Nokkrir dómarar á HM í handbolta bendlaðir við veðmálasvindl Hjörvar Ólafsson skrifar 15. janúar 2023 10:24 Annar króatísku dómaranna sem liggur undir grun um veðmálasvindl áminnir hér Alfreð Gíslason, þjálfara Þýskalands, í leik liðsins gegn Katar á HM á föstudaginn síðastliðinn. Vísir/Getty Átta handboltadómarar, sem dæma alþjóðlega leiki á hæsti stigi íþróttarinnar, liggja undir grun um að hafa tekið hátt í að hagræða úrslitum. Nokkrir þeirra eru að dæma á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð þessa dagana. Þetta kemur fram í frétt sem TV2 birtir í dag. Á meðal þeirra dómara sem hafa verið bendlaðir við veðmálasvindl eru króatíska dómaraparið Matija Gubica og Boris Milosevic sem sáu um dómgæsluna í leik Þýskalands og Katar á heimsmeistaramótinu á föstudagskvöldið síðastliðið. Þeir eru taldir í fremstu röð sem dómarar í handboltaheiminum í dag. En á sama tíma ber nafn þeirra á góma í skýrslu Sportradar sem gerð árið 2018. Sportradar er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að greina hvort rökstuddur grunur geti verið um veðmálasvindl í íþróttaleikjum. Fyrirtækið starfar sem dæmi fyrir fyrir evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og samtök evrópskra knattspyrnusambanda. Fram kemur í skýrslunnni sem haldið er leynilegri enn sem komið en TV2 komst á snoðir og hefur undir höndum um að grunur sé um að Króatarnir hafi tekið þátt í að hagræða úrslitum í sjö leikjum í Evrópukeppnum félagsliða sem þeir dæmdu. Allt í allt hefur Sportradar flaggað 26 leiki á tímabilinu september árið 2016 til nóvember árið 2017 þar sem greinendur telja að maðkur hafi verið í mysunni. Um er að ræða til að mynda leiki í Meistaradeild Evrópu og landsleiki. Chris Kronow Rasmussen, sérfræðingur í málefnum tengdum hagræðingum úrslita, segir sjaldgæft að Sportradar sendi frá sér skýrslu þar sem fram koma jafn mörg og augljós dæmi um rökstuddur grunur er um hagræðingu úrslita. Rasmussen segir einsýnt að evrópska handboltasambandið, EHF, verði að grípa til aðgerða vegna skýrslu Sportsradar. Sú staðreynd að dómarar, sem dæmdu leiki, sem flaggaðir séu í skýrslunni bendi hins vegar ekki til þess að EHF ætli að taka málið föstum tökum. Makedónska dómaraparið Gjorgij Nachevski og Slave Nikolov, sem einnig dæma á heimsmeistaramótinu, eru einnig bendlaðir við veðmálasvindli í framangreindri skýrslu. Dómararnir sem um ræðir hafa neitað þeim sökum sem á þá eru bornar en neita annars að tjá sig um málið. Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt sem TV2 birtir í dag. Á meðal þeirra dómara sem hafa verið bendlaðir við veðmálasvindl eru króatíska dómaraparið Matija Gubica og Boris Milosevic sem sáu um dómgæsluna í leik Þýskalands og Katar á heimsmeistaramótinu á föstudagskvöldið síðastliðið. Þeir eru taldir í fremstu röð sem dómarar í handboltaheiminum í dag. En á sama tíma ber nafn þeirra á góma í skýrslu Sportradar sem gerð árið 2018. Sportradar er fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að greina hvort rökstuddur grunur geti verið um veðmálasvindl í íþróttaleikjum. Fyrirtækið starfar sem dæmi fyrir fyrir evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, og samtök evrópskra knattspyrnusambanda. Fram kemur í skýrslunnni sem haldið er leynilegri enn sem komið en TV2 komst á snoðir og hefur undir höndum um að grunur sé um að Króatarnir hafi tekið þátt í að hagræða úrslitum í sjö leikjum í Evrópukeppnum félagsliða sem þeir dæmdu. Allt í allt hefur Sportradar flaggað 26 leiki á tímabilinu september árið 2016 til nóvember árið 2017 þar sem greinendur telja að maðkur hafi verið í mysunni. Um er að ræða til að mynda leiki í Meistaradeild Evrópu og landsleiki. Chris Kronow Rasmussen, sérfræðingur í málefnum tengdum hagræðingum úrslita, segir sjaldgæft að Sportradar sendi frá sér skýrslu þar sem fram koma jafn mörg og augljós dæmi um rökstuddur grunur er um hagræðingu úrslita. Rasmussen segir einsýnt að evrópska handboltasambandið, EHF, verði að grípa til aðgerða vegna skýrslu Sportsradar. Sú staðreynd að dómarar, sem dæmdu leiki, sem flaggaðir séu í skýrslunni bendi hins vegar ekki til þess að EHF ætli að taka málið föstum tökum. Makedónska dómaraparið Gjorgij Nachevski og Slave Nikolov, sem einnig dæma á heimsmeistaramótinu, eru einnig bendlaðir við veðmálasvindli í framangreindri skýrslu. Dómararnir sem um ræðir hafa neitað þeim sökum sem á þá eru bornar en neita annars að tjá sig um málið.
Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Sjá meira