Sitja föst eftir skíðaferð en láta það ekki spilla gleðinni Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. janúar 2023 23:55 Hér má sjá hluta hópsins sem skemmtir sér greinilega vel. Aðsent Hópur fjörutíu laganema frá Háskóla Íslands hefur ekki komist frá Sauðárkróki eftir skíðaferð í dag vegna veðurs og færðar. Þau halda nú til í skíðaskála í Tindastóli og segja vel hugsað um sig en hópurinn telur sig geta komist heim á morgun. Í samtali við fréttastofu segir Katla Ýr Sebastiansdóttir, formaður Orators, félags laganema við Háskóla Íslands að þrátt fyrir allt sé hópurinn í góðum gír. „Það er bara mjög góð stemming, nóg af mat og nóg af bjór, þannig allir eru sáttir,“ segir Katla. Til stóð að fara heim á hádegi í dag en hópurinn lagði leið sína norður í skíðaferð á föstudag. Hér má sjá skíðaskálann. Aðsent Katla segir stjórn nemendafélagsins hafa tekið þá ákvörðun að þau skildu vera á svæðinu í eina nótt í viðbót en ekki sé fært frá Sauðárkróki. „Spáin er svolítið þannig að við ætlum að leggja af stað snemma í fyrramálið þannig fólk eigi daginn heima á morgun. Vegurinn verður mokaður,“ segir Katla. Aðspurð hvort hópurinn hafi gert eitthvað sérstakt til þess að nýta tímann segir hún hópinn að miklu leyti hafa lagt frá sér símana og notað tækifærið til þess að tengjast sterkari vinaböndum. Þá segir hún hópinn hafa fengið frábæra þjónustu frá starfsfólki svæðisins. „Við erum bara öll ótrúlega sátt og viljum þakka Sigga skíðaverði fyrir, hann er búinn að standa sig eins og hetja að ná í pizzur fyrir okkur og halda öllum glöðum,“ segir Katla. Hún segir vel hafa verið hugsað um hópinn, ekki hafi allir verið sáttir við að vera fastir fyrst um sinn en það hafi svo sannarlega ræst úr deginum. Hópurinn skemmti sér vel um helgina.Aðsent Skíðasvæði Skagafjörður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Katla Ýr Sebastiansdóttir, formaður Orators, félags laganema við Háskóla Íslands að þrátt fyrir allt sé hópurinn í góðum gír. „Það er bara mjög góð stemming, nóg af mat og nóg af bjór, þannig allir eru sáttir,“ segir Katla. Til stóð að fara heim á hádegi í dag en hópurinn lagði leið sína norður í skíðaferð á föstudag. Hér má sjá skíðaskálann. Aðsent Katla segir stjórn nemendafélagsins hafa tekið þá ákvörðun að þau skildu vera á svæðinu í eina nótt í viðbót en ekki sé fært frá Sauðárkróki. „Spáin er svolítið þannig að við ætlum að leggja af stað snemma í fyrramálið þannig fólk eigi daginn heima á morgun. Vegurinn verður mokaður,“ segir Katla. Aðspurð hvort hópurinn hafi gert eitthvað sérstakt til þess að nýta tímann segir hún hópinn að miklu leyti hafa lagt frá sér símana og notað tækifærið til þess að tengjast sterkari vinaböndum. Þá segir hún hópinn hafa fengið frábæra þjónustu frá starfsfólki svæðisins. „Við erum bara öll ótrúlega sátt og viljum þakka Sigga skíðaverði fyrir, hann er búinn að standa sig eins og hetja að ná í pizzur fyrir okkur og halda öllum glöðum,“ segir Katla. Hún segir vel hafa verið hugsað um hópinn, ekki hafi allir verið sáttir við að vera fastir fyrst um sinn en það hafi svo sannarlega ræst úr deginum. Hópurinn skemmti sér vel um helgina.Aðsent
Skíðasvæði Skagafjörður Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira