Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2023 13:39 Sólveig Anna ásamt Daníel lögmanni Eflingar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Lillý Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að Efling fengi til föstudags til að skila greinargerð í deilu félagsins við ríkissáttasemjara um hvort félaginu sé skylt að afhenda félagatal sitt vegna miðlunartillögu sáttasemjara. Fyrirtaka í málinu fór fram í héraðsdómi eftir hádegið. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fimmtudaginn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan var lögð fram á meðan atkvæðagreiðslu um þrjú hundrað félagsmanna Eflingar á sjö Íslandshótelum á höfuðborgarsvæðinu stendur. Hún sneri að því að allir félagsmenn Eflingar fái að kjósa um samning sem er samhljóða þeim sem Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins gerðu með sér. Aðalsteinn taldi deilu aðila í slíkum hnút að rétt væri að félagsmenn Eflingar fengu að segja sinn hug. Taldi hann sig hafa til þess fulla lagaheimild. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur Aðalstein hafa brotið lög með tillögunni enda hafi hann ekki ráðgast við formann Eflingar í aðdraganda þess að tillagan var lögð fram. Sáttasemjari hefur kallað eftir félagatalinu frá Eflingu til að atkvæðagreiðsla geti farið fram meðal félagsmanna. Efling neitar að afhenda listann og ákvað sáttasemjari því að fara með málið fyrir dómstóla. Þar fékk það flýtimeðferð og var á dagskrá nú á öðrum tímanum. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, hafnaði kröfunni fyrir hönd Eflingar í dag og óskaði eftir tveggja vikna frest til að skila greinargerð og gögnum í málinu. Andri Árnason, lögmaður ríkissáttasemjara í deilunni, mótmælti beiðninni og sagði frestinn of langan. Kallaði hann eftir því að málið yrði flutt í vikunni. Fór svo að Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn og verður málið flutt sama dag. Greinargerð verði skilað að morgni og málflutningur fari fram eftir hádegið. Atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu lýkur í dag. Von er á niðurstöðu um kvöldmatarleytið. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lagði fimmtudaginn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan var lögð fram á meðan atkvæðagreiðslu um þrjú hundrað félagsmanna Eflingar á sjö Íslandshótelum á höfuðborgarsvæðinu stendur. Hún sneri að því að allir félagsmenn Eflingar fái að kjósa um samning sem er samhljóða þeim sem Starfsgreinasambandið og Samtök atvinnulífsins gerðu með sér. Aðalsteinn taldi deilu aðila í slíkum hnút að rétt væri að félagsmenn Eflingar fengu að segja sinn hug. Taldi hann sig hafa til þess fulla lagaheimild. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telur Aðalstein hafa brotið lög með tillögunni enda hafi hann ekki ráðgast við formann Eflingar í aðdraganda þess að tillagan var lögð fram. Sáttasemjari hefur kallað eftir félagatalinu frá Eflingu til að atkvæðagreiðsla geti farið fram meðal félagsmanna. Efling neitar að afhenda listann og ákvað sáttasemjari því að fara með málið fyrir dómstóla. Þar fékk það flýtimeðferð og var á dagskrá nú á öðrum tímanum. Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, hafnaði kröfunni fyrir hönd Eflingar í dag og óskaði eftir tveggja vikna frest til að skila greinargerð og gögnum í málinu. Andri Árnason, lögmaður ríkissáttasemjara í deilunni, mótmælti beiðninni og sagði frestinn of langan. Kallaði hann eftir því að málið yrði flutt í vikunni. Fór svo að Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn og verður málið flutt sama dag. Greinargerð verði skilað að morgni og málflutningur fari fram eftir hádegið. Atkvæðagreiðslu um verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu lýkur í dag. Von er á niðurstöðu um kvöldmatarleytið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira