sjálfur sýnt gáleysi við verkið. Vildi Sjóvá meina að þar sem maðurinn væri reynslumikill rafiðnaðarmaður hefði hann átt að vita betur. Dómurinn féllst að hluta til á málflutning Sjóvár - að maðurinn hefði átt að beita sér öðruvísi við verkið. Þannig var bótaskylda Sjóvár viðurkennd að hluta til. Sjóvá þarf að bæta manninum 2/3 tjónsins en hann að bera 1/3 tjóns síns sjálfur. Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Tryggingar Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem var upp kveðinn á mánudag. Slysið sem um ræðir varð 7. febrúar 2019 þegar rafiðnaðarmaðurinn var að fræsa með handfræsara fyrir rafmagnsröri í millivegg í húsi sem hann vann við og lenti með vinstri handlegg í tönn fræsarans og slasaðist. Atvinnurekandi hans hafði lagt honum til vinnutröppu til að standa á. Trappan var staðsett þannig að hún stóð á hlið við vegginn og stóð maðurinn í tröppunni og beitti fræsaranum á vegginn. Slysið varð þegar tönn fræsarans lenti á járnteini sem var inni í veggnum og við það hrökk fræsarinn frá veggnum og í handlegg mannsins. Hann hlaut mölbrot á fjærenda ölnarbeins í vinstri framhandlegg með miklum áverkum á sinar, vöðva, taugar og æðar. Maðurinn var óvinnufær frá 7. febrúar 2019 til 1. mars 2020. Varanlegur miski var metinn 20 prósent, þannig að áverkar á úlnlið voru metnir til 12 prósent miska og áverkar á vinstri ölnartaug 8 prósent. Vinnueftirlit og lögregla voru kölluð strax til á vettvang. Mat Vinnueftirlitið það svo að ekki hafi legið fyrir fullnægjandi áhættumat fyrir þann verkþátt sem tengdist slysinu. Þá megi rekja orsök slyssins til þess að ekki hafi verið notaður viðeigandi búnaður við verkið. Maðurinn hefði átt að nota lágan vinnupall en ekki tröppu til að standa á. Sjóvá bar fyrir sig að um óhappatilvik hafi verið að ræða og maðurinn hafi sjálfur sýnt gáleysi við verkið. Vildi Sjóvá meina að þar sem maðurinn væri reynslumikill rafiðnaðarmaður hefði hann átt að vita betur. Dómurinn féllst að hluta til á málflutning Sjóvár - að maðurinn hefði átt að beita sér öðruvísi við verkið. Þannig var bótaskylda Sjóvár viðurkennd að hluta til. Sjóvá þarf að bæta manninum 2/3 tjónsins en hann að bera 1/3 tjóns síns sjálfur.
Dómsmál Reykjavík Vinnuslys Tryggingar Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira