Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2023 21:00 Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. „Síðastliðinn fimmtudag erum við að keyra undir brúna á Miklubrautinni þegar það kemur stór klakaklumpur og lendir ofan á bílnum hjá okkur. Stórskemmdir á bílnum og við í miklu sjokki. Við stoppum utan í vegkanti og sjáum að bíllinn er mikið ónýtur og þetta var mikið sjokk,“ segir Arnór Snær Arnarson. Þau hringdu samstundis í lögreglu og tilkynntu atvikið svo hún væri meðvituð um ástandið og hættuna. „Nei við meiddumst ekki en þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Halldóra Fanney Ágústsdóttir. Hvað haldiði að þetta hafi verið þungur biti? „Örugglega í kringum þrjátíu kíló. Þetta var mjög stór klaki,“ segir Arnór. Bíllinn er mikið skemmdur.arnar halldórsson Þau hafa engin svör fengið um orsök slyssins en halda að snjóruðningsbíll hafi verið að moka frá niðurföllum og ýtt klaka út á ystu nöf brúarinnar, enda átti atvikið sér stað daginn fyrir asahlákuna miklu þegar borgin stóð í ströngu. „Líklegast hefur einhver ruðningsbíll eða klaki runnið af vörubíl og beint niður á bílinn hjá okkur. Við heyrum svo í reykjavíkurborg og sendum tjónaskýrslu og fáum svör að þau geti ekkert gert því verktakar á þeirra vegum hafi ekki verið að keyra þarna samkvæmt þeim og við vitum ekkert meira.“ Risa klakaklumpur endaði á bílnum mínum af brúnni á Miklubraut, líklegast eftir að bíll hefur verið að ryðja klaka eða hrunið af vörubíl. Hefði endað ansi illa hefði klakinn endað á rúðunni eða á toppnum á bílnum. RVKborg getur samt ekkert gert🤡 pic.twitter.com/FHahaSbSQL— Arnór Snær (@Arnorsnaer99) January 23, 2023 Hvað segir tryggingafélagið? „Þau segjast ekkert getað gert og líklegt að krakkar hafi hent klökum niður en maður veit ekkert hvað hefur gerst.“ Nei og ekki öll börn sem valda þrjátíu kílóa klaka. Þau segjast ósátt með svör Reykjavíkurborgar en eins og staðan er núna þurfa þau að borga skemmdirnar úr eigin vasa. „Þetta er mjög leiðinlegt og mikið óhapp og maður hefði viljað fá þetta bætt. Þetta er ekkert okkur að kenna, maður er bara að keyra þarna. Þetta er ömurlegt.“ Veður Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
„Síðastliðinn fimmtudag erum við að keyra undir brúna á Miklubrautinni þegar það kemur stór klakaklumpur og lendir ofan á bílnum hjá okkur. Stórskemmdir á bílnum og við í miklu sjokki. Við stoppum utan í vegkanti og sjáum að bíllinn er mikið ónýtur og þetta var mikið sjokk,“ segir Arnór Snær Arnarson. Þau hringdu samstundis í lögreglu og tilkynntu atvikið svo hún væri meðvituð um ástandið og hættuna. „Nei við meiddumst ekki en þetta hefði getað farið mun verr,“ sagði Halldóra Fanney Ágústsdóttir. Hvað haldiði að þetta hafi verið þungur biti? „Örugglega í kringum þrjátíu kíló. Þetta var mjög stór klaki,“ segir Arnór. Bíllinn er mikið skemmdur.arnar halldórsson Þau hafa engin svör fengið um orsök slyssins en halda að snjóruðningsbíll hafi verið að moka frá niðurföllum og ýtt klaka út á ystu nöf brúarinnar, enda átti atvikið sér stað daginn fyrir asahlákuna miklu þegar borgin stóð í ströngu. „Líklegast hefur einhver ruðningsbíll eða klaki runnið af vörubíl og beint niður á bílinn hjá okkur. Við heyrum svo í reykjavíkurborg og sendum tjónaskýrslu og fáum svör að þau geti ekkert gert því verktakar á þeirra vegum hafi ekki verið að keyra þarna samkvæmt þeim og við vitum ekkert meira.“ Risa klakaklumpur endaði á bílnum mínum af brúnni á Miklubraut, líklegast eftir að bíll hefur verið að ryðja klaka eða hrunið af vörubíl. Hefði endað ansi illa hefði klakinn endað á rúðunni eða á toppnum á bílnum. RVKborg getur samt ekkert gert🤡 pic.twitter.com/FHahaSbSQL— Arnór Snær (@Arnorsnaer99) January 23, 2023 Hvað segir tryggingafélagið? „Þau segjast ekkert getað gert og líklegt að krakkar hafi hent klökum niður en maður veit ekkert hvað hefur gerst.“ Nei og ekki öll börn sem valda þrjátíu kílóa klaka. Þau segjast ósátt með svör Reykjavíkurborgar en eins og staðan er núna þurfa þau að borga skemmdirnar úr eigin vasa. „Þetta er mjög leiðinlegt og mikið óhapp og maður hefði viljað fá þetta bætt. Þetta er ekkert okkur að kenna, maður er bara að keyra þarna. Þetta er ömurlegt.“
Veður Reykjavík Slysavarnir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira