Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 16:30 Dómari við Héraðsdóm Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 26 ára karlmann, Ómar Örn Reynisson, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðga konu sem var gestkomandi á heimili hans. Brotið átti sér stað árið 2020. Fram kemur í dómnum að maðurinn og konan hafi verið í óformlegu sambandi á þeim tíma þegar brotið átti sér stað. Þau höfðu verið að hittast en voru þó ekki par. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að stinga fingri í leggöng hennar á meðan hún svaf og eftir að hún lét hann vita að hún vildi það ekki. Þá hafði hann samræði við konuna eftir að hún sofnaði á ný og hélt síðan áfram eftir að hún vaknaði. Einnig beitti hann hana ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að halda henni fastri. Fram kemur í ákærunni að konan hafi grátið, reynt að ýta manninum burt og reynt að losa sig. Framburður stúlkunnar metinn trúverðugur Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Frásögn hans var á þá leið að konan hefði komið til hans umrædda nótt og þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekki verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort konan var líka að horfa á sjónvarpið eða ekki. Konan hefði svo farið burt, upp undir klukkustund eftir að samfarirnar voru yfirstaðnar. Konan lýsti atburðunum á svipaðan hátt og maðurinn, fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Sagði konan að þá hafi hún ætlað að fara að sofa en eftir það hafi maðurinn brotið gegn henni. Fram kemur í dómnum að framburður konunnar sé afar trúverðugur, einlægur, ýkjulaus og í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram í málinu. Þótti jafnframt augljóst að þessir atburðir hefðu reynst konunni þungbærir en útlokað væri að svo hefði verið ef atburðarásin hefði einungis verið sú sem maðurinn lýsti. Þá voru atriði í framburði mannsins sem þóttu veikja trúverðugleika hans. Tvær milljónir í miskabætur Var það mat dómsins að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu dómsins segir að „við ákvörðun refsingar verði litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð.“ Auk fangelsisrefsingarinnar er manninum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk alls sakarkostnaðar. Dómur Héraðsdóms Suðurlands Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Fram kemur í dómnum að maðurinn og konan hafi verið í óformlegu sambandi á þeim tíma þegar brotið átti sér stað. Þau höfðu verið að hittast en voru þó ekki par. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að stinga fingri í leggöng hennar á meðan hún svaf og eftir að hún lét hann vita að hún vildi það ekki. Þá hafði hann samræði við konuna eftir að hún sofnaði á ný og hélt síðan áfram eftir að hún vaknaði. Einnig beitti hann hana ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að halda henni fastri. Fram kemur í ákærunni að konan hafi grátið, reynt að ýta manninum burt og reynt að losa sig. Framburður stúlkunnar metinn trúverðugur Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Frásögn hans var á þá leið að konan hefði komið til hans umrædda nótt og þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekki verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort konan var líka að horfa á sjónvarpið eða ekki. Konan hefði svo farið burt, upp undir klukkustund eftir að samfarirnar voru yfirstaðnar. Konan lýsti atburðunum á svipaðan hátt og maðurinn, fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Sagði konan að þá hafi hún ætlað að fara að sofa en eftir það hafi maðurinn brotið gegn henni. Fram kemur í dómnum að framburður konunnar sé afar trúverðugur, einlægur, ýkjulaus og í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram í málinu. Þótti jafnframt augljóst að þessir atburðir hefðu reynst konunni þungbærir en útlokað væri að svo hefði verið ef atburðarásin hefði einungis verið sú sem maðurinn lýsti. Þá voru atriði í framburði mannsins sem þóttu veikja trúverðugleika hans. Tvær milljónir í miskabætur Var það mat dómsins að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu dómsins segir að „við ákvörðun refsingar verði litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð.“ Auk fangelsisrefsingarinnar er manninum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk alls sakarkostnaðar. Dómur Héraðsdóms Suðurlands
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira