Kvennalið Bayern auglýsir afrek karlanna á búningunum og Valur er í sömu stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 08:31 Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir sést hér i búningi Bayern München og þarna má sjá stjörnurnar fimm. Getty/Christian Hofer Stjörnur á búningum kvennaliða eru til umræðu í Noregi eftir að eitt stærsta félag Noregs, Rosenborg, ákvað að breyta búningum sínum. Hingað til höfðu stjörnur á búningi norska félagsins táknað afrek karlaliðs félagsins sem er eitt það sigursælasta í sögu norska fótboltans. Karlalið Rosenborg hefur unnið norska titilinn 26 sinnum og er því með tvær stjörnur á búningi sínum en Norðmenn gefa eina stjörnu fyrir hverja tíu titla. Meiner den norske spelaren sin drakt er diskriminerandehttps://t.co/w6NWbVc9QT— NRK Sport (@NRK_Sport) January 23, 2023 Kvennalið Rosenborg hefur unnið sjö titla og ætti því ekki að vera með neina stjörnu á sínum búningi. Vegna þessa misræmis þá ákvað Rosenborg að hætta með allar stjörnur á búningi sínum. Norðmenn eiga leikmann hjá Bayern München eins og við Íslendingar og hafa því áhuga á búningi kvennaliðs Bæjara. Hjá Bayern spila íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Kvennalið Bayern spilar með fimm stjörnur á búningi sínum þökk sé 32 Þýskalandsmeistaratitla karlaliðsins. Kvennaliðið hefur unnið fóra Þýskalandsmeistaratitla og mætti því samkvæmt þýskum lögum að vera með eina stjörnu. Í Þýskalandi þá fá liðin eina stjörnu eftir þrjá titla, tvær stjörnur eftir fimm titla, þrjár stjörnur eftir tíu tutla, fjórar stjörnur eftir tuttugu titla og fimm stjörnur eftir þrjátíu titla. Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals og sést hér í búningnum með fjórar stjörnur til marks um árangur karlaliðs félagsins.Vísir/Diego Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir þetta dæmi um kynjamismunun að konurnar í Bayern München þurfi að vera afrek karlanna á búningi sínum en ekki sína eigin afrek. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir Þýskaland því íslensku félögin spila einnig með stjörnur á búningum sínum. Íslandsmeistarar kvenna hjá Val spila þannig með fimm stjörnur á sínum búningi sem tákna 23 Íslandsmeistaratitla karlaliðsins. Konurnar urðu Íslandsmeistarar í þrettánda sinn í sumar og ættu því bara að vera með tvær stjörnur á búningi sínum samkvæmt íslensku reglunum sem eru ein stjarna fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla. Kvennalið Breiðabliks er aftur á móti með þetta á hreinu því þær spila með þrjár stjörnur á búningi sínum sem tákna átján Íslandsmeistaratitla kvennaliðsins en karlalið Breiðablik varð bara Íslandsmeistari í annað skiptið síðasta sumar. Karlalið Breiðabliks er ekki með neina stjörnu á sínum búningi. Besta deild kvenna Þýski boltinn Valur Breiðablik Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Hingað til höfðu stjörnur á búningi norska félagsins táknað afrek karlaliðs félagsins sem er eitt það sigursælasta í sögu norska fótboltans. Karlalið Rosenborg hefur unnið norska titilinn 26 sinnum og er því með tvær stjörnur á búningi sínum en Norðmenn gefa eina stjörnu fyrir hverja tíu titla. Meiner den norske spelaren sin drakt er diskriminerandehttps://t.co/w6NWbVc9QT— NRK Sport (@NRK_Sport) January 23, 2023 Kvennalið Rosenborg hefur unnið sjö titla og ætti því ekki að vera með neina stjörnu á sínum búningi. Vegna þessa misræmis þá ákvað Rosenborg að hætta með allar stjörnur á búningi sínum. Norðmenn eiga leikmann hjá Bayern München eins og við Íslendingar og hafa því áhuga á búningi kvennaliðs Bæjara. Hjá Bayern spila íslensku landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir. Kvennalið Bayern spilar með fimm stjörnur á búningi sínum þökk sé 32 Þýskalandsmeistaratitla karlaliðsins. Kvennaliðið hefur unnið fóra Þýskalandsmeistaratitla og mætti því samkvæmt þýskum lögum að vera með eina stjörnu. Í Þýskalandi þá fá liðin eina stjörnu eftir þrjá titla, tvær stjörnur eftir fimm titla, þrjár stjörnur eftir tíu tutla, fjórar stjörnur eftir tuttugu titla og fimm stjörnur eftir þrjátíu titla. Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Vals og sést hér í búningnum með fjórar stjörnur til marks um árangur karlaliðs félagsins.Vísir/Diego Norska ríkisútvarpið fjallar um málið og segir þetta dæmi um kynjamismunun að konurnar í Bayern München þurfi að vera afrek karlanna á búningi sínum en ekki sína eigin afrek. Þetta er ekkert einsdæmi fyrir Þýskaland því íslensku félögin spila einnig með stjörnur á búningum sínum. Íslandsmeistarar kvenna hjá Val spila þannig með fimm stjörnur á sínum búningi sem tákna 23 Íslandsmeistaratitla karlaliðsins. Konurnar urðu Íslandsmeistarar í þrettánda sinn í sumar og ættu því bara að vera með tvær stjörnur á búningi sínum samkvæmt íslensku reglunum sem eru ein stjarna fyrir hverja fimm Íslandsmeistaratitla. Kvennalið Breiðabliks er aftur á móti með þetta á hreinu því þær spila með þrjár stjörnur á búningi sínum sem tákna átján Íslandsmeistaratitla kvennaliðsins en karlalið Breiðablik varð bara Íslandsmeistari í annað skiptið síðasta sumar. Karlalið Breiðabliks er ekki með neina stjörnu á sínum búningi.
Besta deild kvenna Þýski boltinn Valur Breiðablik Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira