Miklu hættulegra að vera heima í sófanum en að fara í sjósund Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 22:31 Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og fyrirtækjaeigandi, segir sjósund holla og góða hreyfingu. Fólk verði þó að hlusta vel á líkamann enda sé allt gott í hófi. Vísir Slysa- og bráðalæknir telur miklu hættulegra að hanga heima í sófanum í staðinn fyrir að fara út og hreyfa sig, til dæmis með því að skella sér í sjósund. Konum á miðjum aldri var ráðlagt að sleppa því að synda í köldu vatni í vikunni. Breska blaðið Telegraph fjallaði nýlega um að miðaldra konur þyrftu að sýna ýtrustu varúð við sund í köldu vatni. Rætt var við konu á sextugsaldri sem hlotið hafði alvarleg lungnaveikindi eftir slíkar æfingar. Sú var í góðu formi, þaulvön sjósundi og hafði reglulega keppt í þríþraut. Telegraph vísaði í grein í tímaritinu BMJ Case Reports, þar sem fram kemur að tiltekin tegund lungnabjúgs geti komið upp við sund. Samkvæmt greininni eru meiri líkur á veikindunum þegar synt er af ákefð og þá sérstaklega í köldu vatni. Keyrir streitukerfið upp Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og fyrirtækjaeigandi, ræddi málið við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segist reglulega dýfa sér í kaldan sjó og lætur vel af. Kristín segir slíka hreyfingu af hinu góða en hins vegar verði ávallt að hlusta á líkamann. „Þetta keyrir streitukerfið svolítið upp fyrst og svo hjálpar fólki að fara í endurheimt í kjölfarið. Í endurheimt er svo mikið gróandi, ónæmiskerfið er virkt og mikil vellíðan og alls konar sem gerist í endurheimtinni. En það er þannig í lífinu að ef við reynum aldrei á kerfin okkar […] Þá erum við náttúrulega ekki að ræsa þessi kerfi okkar, eða efla kerfin okkar. Þannig að hæfileg ræsing, hæfileg streita, hæfilegt álag er mjög hollt fyrir okkur – og lífsnauðsynlegt.“ „Við þurfum að ræsa kerfin okkar“ Kristín leggur áherslu á að fólk eigi sjálfsögðu ekki að ofgera sér. Allt sé gott í hófi og fólk eigi að hlusta á líkamann. Hún segir að greinin, sem fjallað hefur verið um, benda til þess að um eitt einstakt tilfelli hafi verið að ræða. Skoða verði hlutina í heild enda geti utanaðkomandi þættir, til að mynda heilsa einstaklingsins, skipt máli. Taka þurfi slíkum hlutum með fyrirvara. „Ég tel að það sé miklu hættulegra að vera heima í sófanum heldur en að fara út og taka þátt í lífinu og hreyfa sig og vera til, lifa lífinu lifandi. Við þurfum að ræsa kerfin okkar en við eigum að vera í tengslum við okkur sjálf og finna hvernig okkur líður; hvort að þetta er að gera okkur gott eða hvort það er komið nóg.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Sund Sjósund Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ermarsundskonur hittust í teboði: „Þetta snýst miklu frekar um hausinn en líkamann“ Sérstakt teboð var haldið var í Laugardal í Reykjavík í dag, þar sem boðsgestirnir voru allar íslenskar konur sem synt hafa yfir Ermarsundið en þær eru tuttugu og þrjár talsins. Konurnar báru saman bækur sínar og fögnuðu því að hafa unnið þetta mikla afrek. 23. október 2022 21:59 „Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 5. september 2022 15:25 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Breska blaðið Telegraph fjallaði nýlega um að miðaldra konur þyrftu að sýna ýtrustu varúð við sund í köldu vatni. Rætt var við konu á sextugsaldri sem hlotið hafði alvarleg lungnaveikindi eftir slíkar æfingar. Sú var í góðu formi, þaulvön sjósundi og hafði reglulega keppt í þríþraut. Telegraph vísaði í grein í tímaritinu BMJ Case Reports, þar sem fram kemur að tiltekin tegund lungnabjúgs geti komið upp við sund. Samkvæmt greininni eru meiri líkur á veikindunum þegar synt er af ákefð og þá sérstaklega í köldu vatni. Keyrir streitukerfið upp Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og fyrirtækjaeigandi, ræddi málið við Reykjavík síðdegis fyrr í dag. Hún segist reglulega dýfa sér í kaldan sjó og lætur vel af. Kristín segir slíka hreyfingu af hinu góða en hins vegar verði ávallt að hlusta á líkamann. „Þetta keyrir streitukerfið svolítið upp fyrst og svo hjálpar fólki að fara í endurheimt í kjölfarið. Í endurheimt er svo mikið gróandi, ónæmiskerfið er virkt og mikil vellíðan og alls konar sem gerist í endurheimtinni. En það er þannig í lífinu að ef við reynum aldrei á kerfin okkar […] Þá erum við náttúrulega ekki að ræsa þessi kerfi okkar, eða efla kerfin okkar. Þannig að hæfileg ræsing, hæfileg streita, hæfilegt álag er mjög hollt fyrir okkur – og lífsnauðsynlegt.“ „Við þurfum að ræsa kerfin okkar“ Kristín leggur áherslu á að fólk eigi sjálfsögðu ekki að ofgera sér. Allt sé gott í hófi og fólk eigi að hlusta á líkamann. Hún segir að greinin, sem fjallað hefur verið um, benda til þess að um eitt einstakt tilfelli hafi verið að ræða. Skoða verði hlutina í heild enda geti utanaðkomandi þættir, til að mynda heilsa einstaklingsins, skipt máli. Taka þurfi slíkum hlutum með fyrirvara. „Ég tel að það sé miklu hættulegra að vera heima í sófanum heldur en að fara út og taka þátt í lífinu og hreyfa sig og vera til, lifa lífinu lifandi. Við þurfum að ræsa kerfin okkar en við eigum að vera í tengslum við okkur sjálf og finna hvernig okkur líður; hvort að þetta er að gera okkur gott eða hvort það er komið nóg.“ Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Sund Sjósund Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Ermarsundskonur hittust í teboði: „Þetta snýst miklu frekar um hausinn en líkamann“ Sérstakt teboð var haldið var í Laugardal í Reykjavík í dag, þar sem boðsgestirnir voru allar íslenskar konur sem synt hafa yfir Ermarsundið en þær eru tuttugu og þrjár talsins. Konurnar báru saman bækur sínar og fögnuðu því að hafa unnið þetta mikla afrek. 23. október 2022 21:59 „Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 5. september 2022 15:25 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Ermarsundskonur hittust í teboði: „Þetta snýst miklu frekar um hausinn en líkamann“ Sérstakt teboð var haldið var í Laugardal í Reykjavík í dag, þar sem boðsgestirnir voru allar íslenskar konur sem synt hafa yfir Ermarsundið en þær eru tuttugu og þrjár talsins. Konurnar báru saman bækur sínar og fögnuðu því að hafa unnið þetta mikla afrek. 23. október 2022 21:59
„Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. 5. september 2022 15:25
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent