Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 15. janúar 2023 12:47 Frá Stansted flugvelli. Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. Bradley Pryer, 24 ára og Cain Adams 23 ára voru á leið í flug til Keflavíkur frá Stansted flugvelli í apríl síðastliðnum. Fram kemur á vef My London News að fíkniefnaleitarhundar hafi merkt mennina tvo. Við nánari leit kom í ljós að þeir voru með efnin falin innvortis. Fram kemur að styrkleiki efnisins hafi verið hár og að götuverðið á efnunum í Bretlandi sé sex þúsund pund, rúmlega milljón íslenskar krónur. Wales Online fjallar einnig um málið. Málið var rannsakað af of Operation Venetic, teymi á vegum Scotland Yard og NCA (National Crime Agency) í Bretlandi. Rannsókn leiddi í ljós að Bradley Pryer hefur verið umfangsmikill á fíkniefnamarkaðnum í Bretlandi og átt samskipti við aðra sala í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið EncroChat. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands en fram kemur að fyrir handtökuna hafi hann reglulega verið í samskiptum við Robert Smith, dæmdan fíkniefnasmyglara. Skilaboð frá Bradley Pryer gáfu til kynna að uppi hafi verið áform um að smygla álíka magni til Íslands vikulega og með sama hætti, það er að segja með því að nota burðardýr. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands Organised Crime Partnership / SWNS Reiðubúnir að fórna lífinu Mennirnir voru báðir ákærðir fyrir tilraun til fíkniefnainnflutnings og Bradley Pryer var þar að auki ákærður fyrir þrjú önnur fíkniefnabrot. Þeir játuðu báðir sök fyrir dómi í október síðastliðnum. Bradley Pryer hlaut 12 ára fangelsisdóm og Cain Adams hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Í yfirlýsingu sem gefin var út eftir dómsuppkvaðninguna sagði Andrew Tickner, fulltrúi Organised Crime Partnership að Bradley Pryer hefði skipulagt sölu á umtalsverðu magni af ólöglegum fíkniefnum, og væri þar að auki með umfangsmikil tengsl í undirheimunum. „Hann og Cain Adams voru meira að reiðubúnir að fórna lífinu með því að reyna að smygla kókaíni frá Bretlandi í von um aukinn gróða á Íslandi.“ Fylgni á milli neyslu og efnahags Þess má geta að samkvæmt verðkönnun SÁÁ frá því í júní á seinasta ári kostar slagið af kókaíni hér á landi 17.000 krónur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valgerðar Rúnarsdóttur, forstjóri Vogs að verðið réðist alfarið af framboði og eftirspurn og bersýnileg fylgni er milli neyslu kókaíns og efnahags. Verðbólgan smitast ekki yfir í fíkniefnamarkaðinn, enda fer hann ekki í gegnum neinar hefðbundnar boðleiðir þar sem hækkun launa, mannekla og hrávöruskortur hafa áhrif. Bretland Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira
Bradley Pryer, 24 ára og Cain Adams 23 ára voru á leið í flug til Keflavíkur frá Stansted flugvelli í apríl síðastliðnum. Fram kemur á vef My London News að fíkniefnaleitarhundar hafi merkt mennina tvo. Við nánari leit kom í ljós að þeir voru með efnin falin innvortis. Fram kemur að styrkleiki efnisins hafi verið hár og að götuverðið á efnunum í Bretlandi sé sex þúsund pund, rúmlega milljón íslenskar krónur. Wales Online fjallar einnig um málið. Málið var rannsakað af of Operation Venetic, teymi á vegum Scotland Yard og NCA (National Crime Agency) í Bretlandi. Rannsókn leiddi í ljós að Bradley Pryer hefur verið umfangsmikill á fíkniefnamarkaðnum í Bretlandi og átt samskipti við aðra sala í gegnum dulkóðaða samskiptaforritið EncroChat. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands en fram kemur að fyrir handtökuna hafi hann reglulega verið í samskiptum við Robert Smith, dæmdan fíkniefnasmyglara. Skilaboð frá Bradley Pryer gáfu til kynna að uppi hafi verið áform um að smygla álíka magni til Íslands vikulega og með sama hætti, það er að segja með því að nota burðardýr. Svo virðist sem að Bradley hafi verið höfuðpaurinn í að smygla efnunum til Íslands Organised Crime Partnership / SWNS Reiðubúnir að fórna lífinu Mennirnir voru báðir ákærðir fyrir tilraun til fíkniefnainnflutnings og Bradley Pryer var þar að auki ákærður fyrir þrjú önnur fíkniefnabrot. Þeir játuðu báðir sök fyrir dómi í október síðastliðnum. Bradley Pryer hlaut 12 ára fangelsisdóm og Cain Adams hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Í yfirlýsingu sem gefin var út eftir dómsuppkvaðninguna sagði Andrew Tickner, fulltrúi Organised Crime Partnership að Bradley Pryer hefði skipulagt sölu á umtalsverðu magni af ólöglegum fíkniefnum, og væri þar að auki með umfangsmikil tengsl í undirheimunum. „Hann og Cain Adams voru meira að reiðubúnir að fórna lífinu með því að reyna að smygla kókaíni frá Bretlandi í von um aukinn gróða á Íslandi.“ Fylgni á milli neyslu og efnahags Þess má geta að samkvæmt verðkönnun SÁÁ frá því í júní á seinasta ári kostar slagið af kókaíni hér á landi 17.000 krónur. Í samtali við Morgunblaðið sagði Valgerðar Rúnarsdóttur, forstjóri Vogs að verðið réðist alfarið af framboði og eftirspurn og bersýnileg fylgni er milli neyslu kókaíns og efnahags. Verðbólgan smitast ekki yfir í fíkniefnamarkaðinn, enda fer hann ekki í gegnum neinar hefðbundnar boðleiðir þar sem hækkun launa, mannekla og hrávöruskortur hafa áhrif.
Bretland Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Sjá meira