„Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2023 19:21 Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður. Vísir/Sigurjón Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Konan og samferðafólk hennar eru Íslendingar og vant útivistarfólk. Þau höfðu farið út fyrir merktan slóða þegar atvikið átti sér stað. Snjór hafði hulið vatnsgjána en hann gaf sig þegar konan gekk þar yfir. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir augljóst að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Jú, augljóslega var mikil hætta vegna þess að það er ekkert hlaupið að því að ná fólki upp úr svona gjá, sérstaklega þegar það eru fáir til. Það vildi henni til happs að samferðamaður hjálpaði henni upp ásamt öðrum sem komu að,“ segir Einar. Hann segist hafa skynjað að atvikið hafi tekið mikið á, bæði hjá konunni og þeim sem bjargaði henni. Það séu ekki síst andlegu sárin sem þurfi að hlúa að. Það gekk víst mikið á að ná henni þarna upp úr gjánni, en þetta hefði getað farið bara mjög illa, ekki síst ef hún hefði verið ein á ferð. „Áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað en aðeins er tæpt ár frá því að ungur danskur drengur féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Einar segir ekki raunhæft að loka svæðinu en á háálagstímum hafi verið reynt að girða það af. „Þetta hefur svona fengið okkur til að velta þessu fyrir okkur, hvort það sé hægt að merkja vissa staði betur og koma upplýsingum betur á framfæri. Að koma þessu í fjölmiðla er í raun fyrsta verkefnið, að vekja betur athygli á þessu. Á veturna getur verið erfitt að fara um þegar snjórinn hylur landslagið og gjár og sprungur. Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna,“ segir Einar. Gjáin er rétt við Þingvallavatn og Öxará.Vísir/Sigurjón Áskorun að koma skilaboðum til ferðamanna Þingvellir er vinsæll ferðamannastaður enda frábært útivistarsvæði og náttúruperla. En það er spurning hvort allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem leynast um allt. „Að koma skilaboðum til ferðamanna er alltaf mikil áskorun, hvort sem það er hér, í Reynisfjöru eða annars staðar á landinu, að virða hættur. Við vitum alveg að skilti gera bara ákveðið mikið. Það þarf stöðugt að vera bara upplýsingagjöf í gangi á hvaða formi sem er. Hvort sem það er á vefnum, á skiltum, munnlegt eða í fjölmiðlum, um þær hættur sem blasa við. En eins og í þessu tilfelli, og í gjám sem eru úr alfaraleið, þá er ekkert annað að gera en að hvetja fólk til árvekni og að fylgjast vel með,“ segir Einar. Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Konan og samferðafólk hennar eru Íslendingar og vant útivistarfólk. Þau höfðu farið út fyrir merktan slóða þegar atvikið átti sér stað. Snjór hafði hulið vatnsgjána en hann gaf sig þegar konan gekk þar yfir. Einar Sæmundsen þjóðgarðsvörður segir augljóst að mikil hætta hafi verið á ferðum. „Jú, augljóslega var mikil hætta vegna þess að það er ekkert hlaupið að því að ná fólki upp úr svona gjá, sérstaklega þegar það eru fáir til. Það vildi henni til happs að samferðamaður hjálpaði henni upp ásamt öðrum sem komu að,“ segir Einar. Hann segist hafa skynjað að atvikið hafi tekið mikið á, bæði hjá konunni og þeim sem bjargaði henni. Það séu ekki síst andlegu sárin sem þurfi að hlúa að. Það gekk víst mikið á að ná henni þarna upp úr gjánni, en þetta hefði getað farið bara mjög illa, ekki síst ef hún hefði verið ein á ferð. „Áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað en aðeins er tæpt ár frá því að ungur danskur drengur féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Einar segir ekki raunhæft að loka svæðinu en á háálagstímum hafi verið reynt að girða það af. „Þetta hefur svona fengið okkur til að velta þessu fyrir okkur, hvort það sé hægt að merkja vissa staði betur og koma upplýsingum betur á framfæri. Að koma þessu í fjölmiðla er í raun fyrsta verkefnið, að vekja betur athygli á þessu. Á veturna getur verið erfitt að fara um þegar snjórinn hylur landslagið og gjár og sprungur. Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna,“ segir Einar. Gjáin er rétt við Þingvallavatn og Öxará.Vísir/Sigurjón Áskorun að koma skilaboðum til ferðamanna Þingvellir er vinsæll ferðamannastaður enda frábært útivistarsvæði og náttúruperla. En það er spurning hvort allir geri sér grein fyrir þeim hættum sem leynast um allt. „Að koma skilaboðum til ferðamanna er alltaf mikil áskorun, hvort sem það er hér, í Reynisfjöru eða annars staðar á landinu, að virða hættur. Við vitum alveg að skilti gera bara ákveðið mikið. Það þarf stöðugt að vera bara upplýsingagjöf í gangi á hvaða formi sem er. Hvort sem það er á vefnum, á skiltum, munnlegt eða í fjölmiðlum, um þær hættur sem blasa við. En eins og í þessu tilfelli, og í gjám sem eru úr alfaraleið, þá er ekkert annað að gera en að hvetja fólk til árvekni og að fylgjast vel með,“ segir Einar.
Ferðamennska á Íslandi Þingvellir Slysavarnir Bláskógabyggð Tengdar fréttir Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 16. janúar 2023 18:27