Sundlaugunum í Reykjavík lokað á morgun vegna skerðingar á heitu vatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2023 15:05 Fastagestir í Vesturbæjarlaug í Reykjavík verða að baða sig annars staðar á morgun. Vísir/Vilhelm Veitur munu á morgun skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem hefur tekið ákvörðun vegna þessa um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag. „Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frost í höfuðborginni hefur verið í kringum ellefu stig í dag og verður áfram kalt framan af degi á morgun. Veðurspáin gerir þó ráð fyrir að hitinn rjúki upp á föstudaginn og verði allt að átta gráður. Laugardalslaug verður lokuð á morgun.Vísir/Vilhelm „Við erum með opið til 22 í kvöld og eftir það byrjum við að kæla niður laugarnar þannig þær munu ekki opna í fyrramálið klukkan hálf sjö og við verðum með lokað að minnsta kosti allan morgundaginn. Staðan verður tekin síðar á morgun en að öllum líkindum, alla vega fram að hádegi (föstudag), verðum við með laugarnar lokaðar,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Við þurftum að loka þarna í desember, lokuðum í um tvo sólarhringa frá hádegi á mánudegi nítjánda desember og fram til hádegis á miðvikudegi. Svo hefur þetta verið yfirvofandi að það gæti komið til lokunar. Við vorum með þetta til skoðunar og vorum á vaktinni síðastliðna helgi en þá kom það ekki til. En núna verður lokað á morgun og stendur vonandi stutt yfir því það er náttúrulega að koma heitara loft yfir okkur.“ Hann segir að tíma geti tekið að hita aftur upp stórar laugar. „Tilmælin frá Veitum eru til stórnotenda og við erum mjög stór notandi á heitu vatni þannig við bregðumst við og tökum þátt í því svo að hægt sé að nota vatnið til húshitunar.“ Sundlaugar Reykjavík Veður Orkumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg sem hefur tekið ákvörðun vegna þessa um að loka sundlaugunum í Reykjavík og baðaðstöðunni við Ylströndina í Nauthólsvík á morgun. Opnunartími verður hins vegar óbreyttur í dag. „Að sögn Veitna verður staðan metin aftur í fyrramálið og þá tekin ákvörðun um framhaldið. Búist er við að dragi úr frosti og þar með álagi á hitaveitukerfið á föstudag,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Frost í höfuðborginni hefur verið í kringum ellefu stig í dag og verður áfram kalt framan af degi á morgun. Veðurspáin gerir þó ráð fyrir að hitinn rjúki upp á föstudaginn og verði allt að átta gráður. Laugardalslaug verður lokuð á morgun.Vísir/Vilhelm „Við erum með opið til 22 í kvöld og eftir það byrjum við að kæla niður laugarnar þannig þær munu ekki opna í fyrramálið klukkan hálf sjö og við verðum með lokað að minnsta kosti allan morgundaginn. Staðan verður tekin síðar á morgun en að öllum líkindum, alla vega fram að hádegi (föstudag), verðum við með laugarnar lokaðar,“ segir Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. „Við þurftum að loka þarna í desember, lokuðum í um tvo sólarhringa frá hádegi á mánudegi nítjánda desember og fram til hádegis á miðvikudegi. Svo hefur þetta verið yfirvofandi að það gæti komið til lokunar. Við vorum með þetta til skoðunar og vorum á vaktinni síðastliðna helgi en þá kom það ekki til. En núna verður lokað á morgun og stendur vonandi stutt yfir því það er náttúrulega að koma heitara loft yfir okkur.“ Hann segir að tíma geti tekið að hita aftur upp stórar laugar. „Tilmælin frá Veitum eru til stórnotenda og við erum mjög stór notandi á heitu vatni þannig við bregðumst við og tökum þátt í því svo að hægt sé að nota vatnið til húshitunar.“
Sundlaugar Reykjavík Veður Orkumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira