Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 14:30 Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. Í gær greindi Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um samskonar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið (SGS) fyrir áramót. Strax í kjölfar að tilkynnt var um miðlunartillöguna hafnaði Efling henni og sagði framkvæmdastjóri SA að hún væri vonbrigði. Hún gæti gefið hættulegt fordæmi til framtíðar. Þá sagði Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ, að ákvörðunin gæti haft alvarlegar afleiðingar. Alvarlegar athugasemdir gerðar Í morgun sendu þrjú stéttarfélög, Bandalag háskólamenntaðra (BHM), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), og Kennarasamband Íslands (KÍ), frá sér sameiginlega tilkynningu vegna ákvörðunarinnar. Þar voru gerðar alvarlegar athugasemdir. „Það er stórt og alvarlegt inngrip í vinnudeilu af hálfu ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu. Sérstaklega þegar horft er til þess að þátttaka í kosningu þarf að vera mjög mikil svo unnt sé að fella tillöguna. Lögum samkvæmt þarf 25% félagsfólks að synja miðlunartillögu. Þröskuldurinn er því mun hærri en þegar kosið er um kjarasamninga og verkfallsaðgerðir og getur komið upp sú staða að tillagan teldist samþykkt jafnvel þó meirihluti atkvæða félli gegn henni,“ segir í tilkynningunni. Verkfallsvopnið slegið af borði Þá segir að með því að leggja til miðlunartillögu áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir leiði óhjákvæmilega til þess að verkfallsvopnið sé slegið úr höndum stéttarfélaga. Með miðlunartillögunni sé ríkissáttasemjari ekki einungis að hafa áhrif á Eflingu heldur öll önnur stéttarfélög í landinu. „BHM, BSRB og KÍ gera þá sjálfsögðu kröfu að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga sé virtur. Aldrei má ganga út frá því að kjarasamningur eins stéttarfélags bindi hendur annarra stéttarfélaga eða vegi að sjálfstæði þeirra. Hlutleysi og lagalegar forsendur þurfa að vera hafnar yfir allan vafa þegar ríkissáttasemjari ákveður að hlutast til með beinum hætti í vinnudeilur,“ segir í tilkynningunni. Vilja að dómstólar skeri úr um lögmæti Í tilkynningu frá SGS segir að ákvörðun ríkissáttasemjara sé ótímabær. Mikilvægt sé að samningsaðilar fái ætíð tækifæri til að ganga frá kjarasamningi án svo alvarlegra inngripa. „Í ljósi umræðu um hvort ríkissáttasemjari hafi haft lagaheimild skv. 27. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur telur framkvæmdastjórn SGS brýnt að dómstólar skeri úr um lögmæti miðlunartillögunnar og málið hljóti flýtimeðferð, vegna alvarleika þess. Það er mat framkvæmdastjórnar að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þessi ákvörðun ríkissáttasemjara sé á rökum reist á þessum tímapunkti og í anda laganna,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir það vera prinsippmál að stéttarfélögin fái að fullreyna samningaaðferðir sínar en að hann gagnrýni ekki samninginn í sjálfu sér. Samningurinn er svipaður og SGS skrifaði undir í kjaraviðræðunum í byrjun desember. „Ég held að það sé alveg ljóst að þegar það liggur fyrir að Efling ætli ekki að afhenda kjörgögn eins og miðlunartillagan gerir ráð fyrir þá blasir það við að tímaáætlunin sem ríkissáttasemjari setti sér í málinu, hún mun ekki ganga upp. Þannig getur málið ekkert endað með öðrum hætti en það fari fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Í gær greindi Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um samskonar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið (SGS) fyrir áramót. Strax í kjölfar að tilkynnt var um miðlunartillöguna hafnaði Efling henni og sagði framkvæmdastjóri SA að hún væri vonbrigði. Hún gæti gefið hættulegt fordæmi til framtíðar. Þá sagði Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ, að ákvörðunin gæti haft alvarlegar afleiðingar. Alvarlegar athugasemdir gerðar Í morgun sendu þrjú stéttarfélög, Bandalag háskólamenntaðra (BHM), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), og Kennarasamband Íslands (KÍ), frá sér sameiginlega tilkynningu vegna ákvörðunarinnar. Þar voru gerðar alvarlegar athugasemdir. „Það er stórt og alvarlegt inngrip í vinnudeilu af hálfu ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu. Sérstaklega þegar horft er til þess að þátttaka í kosningu þarf að vera mjög mikil svo unnt sé að fella tillöguna. Lögum samkvæmt þarf 25% félagsfólks að synja miðlunartillögu. Þröskuldurinn er því mun hærri en þegar kosið er um kjarasamninga og verkfallsaðgerðir og getur komið upp sú staða að tillagan teldist samþykkt jafnvel þó meirihluti atkvæða félli gegn henni,“ segir í tilkynningunni. Verkfallsvopnið slegið af borði Þá segir að með því að leggja til miðlunartillögu áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir leiði óhjákvæmilega til þess að verkfallsvopnið sé slegið úr höndum stéttarfélaga. Með miðlunartillögunni sé ríkissáttasemjari ekki einungis að hafa áhrif á Eflingu heldur öll önnur stéttarfélög í landinu. „BHM, BSRB og KÍ gera þá sjálfsögðu kröfu að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga sé virtur. Aldrei má ganga út frá því að kjarasamningur eins stéttarfélags bindi hendur annarra stéttarfélaga eða vegi að sjálfstæði þeirra. Hlutleysi og lagalegar forsendur þurfa að vera hafnar yfir allan vafa þegar ríkissáttasemjari ákveður að hlutast til með beinum hætti í vinnudeilur,“ segir í tilkynningunni. Vilja að dómstólar skeri úr um lögmæti Í tilkynningu frá SGS segir að ákvörðun ríkissáttasemjara sé ótímabær. Mikilvægt sé að samningsaðilar fái ætíð tækifæri til að ganga frá kjarasamningi án svo alvarlegra inngripa. „Í ljósi umræðu um hvort ríkissáttasemjari hafi haft lagaheimild skv. 27. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur telur framkvæmdastjórn SGS brýnt að dómstólar skeri úr um lögmæti miðlunartillögunnar og málið hljóti flýtimeðferð, vegna alvarleika þess. Það er mat framkvæmdastjórnar að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þessi ákvörðun ríkissáttasemjara sé á rökum reist á þessum tímapunkti og í anda laganna,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir það vera prinsippmál að stéttarfélögin fái að fullreyna samningaaðferðir sínar en að hann gagnrýni ekki samninginn í sjálfu sér. Samningurinn er svipaður og SGS skrifaði undir í kjaraviðræðunum í byrjun desember. „Ég held að það sé alveg ljóst að þegar það liggur fyrir að Efling ætli ekki að afhenda kjörgögn eins og miðlunartillagan gerir ráð fyrir þá blasir það við að tímaáætlunin sem ríkissáttasemjari setti sér í málinu, hún mun ekki ganga upp. Þannig getur málið ekkert endað með öðrum hætti en það fari fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira