Endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna Alma Björk Ástþórsdóttir og Þorvar Hafsteinsson skrifa 19. janúar 2023 19:01 Virkni foreldra og foreldrastarf í skólum landsins hefur átt undir högg að sækja um allt land. Þessi bagalega þróun er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll sem látum okkur skólastarf og vellíðan skólabarna varða. Við foreldrar leikum lykilhlutverk í farsæld barna og verðum að láta okkur málið varða og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að börnum landsins farnist sem best. Þessa óheilla þróun má að miklu leiti rekja til heimsfaraldursins og þeirra áhrifa sem einangrun og samkomutakmarkanir skilja eftir sig. Áhrifin má greina víða, en erfið staða foreldrafélaga og lítil virkni foreldra er nokkuð sem við getum snúið til betri vegar. Við foreldrar viljum að starfsumhverfi barnanna okkar og þeirra sem að starfi barnanna okkar koma sé með besta móti öllum stundum. Þar leikum við foreldrar lykilhlutverk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ef sú menning nær að skjóta rótum að hver og einn hugsi bara um sig, en samvinna og samhugur láti undan víkja. Öll börn þurfa aðhald, ramma og jákvæðan stuðning frá sínu nærumhverfi, frá foreldrum, skóla, vinum og öðrum sem að koma. Farsæld barna er samvinnuverkefni og foreldrar standa þar í brúnni sem lykilaðili í góðu samstarfi fjölmarga aðila, sem láta sig málið varða. Það þarf þorp til að ala upp barn, þannig ættum við að hugsa og með það hugafar eigum við að mæta áskorununum. Víðsvegar má greina gjá í samskiptum og samvinnu milli foreldra og skóla og á það við um öll skólastig en birtist hvað sterkast á grunnskólastigi. Engum einum er hér um að kenna, en öll verðum við að leggjast á eitt til að færa þessi mál til betri vegar. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarna mánuði farið víða um land og átt gott samtal við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Í því samtali voru flestir á því að foreldrastarf stendur meira og minna á brauðfótum, en það jákvæða er – að allir eru tilbúnir leggja sitt af mörkum til að endurreisa foreldrastarfið og í sameiningu stuðla að bættum skólabrag. Samkvæmt rannsóknum þá hefur virkni foreldra jákvæð áhrif á skólabrag, líðan barna, geðrækt, árangur og ekki síður hefur góð samvinna foreldra og skóla jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Jákvætt samstarf heimila og skóla leiðir af sér heilbrigðara samfélag, eflir farsæld allra í umhverfi barns. Foreldrar eru tengiliður barns við skólann á öllum skólastigum , leik- grunn- og framhaldsskólastigs. Virkir foreldrar, betra samfélag. Allt byrjar þetta og endar heima hjá okkur. Heimili og skóli – landssamtök foreldra gekk frá á dögunum sérstökum viðauka við fyrri samning við mennta- og barnamálaráðuneytið er varðar endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meginmarkmið þessa viðauka er að: a. Stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs um allt land á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verkfæri til vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla, aðra foreldra og sveitarfélögin. b. Fjármagna fræðslu- og samráðsverkefni í víðtæku samstarfi helstu hagaðila. c. Stuðla að virku og víðtæku samtali við foreldra þar sem áhersla verður lögð á að mæta öllum foreldrum óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samhliða því verður leitað leiða til að styðja sérstaklega við foreldra af erlendum uppruna, foreldra barna með annað móðurmál en íslensku og foreldra barna í viðkvæmri stöðu. d. Styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. e. Efla til mikilla muna símaráðgjöf Heimili og skóla til foreldra með lengri opnun sem og að gera hana sýnilegri fyrir foreldra. Við hjá Heimili og skóla erum virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við munum sinna þessu verkefni af krafti og með þá trú að sameiginlega getum við látið gott af okkur leiða hvort sem við erum foreldrar, starfsfólk skóla eða aðrir sem koma að farsæld barna, virkir foreldrar og öflugt foreldrastarf er lykillinn. Nánari fréttir af starfi og þjónustu Heimilis og skóla má finna á heimasíðu okkar, fréttaveitunni okkar og á hlaðvarpi Heimilis og skóla “Heimili og skóli og Saft”. Höfundar greinar eru: Þorvar Hafsteinsson formaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Alma Björk Ástþórsdóttir varaformaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Virkni foreldra og foreldrastarf í skólum landsins hefur átt undir högg að sækja um allt land. Þessi bagalega þróun er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll sem látum okkur skólastarf og vellíðan skólabarna varða. Við foreldrar leikum lykilhlutverk í farsæld barna og verðum að láta okkur málið varða og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að börnum landsins farnist sem best. Þessa óheilla þróun má að miklu leiti rekja til heimsfaraldursins og þeirra áhrifa sem einangrun og samkomutakmarkanir skilja eftir sig. Áhrifin má greina víða, en erfið staða foreldrafélaga og lítil virkni foreldra er nokkuð sem við getum snúið til betri vegar. Við foreldrar viljum að starfsumhverfi barnanna okkar og þeirra sem að starfi barnanna okkar koma sé með besta móti öllum stundum. Þar leikum við foreldrar lykilhlutverk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ef sú menning nær að skjóta rótum að hver og einn hugsi bara um sig, en samvinna og samhugur láti undan víkja. Öll börn þurfa aðhald, ramma og jákvæðan stuðning frá sínu nærumhverfi, frá foreldrum, skóla, vinum og öðrum sem að koma. Farsæld barna er samvinnuverkefni og foreldrar standa þar í brúnni sem lykilaðili í góðu samstarfi fjölmarga aðila, sem láta sig málið varða. Það þarf þorp til að ala upp barn, þannig ættum við að hugsa og með það hugafar eigum við að mæta áskorununum. Víðsvegar má greina gjá í samskiptum og samvinnu milli foreldra og skóla og á það við um öll skólastig en birtist hvað sterkast á grunnskólastigi. Engum einum er hér um að kenna, en öll verðum við að leggjast á eitt til að færa þessi mál til betri vegar. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarna mánuði farið víða um land og átt gott samtal við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Í því samtali voru flestir á því að foreldrastarf stendur meira og minna á brauðfótum, en það jákvæða er – að allir eru tilbúnir leggja sitt af mörkum til að endurreisa foreldrastarfið og í sameiningu stuðla að bættum skólabrag. Samkvæmt rannsóknum þá hefur virkni foreldra jákvæð áhrif á skólabrag, líðan barna, geðrækt, árangur og ekki síður hefur góð samvinna foreldra og skóla jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Jákvætt samstarf heimila og skóla leiðir af sér heilbrigðara samfélag, eflir farsæld allra í umhverfi barns. Foreldrar eru tengiliður barns við skólann á öllum skólastigum , leik- grunn- og framhaldsskólastigs. Virkir foreldrar, betra samfélag. Allt byrjar þetta og endar heima hjá okkur. Heimili og skóli – landssamtök foreldra gekk frá á dögunum sérstökum viðauka við fyrri samning við mennta- og barnamálaráðuneytið er varðar endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meginmarkmið þessa viðauka er að: a. Stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs um allt land á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verkfæri til vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla, aðra foreldra og sveitarfélögin. b. Fjármagna fræðslu- og samráðsverkefni í víðtæku samstarfi helstu hagaðila. c. Stuðla að virku og víðtæku samtali við foreldra þar sem áhersla verður lögð á að mæta öllum foreldrum óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samhliða því verður leitað leiða til að styðja sérstaklega við foreldra af erlendum uppruna, foreldra barna með annað móðurmál en íslensku og foreldra barna í viðkvæmri stöðu. d. Styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. e. Efla til mikilla muna símaráðgjöf Heimili og skóla til foreldra með lengri opnun sem og að gera hana sýnilegri fyrir foreldra. Við hjá Heimili og skóla erum virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við munum sinna þessu verkefni af krafti og með þá trú að sameiginlega getum við látið gott af okkur leiða hvort sem við erum foreldrar, starfsfólk skóla eða aðrir sem koma að farsæld barna, virkir foreldrar og öflugt foreldrastarf er lykillinn. Nánari fréttir af starfi og þjónustu Heimilis og skóla má finna á heimasíðu okkar, fréttaveitunni okkar og á hlaðvarpi Heimilis og skóla “Heimili og skóli og Saft”. Höfundar greinar eru: Þorvar Hafsteinsson formaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Alma Björk Ástþórsdóttir varaformaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun