Stórsigrar hjá Danmörku og Noregi | Egyptaland valtaði yfir Króatíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2023 21:16 Mikkel Hansen skoraði tíu mörk í kvöld. Kolektiff Images/Getty Images Síðari fjórum leikjum dagsins á HM í handbolta er nú lokið. Egyptaland vann níu marka sigur á Króatíu á meðan Danmörk og Noregur unnu örugga sigra. Þetta voru fyrstu leikir liðanna á mótinu. Egyptaland var betra frá upphafi til enda gegn Króatíu og vann á endanum sannfærandi níu marka sigur, lokatölur 31-22. Mohamed Ramadan var markahæstur í liði Egyptalands með sex mörk. Egyptaland er því komið á topp G-riðils en Króatía er á botninum. Það verður seint sagt að Danmörk hafi átt erfitt uppdráttar gegn Belgíu en þegar flautað var til leiksloka var munurinn 15 mörk, lokatölur 43-28. Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í liði Danmerkur og var markahæstur. Þar á eftir kom Mathias Gidsel með 9 mörk. Danir eru eina liðið sem hefur unnið leik í H-riðli þar sem Túnis og lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein gerðu 27-27 jafntefli fyrr í dag. Denmark is now undefeated in 20 World Championship matches in a row (19 wins, 1 draw) and is 5 matches away from equalizing the amazing record of France (25)!22.01.17: pic.twitter.com/nbXipbtN8g— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 13, 2023 Noregur vann einkar sannfærandi 12 marka sigur á Norður-Makedóníu, lokatölur 39-27. Sander Sagosen skoraði sex mörk í liði Noregs og var markahæstur ásamt Magnus Abelvik Rød. Sigurinn lyftir Noregi upp í toppsæti F-riðils en Holland er í 2. sæti á meðan Argentína og N-Makedónía eru án stiga. Þá vann Serbía níu marka sigur á Alsír, lokatölur 36-27. Serbía fer með sigrinum upp í toppsæti E-riðils á meðan lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi eru í 2. sæti með lakari markatölu. Handbolti HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Lærisveinar Alfreðs lögðu Katar á meðan lærisveinar Arons misstigu sig eftir góða byrjun Tveir íslenskir þjálfarar voru í eldlínunni þegar fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta fóru fram. Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á mótinu. 13. janúar 2023 18:46 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Egyptaland var betra frá upphafi til enda gegn Króatíu og vann á endanum sannfærandi níu marka sigur, lokatölur 31-22. Mohamed Ramadan var markahæstur í liði Egyptalands með sex mörk. Egyptaland er því komið á topp G-riðils en Króatía er á botninum. Það verður seint sagt að Danmörk hafi átt erfitt uppdráttar gegn Belgíu en þegar flautað var til leiksloka var munurinn 15 mörk, lokatölur 43-28. Mikkel Hansen skoraði 10 mörk í liði Danmerkur og var markahæstur. Þar á eftir kom Mathias Gidsel með 9 mörk. Danir eru eina liðið sem hefur unnið leik í H-riðli þar sem Túnis og lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein gerðu 27-27 jafntefli fyrr í dag. Denmark is now undefeated in 20 World Championship matches in a row (19 wins, 1 draw) and is 5 matches away from equalizing the amazing record of France (25)!22.01.17: pic.twitter.com/nbXipbtN8g— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 13, 2023 Noregur vann einkar sannfærandi 12 marka sigur á Norður-Makedóníu, lokatölur 39-27. Sander Sagosen skoraði sex mörk í liði Noregs og var markahæstur ásamt Magnus Abelvik Rød. Sigurinn lyftir Noregi upp í toppsæti F-riðils en Holland er í 2. sæti á meðan Argentína og N-Makedónía eru án stiga. Þá vann Serbía níu marka sigur á Alsír, lokatölur 36-27. Serbía fer með sigrinum upp í toppsæti E-riðils á meðan lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi eru í 2. sæti með lakari markatölu.
Handbolti HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir Lærisveinar Alfreðs lögðu Katar á meðan lærisveinar Arons misstigu sig eftir góða byrjun Tveir íslenskir þjálfarar voru í eldlínunni þegar fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta fóru fram. Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á mótinu. 13. janúar 2023 18:46 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Lærisveinar Alfreðs lögðu Katar á meðan lærisveinar Arons misstigu sig eftir góða byrjun Tveir íslenskir þjálfarar voru í eldlínunni þegar fyrstu fjórir leikir dagsins á HM í handbolta fóru fram. Um var að ræða fyrstu leiki liðanna á mótinu. 13. janúar 2023 18:46