Á að ritskoða kennara? Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar 17. janúar 2023 18:00 Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi. Í kjölfarið er því haldið fram að þessir kennarar séu fullkomlega vanhæfir og eigi að hverfa frá störfum í hvelli. Þá séu stjórnendur umræddra skóla „aumkunarverðir“ og ættu að biðja stjórnmálamenn sem hefur sárnað „auðmjúklega afsökunar“ frekar en að benda á að samhengi glæranna vanti og árétta að kennarar njóti trausts sem fagfólk sem gæti að öllum sjónarhornum þegar fjallað er um álitamál. Gömul saga og ný Það er ekkert nýtt að kennarar, ekki síst í samfélagsgreinum eins og hér um ræðir, séu sakaðir um að ætla að kasta ryki í augu nemenda sinna í pólitískum tilgangi. Með ljósmyndum eða upptökum sem komnar eru í dreifingu um leið og kennari hefur sleppt orðinu er hægara um vik en nokkru sinni fyrr. En svo lengi sem kennarar geta staðið fyrir máli sínu, sýnt fram á að ólíkra sjónarmiða hafi verið gætt og að samanburður sé ekki samasem-merki er það fyrst og fremst truflandi en ekki aðför að starfinu. Og skólastjórnendur hafa trúlega margt fleira að iðja en að standa vörð um svo sjálfsagða hluti sem faglegt sjálfstæði skóla sinna og að verja starfsmenn fyrir áhlaupum sem þessum. Ritskoðun í menntun Hið alvarlega, og jafnframt helsta áhyggjuefnið í umfjöllun um þessi mál er hávær krafa um þöggun og ritskoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur því fram í Facebookfærslu að foreldrar „víða um lönd“ hafi „áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags.“ Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær upplýsingar koma en hitt liggur fyrir að víða um lönd er sótt hart að málfrelsi í menntun. Sem dæmi má nefna að samtökin PEN, sem barist hafa fyrir tjáningarfrelsi í heila öld, birtu nýlega upplýsingar um gríðarlega fjölgun þess sem kallað er „educational gag orders“ í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem 137 lagatillögur um að banna ákveðin umfjöllunarefni í skólum voru teknar fyrir í 36 ríkjum – 250% fjölgun frá fyrra ári. Þeim fylgja sektir, stofnanir eru sviptar opinberum fjárframlögum, þeim er lokað eða kennarar sóttir til saka. Málefnin eru einkum tengd kynþáttaumræðu, hinsegin málum, málefnum kynjanna og sögu. Bækur eru bannaðar, kennarar látnir taka pokann sinn. Kennarar: Hikið ekki við að fjalla um mikilvæg mál Erfitt er að ímynda sér slíkar aðstæður á Íslandi, þó að ekkert sé útilokað eins og dæmin sanna. Það sem blasir hins vegar við er hættan á að kennarar veigri sér við að taka ákveðin efni fyrir, skauti framhjá eða þynni umfjöllun sína til að styggja engan. Þá verður illa komið fyrir menntun sem á að ögra nemendum til þroska og efla gagnrýna hugsun þeirra. Ég hef ekki trú á að fólk almennt óski þess að úr skólum landsins útskrifist sauðahjarðir sem aldrei hafa verið knúnar til að taka rökstudda afstöðu til nokkurra hluta. Nær væri að hvetja kennara til að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í málefnalegri skoðun þýðingarmikilla efna og þjálfa þá til þátttöku í slíkum samræðum. Þó að einhverjir kunni að ýfa fjaðrirnar má það ekki hindra umfjöllun um mikilvæg mál í skólum landsins. Höfundur er brautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa ljósmyndir af glærum úr kennslustundum framhaldsskóla ratað í fréttir og vakið hörð viðbrögð. Maður hefur gengið undir manns hönd að fordæma „hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum“ og velt fyrir sér hvort „óþverrabragð“ kennara stafi eingöngu af „löngun til að afvegaleiða nemendur pólitískt“ eða fáfræði viðkomandi. Í kjölfarið er því haldið fram að þessir kennarar séu fullkomlega vanhæfir og eigi að hverfa frá störfum í hvelli. Þá séu stjórnendur umræddra skóla „aumkunarverðir“ og ættu að biðja stjórnmálamenn sem hefur sárnað „auðmjúklega afsökunar“ frekar en að benda á að samhengi glæranna vanti og árétta að kennarar njóti trausts sem fagfólk sem gæti að öllum sjónarhornum þegar fjallað er um álitamál. Gömul saga og ný Það er ekkert nýtt að kennarar, ekki síst í samfélagsgreinum eins og hér um ræðir, séu sakaðir um að ætla að kasta ryki í augu nemenda sinna í pólitískum tilgangi. Með ljósmyndum eða upptökum sem komnar eru í dreifingu um leið og kennari hefur sleppt orðinu er hægara um vik en nokkru sinni fyrr. En svo lengi sem kennarar geta staðið fyrir máli sínu, sýnt fram á að ólíkra sjónarmiða hafi verið gætt og að samanburður sé ekki samasem-merki er það fyrst og fremst truflandi en ekki aðför að starfinu. Og skólastjórnendur hafa trúlega margt fleira að iðja en að standa vörð um svo sjálfsagða hluti sem faglegt sjálfstæði skóla sinna og að verja starfsmenn fyrir áhlaupum sem þessum. Ritskoðun í menntun Hið alvarlega, og jafnframt helsta áhyggjuefnið í umfjöllun um þessi mál er hávær krafa um þöggun og ritskoðun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur því fram í Facebookfærslu að foreldrar „víða um lönd“ hafi „áhyggjur af því sem börnum þeirra er kennt í skólum nú til dags.“ Ekki er gott að átta sig á hvaðan þær upplýsingar koma en hitt liggur fyrir að víða um lönd er sótt hart að málfrelsi í menntun. Sem dæmi má nefna að samtökin PEN, sem barist hafa fyrir tjáningarfrelsi í heila öld, birtu nýlega upplýsingar um gríðarlega fjölgun þess sem kallað er „educational gag orders“ í Bandaríkjunum á síðasta ári þar sem 137 lagatillögur um að banna ákveðin umfjöllunarefni í skólum voru teknar fyrir í 36 ríkjum – 250% fjölgun frá fyrra ári. Þeim fylgja sektir, stofnanir eru sviptar opinberum fjárframlögum, þeim er lokað eða kennarar sóttir til saka. Málefnin eru einkum tengd kynþáttaumræðu, hinsegin málum, málefnum kynjanna og sögu. Bækur eru bannaðar, kennarar látnir taka pokann sinn. Kennarar: Hikið ekki við að fjalla um mikilvæg mál Erfitt er að ímynda sér slíkar aðstæður á Íslandi, þó að ekkert sé útilokað eins og dæmin sanna. Það sem blasir hins vegar við er hættan á að kennarar veigri sér við að taka ákveðin efni fyrir, skauti framhjá eða þynni umfjöllun sína til að styggja engan. Þá verður illa komið fyrir menntun sem á að ögra nemendum til þroska og efla gagnrýna hugsun þeirra. Ég hef ekki trú á að fólk almennt óski þess að úr skólum landsins útskrifist sauðahjarðir sem aldrei hafa verið knúnar til að taka rökstudda afstöðu til nokkurra hluta. Nær væri að hvetja kennara til að gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í málefnalegri skoðun þýðingarmikilla efna og þjálfa þá til þátttöku í slíkum samræðum. Þó að einhverjir kunni að ýfa fjaðrirnar má það ekki hindra umfjöllun um mikilvæg mál í skólum landsins. Höfundur er brautarformaður Menntunar framhaldsskólakennara við Háskóla Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun