Klukkan játar sig sigraða eftir 86 ára þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 11:58 Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Myndin er úr bókinni 100 ára saga Símans. Síminn hefur ákveðið að leggja klukkunni, sjálfvirkri þjónustu þar sem landsmenn gátu fengið að vita hvað klukkan væri. Eftir 86 ára þjónustu hefur klukkan hætta að svara í símann og játað sig sigraða gagnvart tæknibyltingunni. Þetta kemur fram á vef Símans. Þar segir að notkun á þjónustunni hafi minnkað mikið undanfarna áratugi og sé lítil sem engin í dag. Enda má finna fjölda tækja nærri hverju einasta heimili sem sýna eða segja hvað klukkan slær. Í upphafi var númerið hjá Fröken Klukku 03, síðar breyttist það í 04, enn síðar í 155 en undir það síðasta var númerið 511-0155. „Klukkan hefur hætt störfum eftir nærri 86 ára þjónustu. Við þökkum henni fyrir sitt framlag,“ er svarið þegar hringt er í 511-0155. Sannarlega tímamót. Saga klukkunnar nær aftur til ársins 1937 þegar Fröken Klukka til starfa. Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að nema arkitektúr. Halldóra þurfti að heimsækja höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð og taka þar upp alls 90 mismunandi upptökur sem hægt var að spila í 8640 mismunandi útgáfum. Fyrstu árin virkaði Fröken Klukka aðeins í Reykjavík en þar var eina sjálfvirka símstöð landsins, Akureyringar voru næstir í röðinni en þar kom sjálfvirk símstöð þó ekki fyrr en árið 1950. Um fröken klukku var ort „Sú rödd er svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómar út um borgina frá Símans töfraklukku“. Árið 1963 var skipt um talvél og tók þá leikkonan Sigríður Hagalín við að segja Íslendingum hvað tímanum leið. Árið 1993 var kerfið svo aftur uppfært og Ingibjörg Björnsdóttir leikkona var þá rödd Fröken Klukku. Ákveðin tímamót urðu árið 2013 þegar að Fröken Klukka varð að Herra Klukku en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók þá við keflinu. Ólafur Darri stóð vaktina þangað til nú þegar að klukkan sest í helgan stein og mun hætta að segja hvað tímanum líður. Tækni Fjarskipti Síminn Tímamót Klukkan á Íslandi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Símans. Þar segir að notkun á þjónustunni hafi minnkað mikið undanfarna áratugi og sé lítil sem engin í dag. Enda má finna fjölda tækja nærri hverju einasta heimili sem sýna eða segja hvað klukkan slær. Í upphafi var númerið hjá Fröken Klukku 03, síðar breyttist það í 04, enn síðar í 155 en undir það síðasta var númerið 511-0155. „Klukkan hefur hætt störfum eftir nærri 86 ára þjónustu. Við þökkum henni fyrir sitt framlag,“ er svarið þegar hringt er í 511-0155. Sannarlega tímamót. Saga klukkunnar nær aftur til ársins 1937 þegar Fröken Klukka til starfa. Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að nema arkitektúr. Halldóra þurfti að heimsækja höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð og taka þar upp alls 90 mismunandi upptökur sem hægt var að spila í 8640 mismunandi útgáfum. Fyrstu árin virkaði Fröken Klukka aðeins í Reykjavík en þar var eina sjálfvirka símstöð landsins, Akureyringar voru næstir í röðinni en þar kom sjálfvirk símstöð þó ekki fyrr en árið 1950. Um fröken klukku var ort „Sú rödd er svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómar út um borgina frá Símans töfraklukku“. Árið 1963 var skipt um talvél og tók þá leikkonan Sigríður Hagalín við að segja Íslendingum hvað tímanum leið. Árið 1993 var kerfið svo aftur uppfært og Ingibjörg Björnsdóttir leikkona var þá rödd Fröken Klukku. Ákveðin tímamót urðu árið 2013 þegar að Fröken Klukka varð að Herra Klukku en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók þá við keflinu. Ólafur Darri stóð vaktina þangað til nú þegar að klukkan sest í helgan stein og mun hætta að segja hvað tímanum líður.
Tækni Fjarskipti Síminn Tímamót Klukkan á Íslandi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Sjá meira