Innheimta sekta gengur skelfilega og fælingarmátturinn lítill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 14:48 Guðmundur Björgvin ríkisendurskoðandi kallar eftir næstu skrefum hjá dómsmálaráðherra. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fælingarmáttur refsinga sé lítill. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun kallar eftir því að dómsmálaráðuneytið bregðist hratt við því hve illa hafi gengið árum saman að innheimta sektir sem fólk fær sem hlýtur refsingu í dómskerfinu. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fólk finni ekki fyrir refsingu. Í nýrri og svartri skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að engin breyting hafi orðið í árangri innheimtu í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Ef tímabilið 2014 til 2018 er skoðað og aðeins sektir upp á tíu milljónir króna eða meira kemur í ljós að heildarupphæð sektanna var 5,7 milljarðar króna. Aðeins rúmlega tvö prósent af sektunum voru greiddar. Starfshópur sem skipaður var árið 2018 lagði fram níu tillögur til úrbóta. Ríkisendurskoðun telur dómsmálaráðuneytið ekki hafa brugðist við tillögunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu áhyggjuefni að fólk finni ekki fyrir refsingunni. Á sama hátt og þeim sem dæmdur er í fangelsi sé refsað með því að afplána og missa frelsi sitt þá eigi þeir sem séu sektaðir að finna fyrir því að hafa minna fé innan handanna. Almennt er það svo að fólk er dæmt til greiðslu sekt en sé hún ekki greidd komi í stað hennar fangelsisvist. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar afplánar fólk aðeins í undantekningartilfellum innan veggja fangelsisins. Og lítið breytist eftir því sem tíminn líður. Massinn fer í samfélagsþjónustu eða brot fyrnast, á þremur til fimm árum. „Því er ljóst að innheimtuhlutfall hefur haldist afleitt sem m.a. leiðir til þess að fyrning sektardóma og þar með afskriftir þeirra eru enn verulegar,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Ólafur Þór héraðssaksóknari hefur áhyggjur af varnaráhrifunum. „Að það séu ekki nægjanlega sterk áhrif að fæla menn frá því að fremja brot,“ segir Ólafur. Það gæti skilað sér í fjölgun brota, auknum málafjölda og enn fleiri refsingum sem ekki tekst að innheimta. Spíral sem erfitt er að vinna bug á. Dómsmálaráðherra segir í umsögn um skýrsluna vera meðvitaður um erfiða stöðu Fangelsismálastofnunar sem þurfi frekara fjármagn. 15-20 prósent fangelsisplássa séu ekki nýtt vegna fjárskorts og loka þurfi fleiri rýmum án frekari stuðnings. 28 refsingar hafi fyrnst árið 2021 og 22 árið 2020. „Dómsmálaráðherra er mjög meðvitaður um þessa erfiðu stöðu stofnunarinnar og mun halda áfram, hér eftir sem hingað til, að leita allra leiða sem færar eru til að bæta úr þessu,“ segir í umsögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Tengd skjöl Innheimta-domsekta-stjornsysluuttektaPDF822KBSækja skjal Dómsmál Fangelsismál Dómstólar Tengdar fréttir Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Í nýrri og svartri skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að engin breyting hafi orðið í árangri innheimtu í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Ef tímabilið 2014 til 2018 er skoðað og aðeins sektir upp á tíu milljónir króna eða meira kemur í ljós að heildarupphæð sektanna var 5,7 milljarðar króna. Aðeins rúmlega tvö prósent af sektunum voru greiddar. Starfshópur sem skipaður var árið 2018 lagði fram níu tillögur til úrbóta. Ríkisendurskoðun telur dómsmálaráðuneytið ekki hafa brugðist við tillögunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu áhyggjuefni að fólk finni ekki fyrir refsingunni. Á sama hátt og þeim sem dæmdur er í fangelsi sé refsað með því að afplána og missa frelsi sitt þá eigi þeir sem séu sektaðir að finna fyrir því að hafa minna fé innan handanna. Almennt er það svo að fólk er dæmt til greiðslu sekt en sé hún ekki greidd komi í stað hennar fangelsisvist. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar afplánar fólk aðeins í undantekningartilfellum innan veggja fangelsisins. Og lítið breytist eftir því sem tíminn líður. Massinn fer í samfélagsþjónustu eða brot fyrnast, á þremur til fimm árum. „Því er ljóst að innheimtuhlutfall hefur haldist afleitt sem m.a. leiðir til þess að fyrning sektardóma og þar með afskriftir þeirra eru enn verulegar,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Ólafur Þór héraðssaksóknari hefur áhyggjur af varnaráhrifunum. „Að það séu ekki nægjanlega sterk áhrif að fæla menn frá því að fremja brot,“ segir Ólafur. Það gæti skilað sér í fjölgun brota, auknum málafjölda og enn fleiri refsingum sem ekki tekst að innheimta. Spíral sem erfitt er að vinna bug á. Dómsmálaráðherra segir í umsögn um skýrsluna vera meðvitaður um erfiða stöðu Fangelsismálastofnunar sem þurfi frekara fjármagn. 15-20 prósent fangelsisplássa séu ekki nýtt vegna fjárskorts og loka þurfi fleiri rýmum án frekari stuðnings. 28 refsingar hafi fyrnst árið 2021 og 22 árið 2020. „Dómsmálaráðherra er mjög meðvitaður um þessa erfiðu stöðu stofnunarinnar og mun halda áfram, hér eftir sem hingað til, að leita allra leiða sem færar eru til að bæta úr þessu,“ segir í umsögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Tengd skjöl Innheimta-domsekta-stjornsysluuttektaPDF822KBSækja skjal
Dómsmál Fangelsismál Dómstólar Tengdar fréttir Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?