Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn Hinrik Wöhler skrifar 15. janúar 2023 22:15 Eyþór Lárusson var svekktur með frammistöðu síns liðs. Vísir/Pawel Cieslikewicz Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. „Ég er bara gríðarlega vonsvikinn ef ég segi eins og er. Leikurinn var í fínu jafnvægi og við klikkuðum eftir 25 mínútur þegar leikurinn er 9-8 fyrir þeim. Mér fannst við eiga inni sóknarlega á þeim tímapunkti. Hafdís var búin að verja þrjú dauðafæri og Cornelia sömuleiðis búin að verja nokkra bolta hjá okkur. Síðan verður bara röð mistaka í lok fyrri hálfleiks sem þær nýta sér og komast fimm mörkum yfir og við komum ekki nægilega sterkt inn í seinni hálfleikinn.“ sagði Eyþór að leik loknum. Jafnræði var með liðunum þangað til að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá hrundi sóknarleikur Selfyssinga og Framkonur gengu á lagið með hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknarleik. Stefnan var sett á að byrja seinni hálfleikinn betur en það reyndist ekki raunin „Við ætluðum að koma sterkar inn í seinni hálfleikinn og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við fundum engan takt eftir að þær að breyttu í fimm-einn vörn“ bætir Eyþór við. Selfyssingar skoruðu aðeins nítján mörk í kvöld en Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru þær einu með lífsmarki í sóknarleik Selfyssinga í kvöld. „Í þessum leik var sóknarleikurinn í heild sinni áhyggjuefni eftir að þær breyta um vörn og mér fannst við mjög ragar. Við skorum bara engin mörk ef sóknarleikurinn er þetta hægur og ómarkviss. Þannig ég held að við ættum ekki að miða við þennan leik varðandi þetta.“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort að hann hefði áhyggjur af sóknarleiknum. Selfyssingar fá erfitt verkefni á laugardag þegar þær mæta sterku liði ÍBV sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er bara næsta verkefni og næsta æfingarvika. Ég er alltaf spenntur og það verður bara frábært verkefni. Við fáum bara að svara fyrir leikinn og mæta heitasta liði deildarinnar, þær hafa unnið níu leiki í röð og eru á flottum stað. Við bara förum bara inn í krafti inn í vikuna og mætum tilbúnar á laugardaginn.“ Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega vonsvikinn ef ég segi eins og er. Leikurinn var í fínu jafnvægi og við klikkuðum eftir 25 mínútur þegar leikurinn er 9-8 fyrir þeim. Mér fannst við eiga inni sóknarlega á þeim tímapunkti. Hafdís var búin að verja þrjú dauðafæri og Cornelia sömuleiðis búin að verja nokkra bolta hjá okkur. Síðan verður bara röð mistaka í lok fyrri hálfleiks sem þær nýta sér og komast fimm mörkum yfir og við komum ekki nægilega sterkt inn í seinni hálfleikinn.“ sagði Eyþór að leik loknum. Jafnræði var með liðunum þangað til að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá hrundi sóknarleikur Selfyssinga og Framkonur gengu á lagið með hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknarleik. Stefnan var sett á að byrja seinni hálfleikinn betur en það reyndist ekki raunin „Við ætluðum að koma sterkar inn í seinni hálfleikinn og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við fundum engan takt eftir að þær að breyttu í fimm-einn vörn“ bætir Eyþór við. Selfyssingar skoruðu aðeins nítján mörk í kvöld en Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru þær einu með lífsmarki í sóknarleik Selfyssinga í kvöld. „Í þessum leik var sóknarleikurinn í heild sinni áhyggjuefni eftir að þær breyta um vörn og mér fannst við mjög ragar. Við skorum bara engin mörk ef sóknarleikurinn er þetta hægur og ómarkviss. Þannig ég held að við ættum ekki að miða við þennan leik varðandi þetta.“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort að hann hefði áhyggjur af sóknarleiknum. Selfyssingar fá erfitt verkefni á laugardag þegar þær mæta sterku liði ÍBV sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er bara næsta verkefni og næsta æfingarvika. Ég er alltaf spenntur og það verður bara frábært verkefni. Við fáum bara að svara fyrir leikinn og mæta heitasta liði deildarinnar, þær hafa unnið níu leiki í röð og eru á flottum stað. Við bara förum bara inn í krafti inn í vikuna og mætum tilbúnar á laugardaginn.“
Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða