Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. janúar 2023 07:00 Hafa rafræn samskipti þín eða makans valdið einhvers konar vandamálum í sambandinu? Getty Íslenska kvikmyndin Villibráð hefur hlotið mikla athygli eftir að hún var frumsýnd þann 6. janúar og hefur verið vinsælasta myndin í bíóhúsum síðustu þrjár vikur. Inntakið, svik í samböndum sem komast upp í ansi djörfum samkvæmisleik vinahóps í vesturbæ Reykjavíkur, virðist ýta hressilega við áhorfendum þegar ævintýraleg atburðarásin byrjar taktískt að kitla allar taugarnar. Hlátur, stress, vændræðalegheit, sorg, spenna, sannleikur og svik. Taugatrekkjandi tilfinningakokteill sem virðist samt sem áður fullkomin pörun við átta rétta mislukkaðan matseðil kvöldsins. Án þess að rýna í söguþráð myndarinnar er óhætt að segja að rafræn samskipti og óvænt opinberun þeirra sé kjarninn og það sem fær líklega flesta áhorfendur til að hugsa, líta sér nær, já eða jafnvel fjær. Einkasamtöl, einkamál? Hvenær eru rafræn samskipti svik og hvenær eru þau einfaldlega bara sár eða óheppileg fyrir þann sem sér þau og á ekki að sjá þau? Ekki eru öll samtöl eða samskipti sem við eigum ætluð allra eyrum eða augum, án þess að þau séu á einhvern hátt svik eða feluleikur. Það telst eðlilegt að flestir vilji eiga sín einkasamtöl, sín einkamál. Geta rætt við trúnaðarvini um sambandið, fjármálin eða fjölskylduna og svo fram eftir götunum. Svo er það hin hlið peningsins. Samtölin og samskiptin sem eru hreinlega svik. Framhjáhald, feluleikir eða fals. Ástarsambönd geta verið æði ólík, af öllum toga og misjafnt hvað einstaklingum eða pörum finnst viðeigandi og hvað ekki. En hvar liggja mörkin þegar kemur að rafrænum samskiptum, spjalli eða hegðun á samfélagsmiðlum? Á meðan einhver pör eru nokkuð samstíga þegar kemur að þessum málum eru önnur sem eru það alls ekki. Í þeim samböndum geta samskipti eða hegðun á samfélagsmiðlum valdið mikilli spennu eða vandræðum í sambandinu, jafnvel sambandsslitum. Spurning vikunnar er að þessu sinni sprottin út frá þessum hugleiðingum og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnuninn er kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kvár svara hér: Þeir sem hafa áhuga á því að deila sinni upplifun/sögu tengdri rafrænum samskiptum í ástarsamböndum er bent á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið. Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Bakaríið Bylgjan Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Fleiri fréttir Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Sjá meira
Hlátur, stress, vændræðalegheit, sorg, spenna, sannleikur og svik. Taugatrekkjandi tilfinningakokteill sem virðist samt sem áður fullkomin pörun við átta rétta mislukkaðan matseðil kvöldsins. Án þess að rýna í söguþráð myndarinnar er óhætt að segja að rafræn samskipti og óvænt opinberun þeirra sé kjarninn og það sem fær líklega flesta áhorfendur til að hugsa, líta sér nær, já eða jafnvel fjær. Einkasamtöl, einkamál? Hvenær eru rafræn samskipti svik og hvenær eru þau einfaldlega bara sár eða óheppileg fyrir þann sem sér þau og á ekki að sjá þau? Ekki eru öll samtöl eða samskipti sem við eigum ætluð allra eyrum eða augum, án þess að þau séu á einhvern hátt svik eða feluleikur. Það telst eðlilegt að flestir vilji eiga sín einkasamtöl, sín einkamál. Geta rætt við trúnaðarvini um sambandið, fjármálin eða fjölskylduna og svo fram eftir götunum. Svo er það hin hlið peningsins. Samtölin og samskiptin sem eru hreinlega svik. Framhjáhald, feluleikir eða fals. Ástarsambönd geta verið æði ólík, af öllum toga og misjafnt hvað einstaklingum eða pörum finnst viðeigandi og hvað ekki. En hvar liggja mörkin þegar kemur að rafrænum samskiptum, spjalli eða hegðun á samfélagsmiðlum? Á meðan einhver pör eru nokkuð samstíga þegar kemur að þessum málum eru önnur sem eru það alls ekki. Í þeim samböndum geta samskipti eða hegðun á samfélagsmiðlum valdið mikilli spennu eða vandræðum í sambandinu, jafnvel sambandsslitum. Spurning vikunnar er að þessu sinni sprottin út frá þessum hugleiðingum og beint til allra þeirra sem eru í ástarsambandi. Könnuninn er kynjaskipt og fólk beðið að svara þeirri könnun sem á við. Finnst þér þú eiga rétt á að skoða rafræn samskipti maka? Konur svara hér: Karlar svara hér: Kvár svara hér: Þeir sem hafa áhuga á því að deila sinni upplifun/sögu tengdri rafrænum samskiptum í ástarsamböndum er bent á netfangið: makamal@syn.is. Fullum trúnaði heitið.
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Bakaríið Bylgjan Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Fleiri fréttir Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Sjá meira