Réðst á og kýldi starfsmann 66°Norður Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2023 16:11 Árásin átti sér stað í verslun 66°Norður í Miðhrauni í Garðabæ. 66°Norður Ráðist var á starfsmann verslunar 66°Norður í Miðhrauni fyrir viku síðan. Árásarmaðurinn hafði reynt að ræna úr versluninni. Forstjórinn segir starfsmenn hafa gert allt rétt miðað við aðstæður og þakkar lögreglunni fyrir fagleg vinnubrögð. Það var að morgni þriðjudagsins 17. janúar sem ræninginn sótti verslunina heim. Starfsmaður verslunarinnar varð var við að hann ætlaði að stela vörum úr búðinni og stöðvaði hann. Skipti þá engum toga heldur réðst ræninginn á starfsmanninn með hnefana á lofti. Með áverka eftir árásina Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir starfsmanninn ekki vera mikið slasaðan en hann sé með áverka. Árásin átti sér stað inni í versluninni. „Það er mjög sjaldgæft að það sé veist að starfsfólki en það er gerð tilraun til þjófnaðar því miður allt of oft. Það er í fæstum tilfellum sem það eru einhverjar líkamlegar árásir. Sem betur fer er það ekki algengt,“ segir Helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem um ræðir kýldur af ræningjanum en samstarfsmenn brugðust hárrétt við að mati Helga, aðstoðuðu starfsmanninn og hringdu á lögreglu. Hann segir starfsmenn ekki eiga að leggja sig í hættu til að stöðva þjófa. „Þeir eiga ekki að leggja líf sitt og limi í hættu. Það er alveg deginum ljósara. Þeir starfsmenn sem voru á vakt þarna brugðust mjög faglega við og gerðu allt rétt. Höfðu samband við lögreglu, lögreglan kom fljótt og brást við einstaklega faglega. Ég verð að hrósa lögreglunni í Hafnarfirði. Það er okkar reynsla af þeim að þeir eru með mjög fagleg vinnubrögð, bara lögreglan yfirhöfuð,“ segir Helgi. Ræninginn verður kærður Fyrirtækið mun kæra ræningjann sem og starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni. Þá verður starfsmanninum boðin áfallahjálp á kostnað fyrirtækisins. „Það eru ákveðnir ferlar sem fara í gang ef eitthvað svona á sér stað. Við tökum þessu mjög alvarlega og lítum á að okkar hlutverk sé að vernda starfsfólkið okkar í hvívetna,“ segir Helgi. Lögreglumál Garðabær Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Það var að morgni þriðjudagsins 17. janúar sem ræninginn sótti verslunina heim. Starfsmaður verslunarinnar varð var við að hann ætlaði að stela vörum úr búðinni og stöðvaði hann. Skipti þá engum toga heldur réðst ræninginn á starfsmanninn með hnefana á lofti. Með áverka eftir árásina Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir starfsmanninn ekki vera mikið slasaðan en hann sé með áverka. Árásin átti sér stað inni í versluninni. „Það er mjög sjaldgæft að það sé veist að starfsfólki en það er gerð tilraun til þjófnaðar því miður allt of oft. Það er í fæstum tilfellum sem það eru einhverjar líkamlegar árásir. Sem betur fer er það ekki algengt,“ segir Helgi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem um ræðir kýldur af ræningjanum en samstarfsmenn brugðust hárrétt við að mati Helga, aðstoðuðu starfsmanninn og hringdu á lögreglu. Hann segir starfsmenn ekki eiga að leggja sig í hættu til að stöðva þjófa. „Þeir eiga ekki að leggja líf sitt og limi í hættu. Það er alveg deginum ljósara. Þeir starfsmenn sem voru á vakt þarna brugðust mjög faglega við og gerðu allt rétt. Höfðu samband við lögreglu, lögreglan kom fljótt og brást við einstaklega faglega. Ég verð að hrósa lögreglunni í Hafnarfirði. Það er okkar reynsla af þeim að þeir eru með mjög fagleg vinnubrögð, bara lögreglan yfirhöfuð,“ segir Helgi. Ræninginn verður kærður Fyrirtækið mun kæra ræningjann sem og starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni. Þá verður starfsmanninum boðin áfallahjálp á kostnað fyrirtækisins. „Það eru ákveðnir ferlar sem fara í gang ef eitthvað svona á sér stað. Við tökum þessu mjög alvarlega og lítum á að okkar hlutverk sé að vernda starfsfólkið okkar í hvívetna,“ segir Helgi.
Lögreglumál Garðabær Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira