Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2023 12:08 Margir þurftu að bíða á Keflavíkurflugvelli í gær vegna óveðursins sem þar geysaði. Vísir/Steingrímur Dúi Óveðrið og óvenju mikil hálka á Keflavíkurflugvelli í gær réði því að flugvél Icelandair losnaði af festingum og rakst í landgang á vellinum að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Flugfarþegar hafi lengst þurft að bíða í tíu tíma í vélunum í gær vegna veðursins. Ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið á laugardagskvöld en á sunnudagsmorgninum breyttist hún í appelsínugula viðvörun. Allt flug var fellt niður en á þeim tíma voru átta flugvélar frá Bandaríkjunum lentar á Keflavíkurflugvelli. Átta hundruð farþegar í sex vélum þurftu svo að bíða í allt að tíu tíma í vélunum á vellinum í gær vegna veðursins. Jens Bjarnason framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. „Það eina sem liggur alveg fyrir er að þessar aðstæður, veðurhæðin, þessi langi tími sem hvassviðrið varði og þessi mikla hálka á vellinum, þetta var allt mun verra heldur en ástæða var til að ætla miðað við þau gögn sem lágu fyrir og þær spár sem við höfðum,“ segir Jens. Jens segir afar sjaldgæft að slíkt komi upp. „Þetta getur komið fyrir, en svona mikill vindur samfara þessari miklu hálku á yfirborðinu á akstursbrautum eru sem betur fer mjög sjaldgæfar aðstæður. Í fyrsta lagi erfitt fyrir tæki að athafna sig við þessar aðstæður, því þó þú komir sandi eða hálkueyðandi efni á brautina þá fýkur þetta í burtu um leið í svona veðri,“ segir hann. Flugvél Icelandair losnaði af festingum í veðurofsanum í gær og rakst í landgang. „Það er tjón á vélinni, það er ekki alvarlegt en hún verður úr rekstri í nokkra daga meðan gert er við annan vænginn sem rakst í landganginn. Auðvitað eru allir slegnir yfir því að svona gerist. Í þessu tilviki var búið að setja klossa fyrir og ganga frá vélinni eins og allar reglur og okkar verklag kallar á sem sýnir hversu ótrúlegar þessar aðstæður voru. Vélar hafa áður losnað á vellinum Jens segir þó að þetta hafi gerst áður. „Þetta hefur komið fyrir áður sem betur fer ekki oft,“ segir hann. Aðspurður um hvort það þurfi að endurskoða festingar á vélunum svarar Jens. „Það er bara eins og eftir svona krísu við förum yfir málin með vellinum og aðra aðila sem að þessu koma,“ segir Jens. Fram kom í samtali við flugfarþega í gær að hurð hefði fokið af bíl sem var á leið að flugvél. Jens segir það mál hafi ekki komið á sitt borð telur að bíllinn hafi ekki tilheyrt félaginu. Icelandair Veður Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið á laugardagskvöld en á sunnudagsmorgninum breyttist hún í appelsínugula viðvörun. Allt flug var fellt niður en á þeim tíma voru átta flugvélar frá Bandaríkjunum lentar á Keflavíkurflugvelli. Átta hundruð farþegar í sex vélum þurftu svo að bíða í allt að tíu tíma í vélunum á vellinum í gær vegna veðursins. Jens Bjarnason framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. „Það eina sem liggur alveg fyrir er að þessar aðstæður, veðurhæðin, þessi langi tími sem hvassviðrið varði og þessi mikla hálka á vellinum, þetta var allt mun verra heldur en ástæða var til að ætla miðað við þau gögn sem lágu fyrir og þær spár sem við höfðum,“ segir Jens. Jens segir afar sjaldgæft að slíkt komi upp. „Þetta getur komið fyrir, en svona mikill vindur samfara þessari miklu hálku á yfirborðinu á akstursbrautum eru sem betur fer mjög sjaldgæfar aðstæður. Í fyrsta lagi erfitt fyrir tæki að athafna sig við þessar aðstæður, því þó þú komir sandi eða hálkueyðandi efni á brautina þá fýkur þetta í burtu um leið í svona veðri,“ segir hann. Flugvél Icelandair losnaði af festingum í veðurofsanum í gær og rakst í landgang. „Það er tjón á vélinni, það er ekki alvarlegt en hún verður úr rekstri í nokkra daga meðan gert er við annan vænginn sem rakst í landganginn. Auðvitað eru allir slegnir yfir því að svona gerist. Í þessu tilviki var búið að setja klossa fyrir og ganga frá vélinni eins og allar reglur og okkar verklag kallar á sem sýnir hversu ótrúlegar þessar aðstæður voru. Vélar hafa áður losnað á vellinum Jens segir þó að þetta hafi gerst áður. „Þetta hefur komið fyrir áður sem betur fer ekki oft,“ segir hann. Aðspurður um hvort það þurfi að endurskoða festingar á vélunum svarar Jens. „Það er bara eins og eftir svona krísu við förum yfir málin með vellinum og aðra aðila sem að þessu koma,“ segir Jens. Fram kom í samtali við flugfarþega í gær að hurð hefði fokið af bíl sem var á leið að flugvél. Jens segir það mál hafi ekki komið á sitt borð telur að bíllinn hafi ekki tilheyrt félaginu.
Icelandair Veður Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira