Bleiki liturinn settur í sviðsljósið með nýjum kerrum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 10:28 Bleiku kerrurnar eru minni en þær gulu. Þá þarf ekki að teygja sig jafn langt niður í hana. Vísir/Vilhelm Nokkrar Bónusverslanir hafa fengið bleikar innkaupakerrur sem viðskiptavinir geta nýtt sér þegar verslað er. Kerrurnar eru minni en þær gulu en markaðsstjórinn segir nýju kerrurnar vera það sem viðskiptavinir hafa verið að kalla eftir. Í átta verslunum Bónus hafa bleikar kerrur bæst við í innkaupakerruflóruna, sem fyrir samanstóð af gulum stálkerrum, gráleitum og gulum plastkerrum og gulum plastkörfum. Kerrurnar eru úr stáli líkt og þeir gulu en eru mun minni. Í samtali við fréttastofu segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, að þetta hafi lengi verið í skoðun hjá fyrirtækinu. Hann segir kerrurnar vera það sem viðskiptavinir verslana þeirra hafi verið að kalla eftir. „Þetta er öðruvísi týpa, þær eru aðeins minni en við höfum verið með. Viðskiptavinirnir hafa verið að kalla eftir minni kerrum. Svo er botninn í þessum aðeins hærri svo það er ekki eins langt að teygja sig niður í hana. Við gerðum könnun á Facebook um hvað kúnnar voru að fíla mest. Það var sláandi að sjá að það voru eiginlega allir að fíla þessar plastkerrur sem eru léttari og minni,“ segir Baldur. Í umræddri könnun Bónus tóku rúmlega 2.300 manns þátt, 1.500 manns völdu plastkerruna og 778 völdu gulu stálkerruna. Einungis 75 manns sögðust fíla gulu körfuna mest. Vandamálið með plastkerrurnar er þó að þær eru ekki jafn endingargóðar og stálkerrurnar. Því var fundinn millivegur, stálkerra í svipaðri stærð og plastkerrurnar. Þá vildu viðskiptavinir ekki fá aðra gula kerru heldur bleika, líkt og bónusgrísinn sjálfur. „Þá var sagt að nú væri tími bleika litarins. Fengum að sjá sýnishorn af bleiku kerrunni og hún leit svona glimrandi vel út. Við ákváðum að slá til og panta einn gám af þessum kerrum sem komu núna í janúar,“ segir Baldur. Gulu kerrurnar munu þó ekki kveðja enda oft á tíðum sem fólk þarf á stórri kerru að halda. Fólk er samt sem áður mjög ánægt með nýju kerrurnar. Viðskiptavinir keppast við að senda á fyrirtækið myndir af sér með kerrurnar. Bleiku kerrurnar eru nýjar í flóru verslana Bónus. Vísir/Vilhelm Baldur segir að með breytingunni sé klárlega verið að setja annan svip á búðina. Bleiki liturinn er alltaf að verða meira og meira áberandi og guli liturinn, sem hefur verið allsráðandi um árabil, fær að vera í aukahlutverki í smá tíma. „Í þeim búðum sem hafa fengið upplyftingu höfum við verið að bæta svarta litnum við. Kapparnir fyrir ofan kælana og verslunarstjóraskrifstofurnar, þeir eru orðnir svartir. Við erum að gera aðeins meira úr grísnum, stækka hann aðeins meira á ýmsum stöðum. Og nota bleika litinn meira í letur. Bleiki liturinn er að færa sig upp á skaftið hjá okkur, það er mjög ljóst,“ segir Baldur. Verslun Tímamót Neytendur Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Í átta verslunum Bónus hafa bleikar kerrur bæst við í innkaupakerruflóruna, sem fyrir samanstóð af gulum stálkerrum, gráleitum og gulum plastkerrum og gulum plastkörfum. Kerrurnar eru úr stáli líkt og þeir gulu en eru mun minni. Í samtali við fréttastofu segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, að þetta hafi lengi verið í skoðun hjá fyrirtækinu. Hann segir kerrurnar vera það sem viðskiptavinir verslana þeirra hafi verið að kalla eftir. „Þetta er öðruvísi týpa, þær eru aðeins minni en við höfum verið með. Viðskiptavinirnir hafa verið að kalla eftir minni kerrum. Svo er botninn í þessum aðeins hærri svo það er ekki eins langt að teygja sig niður í hana. Við gerðum könnun á Facebook um hvað kúnnar voru að fíla mest. Það var sláandi að sjá að það voru eiginlega allir að fíla þessar plastkerrur sem eru léttari og minni,“ segir Baldur. Í umræddri könnun Bónus tóku rúmlega 2.300 manns þátt, 1.500 manns völdu plastkerruna og 778 völdu gulu stálkerruna. Einungis 75 manns sögðust fíla gulu körfuna mest. Vandamálið með plastkerrurnar er þó að þær eru ekki jafn endingargóðar og stálkerrurnar. Því var fundinn millivegur, stálkerra í svipaðri stærð og plastkerrurnar. Þá vildu viðskiptavinir ekki fá aðra gula kerru heldur bleika, líkt og bónusgrísinn sjálfur. „Þá var sagt að nú væri tími bleika litarins. Fengum að sjá sýnishorn af bleiku kerrunni og hún leit svona glimrandi vel út. Við ákváðum að slá til og panta einn gám af þessum kerrum sem komu núna í janúar,“ segir Baldur. Gulu kerrurnar munu þó ekki kveðja enda oft á tíðum sem fólk þarf á stórri kerru að halda. Fólk er samt sem áður mjög ánægt með nýju kerrurnar. Viðskiptavinir keppast við að senda á fyrirtækið myndir af sér með kerrurnar. Bleiku kerrurnar eru nýjar í flóru verslana Bónus. Vísir/Vilhelm Baldur segir að með breytingunni sé klárlega verið að setja annan svip á búðina. Bleiki liturinn er alltaf að verða meira og meira áberandi og guli liturinn, sem hefur verið allsráðandi um árabil, fær að vera í aukahlutverki í smá tíma. „Í þeim búðum sem hafa fengið upplyftingu höfum við verið að bæta svarta litnum við. Kapparnir fyrir ofan kælana og verslunarstjóraskrifstofurnar, þeir eru orðnir svartir. Við erum að gera aðeins meira úr grísnum, stækka hann aðeins meira á ýmsum stöðum. Og nota bleika litinn meira í letur. Bleiki liturinn er að færa sig upp á skaftið hjá okkur, það er mjög ljóst,“ segir Baldur.
Verslun Tímamót Neytendur Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira