Rjúfa veginn til að vernda nýju brúna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2023 14:33 Eins og sjá má er ekki mikið pláss fyrir vatnavexri undir brúnni vegna framkvæmdananna og því hefur verið ákveði' að rjúfa veginn við brúnna. Mynd/Vegagerðin Vegagerðin mun rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá á morgun til þess að vernda nýja brú sem þar er nú í smíðum. Reiknað er með vatnavöxtum á næstu dögum vegna yfirvofandi hlýinda. Frá þessu er greint á vef Sunnlenska en eins og Vísir greindi frá á dögunum er bygging nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Stóru-Laxá langt komin. „Út af því er er þrengt svo mikið að farveginum. Þess vegna stendur til að rjúfa veginn við gömlu brúna núna til að við eigum það ekki á hættu að við förum að missa, þetta er náttúrulega rosalega mikið mannvirki, þessi undirsláttur sem búið er að fara í undir brúna. Það væri mikið tjón ef það myndi skemmast,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í samtali við Vísi. Hin nýja brú er mikið mannvirki.Mynd/Vegagerðin Er þetta gert til þess að vatnavextirnir eigi greiða leið framhjá brúnni. Vegurinn verður rofinn á morgun en bent er á hjáleið um Skálholtsveg, Biskupstungnabraut og Bræðratunguveg, eins og sjá á meðfylgjandi korti. Hjáleiðin er merkt með rauðri þykkri línu. Spáð er allt að ellefu stiga hita á föstudag og laugardag og því mikil hláka í kortunum. Víða á Suðurlandi hafa menn áhyggjur af vatnavöxtum af þessum völdum. Fylgst er sérstaklega með Ölfusá, Hvíta, Þjórsá og Markarfljóti. „Við reynum bara að vakta þetta eins og við getum og bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Svanur. Hin nýja brú er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið. Búið er að reisa skála yfir brúna svo hægt verði að steypa gólfið í henni. Að sögn Svans er reiknað með að steypuvinna geti hafist eftir helgi. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar á Suðurlandi, kíkti á brúna fyrir skömmu, eins og sjá í meðfylgjandi frétt. Hrunamannahreppur Vegagerð Veður Byggingariðnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Sunnlenska en eins og Vísir greindi frá á dögunum er bygging nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Stóru-Laxá langt komin. „Út af því er er þrengt svo mikið að farveginum. Þess vegna stendur til að rjúfa veginn við gömlu brúna núna til að við eigum það ekki á hættu að við förum að missa, þetta er náttúrulega rosalega mikið mannvirki, þessi undirsláttur sem búið er að fara í undir brúna. Það væri mikið tjón ef það myndi skemmast,“ segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar í samtali við Vísi. Hin nýja brú er mikið mannvirki.Mynd/Vegagerðin Er þetta gert til þess að vatnavextirnir eigi greiða leið framhjá brúnni. Vegurinn verður rofinn á morgun en bent er á hjáleið um Skálholtsveg, Biskupstungnabraut og Bræðratunguveg, eins og sjá á meðfylgjandi korti. Hjáleiðin er merkt með rauðri þykkri línu. Spáð er allt að ellefu stiga hita á föstudag og laugardag og því mikil hláka í kortunum. Víða á Suðurlandi hafa menn áhyggjur af vatnavöxtum af þessum völdum. Fylgst er sérstaklega með Ölfusá, Hvíta, Þjórsá og Markarfljóti. „Við reynum bara að vakta þetta eins og við getum og bregðast við ef eitthvað gerist,“ segir Svanur. Hin nýja brú er 145 metrar á lengd og um þúsund tonn af járni fara í gólfið á nýju brúni, sem verður tvíbreið. Búið er að reisa skála yfir brúna svo hægt verði að steypa gólfið í henni. Að sögn Svans er reiknað með að steypuvinna geti hafist eftir helgi. Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður okkar á Suðurlandi, kíkti á brúna fyrir skömmu, eins og sjá í meðfylgjandi frétt.
Hrunamannahreppur Vegagerð Veður Byggingariðnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira