Nýjar upplýsingar um erlenda netverslun landsmanna Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir skrifar 30. janúar 2023 07:00 Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnir rannsóknasetrið nú til leiks Netverslunarvísi RSV. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun eru fengnar mánaðarlega frá tollasviði Skattsins. Út frá þeim upplýsingum reiknar RSV vísitölu erlendrar netverslunar, Netverslunarvísi RSV, en hún sýnir breytingu á umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Auk þess birtir RSV mánaðarlega upplýsingar um umfang erlendrar netverslunar eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Tilgangurinn er að meta umfang og fylgjast með þróun erlendrar netverslunar landsmanna. Upplýsingarnar eru mikilvægur þáttur í að greina neysluhegðun einstaklinga og geta þær gagnast verslunum og fyrirtækjum í landinu til að meta stöðu sína gangvart erlendu vöruframboði og samkeppni. Erlend netverslun með fatnað nam rúma 11,3 milljörðum kr. Þegar við rýnum í upplýsingar RSV um erlenda netverslun árið 2022 kemur m.a. í ljós að landsmenn pöntuðu fatnað frá erlendum netverslunum fyrir rúma 11,3 milljarða kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með fatnað nam tæpum 3,5 milljörðum kr. Þá pöntuðu landsmenn raf- og heimilistæki frá erlendum netverslunum fyrir rúman milljarð kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með raf- og heimilistæki nam rúmlega 6 milljörðum kr. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun segja okkur jafnframt að Kína er lang stærsta viðskiptaland landsmanna þegar kemur að erlendri netverslun næst koma Bandaríkin og Bretland þar næst á eftir. Meðfylgjandi mynd sýnir umfang innlendrar og erlendrar netverslunar árið 2022 eftir tegundum verslunar. Upplýsingar RSV um innlenda netverslun koma úr gögnum RSV um greiðslukortaveltu innanlands. Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Upplýsingar um erlenda netverslun eru aðgengilegar á notendavef RSV (www.sarpur.rsv.is) auk allra upplýsinga um gagnasafnið og aðferðafræðina. Þar má einnig nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Netverslunarvísir RSV og tölfræði um erlenda netverslun er uppfærð mánaðarlega á notendavef RSV og er viðmiðunartími birtingarupplýsinga næstliðinn mánuður. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Skattar og tollar Neytendur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið skortur á upplýsingum um erlenda netverslun landsmanna en mikið hefur verið leitað til Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) eftir þeim upplýsingum. Undanfarið árið hefur RSV unnið að því, í samstarfi við tollsviði Skattsins, að greina pakkasendingar einstaklinga til landsins sem skilgreina má sem erlenda netverslun. Í kjölfarið kynnir rannsóknasetrið nú til leiks Netverslunarvísi RSV. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun eru fengnar mánaðarlega frá tollasviði Skattsins. Út frá þeim upplýsingum reiknar RSV vísitölu erlendrar netverslunar, Netverslunarvísi RSV, en hún sýnir breytingu á umfangi erlendrar netverslunar á milli mánaða eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Auk þess birtir RSV mánaðarlega upplýsingar um umfang erlendrar netverslunar eftir tegundum verslunar og viðskiptalöndum. Tilgangurinn er að meta umfang og fylgjast með þróun erlendrar netverslunar landsmanna. Upplýsingarnar eru mikilvægur þáttur í að greina neysluhegðun einstaklinga og geta þær gagnast verslunum og fyrirtækjum í landinu til að meta stöðu sína gangvart erlendu vöruframboði og samkeppni. Erlend netverslun með fatnað nam rúma 11,3 milljörðum kr. Þegar við rýnum í upplýsingar RSV um erlenda netverslun árið 2022 kemur m.a. í ljós að landsmenn pöntuðu fatnað frá erlendum netverslunum fyrir rúma 11,3 milljarða kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með fatnað nam tæpum 3,5 milljörðum kr. Þá pöntuðu landsmenn raf- og heimilistæki frá erlendum netverslunum fyrir rúman milljarð kr. í fyrra á meðan innlend netverslun með raf- og heimilistæki nam rúmlega 6 milljörðum kr. Upplýsingar RSV um erlenda netverslun segja okkur jafnframt að Kína er lang stærsta viðskiptaland landsmanna þegar kemur að erlendri netverslun næst koma Bandaríkin og Bretland þar næst á eftir. Meðfylgjandi mynd sýnir umfang innlendrar og erlendrar netverslunar árið 2022 eftir tegundum verslunar. Upplýsingar RSV um innlenda netverslun koma úr gögnum RSV um greiðslukortaveltu innanlands. Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Upplýsingar um erlenda netverslun eru aðgengilegar á notendavef RSV (www.sarpur.rsv.is) auk allra upplýsinga um gagnasafnið og aðferðafræðina. Þar má einnig nálgast allar helstu tölfræðiupplýsingar, kortaveltugögn, vísitölur, rannsóknir og greiningar er varða verslun og þjónustu í landinu. Netverslunarvísir RSV og tölfræði um erlenda netverslun er uppfærð mánaðarlega á notendavef RSV og er viðmiðunartími birtingarupplýsinga næstliðinn mánuður. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV).
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar