Á að ritskoða kennara? Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar 17. janúar 2023 18:00 Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi. Í kjölfarið er því haldið fram að þessir kennarar séu fullkomlega vanhæfir og eigi að hverfa frá störfum í hvelli. Þá séu stjórnendur umræddra skóla „aumkunarverðir“ og ættu að biðja stjórnmálamenn sem hefur sárnað „auðmjúklega afsökunar“ frekar en að benda á að samhengi glæranna vanti og árétta að kennarar njóti trausts sem fagfólk sem gæti að öllum sjónarhornum þegar fjallað er um álitamál. Gömul saga og ný Það er ekkert nýtt að kennarar, ekki síst í samfélagsgreinum eins og hér um ræðir, séu sakaðir um að ætla að kasta ryki í augu nemenda sinna í pólitískum tilgangi. Með ljósmyndum eða upptökum sem komnar eru í dreifingu um leið og kennari hefur sleppt orðinu er hægara um vik en nokkru sinni fyrr. En svo lengi sem kennarar geta staðið fyrir máli sínu, sýnt fram á að ólíkra sjónarmiða hafi verið gætt og að samanburður sé ekki samasem-merki er það fyrst og fremst truflandi en ekki aðför að starfinu. Og skólastjórnendur hafa trúlega margt fleira að iðja en að standa vörð um svo sjálfsagða hluti sem faglegt sjálfstæði skóla sinna og að verja starfsmenn fyrir áhlaupum sem þessum. Ritskoðun í menntun Hið alvarlega, og jafnframt helsta áhyggjuefnið í umfjöllun um þessi mál er hávær krafa um þöggun og ritskoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur því fram í Facebookfærslu að foreldrar „víða um lönd“ hafi „áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags.“ Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær upplýsingar koma en hitt liggur fyrir að víða um lönd er sótt hart að málfrelsi í menntun. Sem dæmi má nefna að samtökin PEN, sem barist hafa fyrir tjáningarfrelsi í heila öld, birtu nýlega upplýsingar um gríðarlega fjölgun þess sem kallað er „educational gag orders“ í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem 137 lagatillögur um að banna ákveðin umfjöllunarefni í skólum voru teknar fyrir í 36 ríkjum – 250% fjölgun frá fyrra ári. Þeim fylgja sektir, stofnanir eru sviptar opinberum fjárframlögum, þeim er lokað eða kennarar sóttir til saka. Málefnin eru einkum tengd kynþáttaumræðu, hinsegin málum, málefnum kynjanna og sögu. Bækur eru bannaðar, kennarar látnir taka pokann sinn. Kennarar: Hikið ekki við að fjalla um mikilvæg mál Erfitt er að ímynda sér slíkar aðstæður á Íslandi, þó að ekkert sé útilokað eins og dæmin sanna. Það sem blasir hins vegar við er hættan á að kennarar veigri sér við að taka ákveðin efni fyrir, skauti framhjá eða þynni umfjöllun sína til að styggja engan. Þá verður illa komið fyrir menntun sem á að ögra nemendum til þroska og efla gagnrýna hugsun þeirra. Ég hef ekki trú á að fólk almennt óski þess að úr skólum landsins útskrifist sauðahjarðir sem aldrei hafa verið knúnar til að taka rökstudda afstöðu til nokkurra hluta. Nær væri að hvetja kennara til að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í málefnalegri skoðun þýðingarmikilla efna og þjálfa þá til þátttöku í slíkum samræðum. Þó að einhverjir kunni að ýfa fjaðrirnar má það ekki hindra umfjöllun um mikilvæg mál í skólum landsins. Höfundur er brautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi. Í kjölfarið er því haldið fram að þessir kennarar séu fullkomlega vanhæfir og eigi að hverfa frá störfum í hvelli. Þá séu stjórnendur umræddra skóla „aumkunarverðir“ og ættu að biðja stjórnmálamenn sem hefur sárnað „auðmjúklega afsökunar“ frekar en að benda á að samhengi glæranna vanti og árétta að kennarar njóti trausts sem fagfólk sem gæti að öllum sjónarhornum þegar fjallað er um álitamál. Gömul saga og ný Það er ekkert nýtt að kennarar, ekki síst í samfélagsgreinum eins og hér um ræðir, séu sakaðir um að ætla að kasta ryki í augu nemenda sinna í pólitískum tilgangi. Með ljósmyndum eða upptökum sem komnar eru í dreifingu um leið og kennari hefur sleppt orðinu er hægara um vik en nokkru sinni fyrr. En svo lengi sem kennarar geta staðið fyrir máli sínu, sýnt fram á að ólíkra sjónarmiða hafi verið gætt og að samanburður sé ekki samasem-merki er það fyrst og fremst truflandi en ekki aðför að starfinu. Og skólastjórnendur hafa trúlega margt fleira að iðja en að standa vörð um svo sjálfsagða hluti sem faglegt sjálfstæði skóla sinna og að verja starfsmenn fyrir áhlaupum sem þessum. Ritskoðun í menntun Hið alvarlega, og jafnframt helsta áhyggjuefnið í umfjöllun um þessi mál er hávær krafa um þöggun og ritskoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur því fram í Facebookfærslu að foreldrar „víða um lönd“ hafi „áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags.“ Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær upplýsingar koma en hitt liggur fyrir að víða um lönd er sótt hart að málfrelsi í menntun. Sem dæmi má nefna að samtökin PEN, sem barist hafa fyrir tjáningarfrelsi í heila öld, birtu nýlega upplýsingar um gríðarlega fjölgun þess sem kallað er „educational gag orders“ í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem 137 lagatillögur um að banna ákveðin umfjöllunarefni í skólum voru teknar fyrir í 36 ríkjum – 250% fjölgun frá fyrra ári. Þeim fylgja sektir, stofnanir eru sviptar opinberum fjárframlögum, þeim er lokað eða kennarar sóttir til saka. Málefnin eru einkum tengd kynþáttaumræðu, hinsegin málum, málefnum kynjanna og sögu. Bækur eru bannaðar, kennarar látnir taka pokann sinn. Kennarar: Hikið ekki við að fjalla um mikilvæg mál Erfitt er að ímynda sér slíkar aðstæður á Íslandi, þó að ekkert sé útilokað eins og dæmin sanna. Það sem blasir hins vegar við er hættan á að kennarar veigri sér við að taka ákveðin efni fyrir, skauti framhjá eða þynni umfjöllun sína til að styggja engan. Þá verður illa komið fyrir menntun sem á að ögra nemendum til þroska og efla gagnrýna hugsun þeirra. Ég hef ekki trú á að fólk almennt óski þess að úr skólum landsins útskrifist sauðahjarðir sem aldrei hafa verið knúnar til að taka rökstudda afstöðu til nokkurra hluta. Nær væri að hvetja kennara til að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í málefnalegri skoðun þýðingarmikilla efna og þjálfa þá til þátttöku í slíkum samræðum. Þó að einhverjir kunni að ýfa fjaðrirnar má það ekki hindra umfjöllun um mikilvæg mál í skólum landsins. Höfundur er brautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun