Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins Bjarki Sigurðsson skrifar 31. janúar 2023 23:50 Endurgerð af dódó-fugli á náttúrugripasafninu í London. Getty/Mike Kemp Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. Dódó-fuglinn er líklegast eitt frægasta útdauða dýr heimsins. Hann gat ekki flogið og var ekkert sérstaklega hávaxinn, einungis sjötíu sentimetrar eða svo. Þá hefur hann í gegnum tíðina oft verið sagður afar heimskur, enda með afar furðulegt útlit. Í teiknimyndinni Ísöld (e. Ice Age) voru þeir afar heimskir og höfðu einungis áhuga á að bjarga melónu sem var stolið af þeim. Rannsóknir hafa þó sýnt að fuglinn var ekki heimskur heldur þvert á móti frekar klár. Dódó-fuglinn er ein frægasta útdauða dýrategund heims, þá sérstaklega vegna kvikmyndarinnar Ísöld. Dódó-fuglinn bjó á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fram á seinni hluta 17. aldar þegar hann dó út. Fyrir það mátti finna hann víðar um heiminn en þegar sjávarmál hækkaði þá einangraðist hann á Máritíus. Þar voru engin rándýr sem vildu borða dódó-fuglinn, þar til sjómenn komu þangað í byrjun 17. aldar. Þeir hófu að veiða dódó-fuglinn sem óttaðist manninn ekki en nokkrum áratugum eftir komu fyrstu sjómannanna var stofninn alveg horfinn. CNN ræddi við Beth Shapiro, prófessor í vistfræði og þróunarlíffræði við Háskólann í Kaliforníu, vill vekja fuglinn til lífsins nú rúmum þrjú hundruð árum síðar. Til þess ætlar hún ásamt teymi sínu að notast við tækninýjungar og erfðaefni sem fannst úr dódó-fugli í Danmörku. Með því að notast við erfðaefni fuglategundar sem náskyld er dódó-fuglinum, Nicobar-dúfunnar, og erfðaefni úr annarri útdauðri fuglategund, Rodrigues solitaire, verður hægt að komast að því hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu gera dódó-fuglinn að dódó-fugli. Nicobar-dúfan er náskyld dódó-fuglinum. Getty/Arterra Það er ekki nýtt af nálinni að vísindamenn, þá sérstaklega þróunarlíffræðingar séu að reyna að vekja útdauðar tegundir til lífs. Fjallað hefur verið um tilraunir við að vekja loðfílinn og tasmaníutígurinn til lífs í fjölmiðlum erlendis. Í þeim tilraunum er notast við svipaðar aðferðir og Shapiro stefnir á að nota. Aðspurð hvers vegna hún vill fá dódó-fuglinn til baka segir Shapiro að nú sé útrýmingarkrísa í gangi í heiminum. Það sé á ábyrgð hennar hóps að sýna fram á mikilvægi þess að dýrategundir deyi ekki út. Þá geti tæknin mögulega bjargað öðrum dýrum frá útrýmingu. Dýr Máritíus Bandaríkin Fuglar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Dódó-fuglinn er líklegast eitt frægasta útdauða dýr heimsins. Hann gat ekki flogið og var ekkert sérstaklega hávaxinn, einungis sjötíu sentimetrar eða svo. Þá hefur hann í gegnum tíðina oft verið sagður afar heimskur, enda með afar furðulegt útlit. Í teiknimyndinni Ísöld (e. Ice Age) voru þeir afar heimskir og höfðu einungis áhuga á að bjarga melónu sem var stolið af þeim. Rannsóknir hafa þó sýnt að fuglinn var ekki heimskur heldur þvert á móti frekar klár. Dódó-fuglinn er ein frægasta útdauða dýrategund heims, þá sérstaklega vegna kvikmyndarinnar Ísöld. Dódó-fuglinn bjó á eyjunni Máritíus í Indlandshafi fram á seinni hluta 17. aldar þegar hann dó út. Fyrir það mátti finna hann víðar um heiminn en þegar sjávarmál hækkaði þá einangraðist hann á Máritíus. Þar voru engin rándýr sem vildu borða dódó-fuglinn, þar til sjómenn komu þangað í byrjun 17. aldar. Þeir hófu að veiða dódó-fuglinn sem óttaðist manninn ekki en nokkrum áratugum eftir komu fyrstu sjómannanna var stofninn alveg horfinn. CNN ræddi við Beth Shapiro, prófessor í vistfræði og þróunarlíffræði við Háskólann í Kaliforníu, vill vekja fuglinn til lífsins nú rúmum þrjú hundruð árum síðar. Til þess ætlar hún ásamt teymi sínu að notast við tækninýjungar og erfðaefni sem fannst úr dódó-fugli í Danmörku. Með því að notast við erfðaefni fuglategundar sem náskyld er dódó-fuglinum, Nicobar-dúfunnar, og erfðaefni úr annarri útdauðri fuglategund, Rodrigues solitaire, verður hægt að komast að því hvaða stökkbreytingar í erfðamenginu gera dódó-fuglinn að dódó-fugli. Nicobar-dúfan er náskyld dódó-fuglinum. Getty/Arterra Það er ekki nýtt af nálinni að vísindamenn, þá sérstaklega þróunarlíffræðingar séu að reyna að vekja útdauðar tegundir til lífs. Fjallað hefur verið um tilraunir við að vekja loðfílinn og tasmaníutígurinn til lífs í fjölmiðlum erlendis. Í þeim tilraunum er notast við svipaðar aðferðir og Shapiro stefnir á að nota. Aðspurð hvers vegna hún vill fá dódó-fuglinn til baka segir Shapiro að nú sé útrýmingarkrísa í gangi í heiminum. Það sé á ábyrgð hennar hóps að sýna fram á mikilvægi þess að dýrategundir deyi ekki út. Þá geti tæknin mögulega bjargað öðrum dýrum frá útrýmingu.
Dýr Máritíus Bandaríkin Fuglar Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira