Tafarlausar launahækkanir og viðræðuáætlun meðal forsenda fyrir skammtímasamningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2023 12:00 Friðrik Jónsson formaður BHM segir að samninganefndir hafi enn ekki komist á dýptina, enda var fyrsti formlegi fundur þeirra á föstudag. Vísir/Arnar Samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands fóru á sinn fyrsta formlega fund með samninganefnd ríkisins síðastliðinn föstudag en samningar félaganna verða lausir í mars. Formaður BHM segir ríkið vilja leggja upp með skammtímasamning en til þess þurfi að uppfylla ákveðnar forsendur. Tæp vika er liðin síðan Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og stefnir í verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að enn sé unnið að verkfallsboðun en búast má við að hún berist á næstu dögum. Efling er ekki ein um að vera í kjaraviðræðum en samningar BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands renna ekki út fyrr en í lok mars en formenn samtakanna hafa lýst yfir vilja til að skrifa undir sem fyrst til að launahækkanir taki gildi eins fljótt og unnt er. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambandsins fóru á fund samninganefndar ríkisins til að hefja verkið en fyrsti formlegi viðræðufundurinn fór fram síðastliðinn föstudag. „Fyrir vikulokin þurfum við að klára formlegar viðræðuáætlanir milli ríkisins og aðildarfélaga BHM. Við erum bara að vinna þá vinnu hratt og vel. Svo heldur samtalið áfram,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Efnislega séu samninganefndirnar ekki farnar að fara á dýptina enn en stéttarfélögin hafi kynnt sínar áherslur. „Sem er að klára að leiða úr þau verkefni sem tengjast lífeyrissamkomulaginu frá 2016 sem varðar jöfnun milli markaða. Það er flókið en við vonum að við förum að sjá til lands í því verkefni.“ Ríkið hafi boðið stéttarfélögunum að fara inn í viðræðurnar á forsendum skammtímasamnings. „Við að sjálfsögðu bregðumst við því og erum tilbúin til að ræða það. Hvort það verði niðurstaðan er ekki hægt að segja formlega núna en það er uppleggið af hálfu hins opinbera,“ segir Friðrik. Fallist stéttarfélögin á skammtímasamning verði forsendur þess annars vegar launahækkanir og hins vegar að verkáætlun fyrir næstu tólf mánuði liggi fyrir. „Ef við förum að gera skammtímasamning þá er það ein af forsendum þess að slíkur samningur gangi upp vissulega að fá strax einhverjar launahækkanir. En líka að verkaáætlun fyrir næstu tólf mánuði sé skýr, að það sé kjöt á beinunum og vel tilgreindar tímaáætlanir. Hvað erum við að fara að ræða? Hvenær ætlum við að ræða það? Að hvaða markmiðum stefnum við að? Að þetta gerist innan þessa tímaramma þannig að það verði raunverulegur af að gera þetta með þessum hætti,“ segir Friðrik. Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00 „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Tæp vika er liðin síðan Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og stefnir í verkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að enn sé unnið að verkfallsboðun en búast má við að hún berist á næstu dögum. Efling er ekki ein um að vera í kjaraviðræðum en samningar BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands renna ekki út fyrr en í lok mars en formenn samtakanna hafa lýst yfir vilja til að skrifa undir sem fyrst til að launahækkanir taki gildi eins fljótt og unnt er. Tæpar tvær vikur eru liðnar síðan samninganefndir BHM, BSRB og Kennarasambandsins fóru á fund samninganefndar ríkisins til að hefja verkið en fyrsti formlegi viðræðufundurinn fór fram síðastliðinn föstudag. „Fyrir vikulokin þurfum við að klára formlegar viðræðuáætlanir milli ríkisins og aðildarfélaga BHM. Við erum bara að vinna þá vinnu hratt og vel. Svo heldur samtalið áfram,“ segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Efnislega séu samninganefndirnar ekki farnar að fara á dýptina enn en stéttarfélögin hafi kynnt sínar áherslur. „Sem er að klára að leiða úr þau verkefni sem tengjast lífeyrissamkomulaginu frá 2016 sem varðar jöfnun milli markaða. Það er flókið en við vonum að við förum að sjá til lands í því verkefni.“ Ríkið hafi boðið stéttarfélögunum að fara inn í viðræðurnar á forsendum skammtímasamnings. „Við að sjálfsögðu bregðumst við því og erum tilbúin til að ræða það. Hvort það verði niðurstaðan er ekki hægt að segja formlega núna en það er uppleggið af hálfu hins opinbera,“ segir Friðrik. Fallist stéttarfélögin á skammtímasamning verði forsendur þess annars vegar launahækkanir og hins vegar að verkáætlun fyrir næstu tólf mánuði liggi fyrir. „Ef við förum að gera skammtímasamning þá er það ein af forsendum þess að slíkur samningur gangi upp vissulega að fá strax einhverjar launahækkanir. En líka að verkaáætlun fyrir næstu tólf mánuði sé skýr, að það sé kjöt á beinunum og vel tilgreindar tímaáætlanir. Hvað erum við að fara að ræða? Hvenær ætlum við að ræða það? Að hvaða markmiðum stefnum við að? Að þetta gerist innan þessa tímaramma þannig að það verði raunverulegur af að gera þetta með þessum hætti,“ segir Friðrik.
Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00 „Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45 Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Hætta á að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir Samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um sextíu prósent á árunum 2018-2022 samkvæmt mati BHM. Á sama tíma hækkaði verðlag um tuttugu prósent. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja hefur aldrei hækkað eins skarpt á milli ára eins og milli áranna 2020 og 2021 og gefur til kynna að fyrirtæki landsins hafi aukið meðalálagningu á heildarkostnað milli ára og velt kostnaðarhækkunum út í verðlag. 15. janúar 2023 15:00
„Gífurlega væn gulrót“ að flýta launahækkunum Samtök á opinberum vinnumarkaði funda í dag með samninganefnd ríkisins um nýja kjarasamninga. Formaður BHM segir félagsmenn óþreyjufulla og vill undirrita samning sem fyrst. Þannig megi kannski flýta launahækkunum til að vega á móti miklum kjarabruna. 5. janúar 2023 11:45
Búinn að heyra í formanni samninganefndar Friðrik Jónsson, formaður Bandalags háskólamanna, gerir ráð fyrir því að funda með Kristínu Lindu Árnadóttur, formanni samninganefndar ríkisins í vikunni. Hann fagnar því að tekist hafi að semja í dag en segist ekki vita hvort félagsmenn BHM sætti sig við svipaðan samning. 12. desember 2022 21:23
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent