Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2023 21:00 Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. „Síðastliðinn fimmtudag erum við að keyra undir brúna á Miklubrautinni þegar það kemur stór klakaklumpur og lendir ofan á bílnum hjá okkur. Stórskemmdir á bílnum og við í miklu sjokki. Við stoppum utan í vegkanti og sjáum að bíllinn er mikið ónýtur og þetta var mikið sjokk,“ segir Arnór Snær Arnarson. Þau hringdu samstundis í lögreglu og tilkynntu atvikið svo hún væri meðvituð um ástandið og hættuna. „Nei við meiddumst ekki en þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Halldóra Fanney Ágústsdóttir. Hvað haldiði að þetta hafi verið þungur biti? „Örugglega í kringum þrjátíu kíló. Þetta var mjög stór klaki,“ segir Arnór. Bíllinn er mikið skemmdur.arnar halldórsson Þau hafa engin svör fengið um orsök slyssins en halda að snjóruðningsbíll hafi verið að moka frá niðurföllum og ýtt klaka út á ystu nöf brúarinnar, enda átti atvikið sér stað daginn fyrir asahlákuna miklu þegar borgin stóð í ströngu. „Líklegast hefur einhver ruðningsbíll eða klaki runnið af vörubíl og beint niður á bílinn hjá okkur. Við heyrum svo í reykjavíkurborg og sendum tjónaskýrslu og fáum svör að þau geti ekkert gert því verktakar á þeirra vegum hafi ekki verið að keyra þarna samkvæmt þeim og við vitum ekkert meira.“ Risa klakaklumpur endaði á bílnum mínum af brúnni á Miklubraut, líklegast eftir að bíll hefur verið að ryðja klaka eða hrunið af vörubíl. Hefði endað ansi illa hefði klakinn endað á rúðunni eða á toppnum á bílnum. RVKborg getur samt ekkert gert🤡 pic.twitter.com/FHahaSbSQL— Arnór Snær (@Arnorsnaer99) January 23, 2023 Hvað segir tryggingafélagið? „Þau segjast ekkert getað gert og líklegt að krakkar hafi hent klökum niður en maður veit ekkert hvað hefur gerst.“ Nei og ekki öll börn sem valda þrjátíu kílóa klaka. Þau segjast ósátt með svör Reykjavíkurborgar en eins og staðan er núna þurfa þau að borga skemmdirnar úr eigin vasa. „Þetta er mjög leiðinlegt og mikið óhapp og maður hefði viljað fá þetta bætt. Þetta er ekkert okkur að kenna, maður er bara að keyra þarna. Þetta er ömurlegt.“ Veður Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Síðastliðinn fimmtudag erum við að keyra undir brúna á Miklubrautinni þegar það kemur stór klakaklumpur og lendir ofan á bílnum hjá okkur. Stórskemmdir á bílnum og við í miklu sjokki. Við stoppum utan í vegkanti og sjáum að bíllinn er mikið ónýtur og þetta var mikið sjokk,“ segir Arnór Snær Arnarson. Þau hringdu samstundis í lögreglu og tilkynntu atvikið svo hún væri meðvituð um ástandið og hættuna. „Nei við meiddumst ekki en þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Halldóra Fanney Ágústsdóttir. Hvað haldiði að þetta hafi verið þungur biti? „Örugglega í kringum þrjátíu kíló. Þetta var mjög stór klaki,“ segir Arnór. Bíllinn er mikið skemmdur.arnar halldórsson Þau hafa engin svör fengið um orsök slyssins en halda að snjóruðningsbíll hafi verið að moka frá niðurföllum og ýtt klaka út á ystu nöf brúarinnar, enda átti atvikið sér stað daginn fyrir asahlákuna miklu þegar borgin stóð í ströngu. „Líklegast hefur einhver ruðningsbíll eða klaki runnið af vörubíl og beint niður á bílinn hjá okkur. Við heyrum svo í reykjavíkurborg og sendum tjónaskýrslu og fáum svör að þau geti ekkert gert því verktakar á þeirra vegum hafi ekki verið að keyra þarna samkvæmt þeim og við vitum ekkert meira.“ Risa klakaklumpur endaði á bílnum mínum af brúnni á Miklubraut, líklegast eftir að bíll hefur verið að ryðja klaka eða hrunið af vörubíl. Hefði endað ansi illa hefði klakinn endað á rúðunni eða á toppnum á bílnum. RVKborg getur samt ekkert gert🤡 pic.twitter.com/FHahaSbSQL— Arnór Snær (@Arnorsnaer99) January 23, 2023 Hvað segir tryggingafélagið? „Þau segjast ekkert getað gert og líklegt að krakkar hafi hent klökum niður en maður veit ekkert hvað hefur gerst.“ Nei og ekki öll börn sem valda þrjátíu kílóa klaka. Þau segjast ósátt með svör Reykjavíkurborgar en eins og staðan er núna þurfa þau að borga skemmdirnar úr eigin vasa. „Þetta er mjög leiðinlegt og mikið óhapp og maður hefði viljað fá þetta bætt. Þetta er ekkert okkur að kenna, maður er bara að keyra þarna. Þetta er ömurlegt.“
Veður Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira