Heimgreiðslur fyrir hafnfirska foreldra Kristín Thoroddsen skrifar 13. janúar 2023 15:31 Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. Góð og gagnleg umræða um fyrstu fimm ár barnsins hefur verið í samfélaginu þar sem bent hefur verið á mikilvægi þess að foreldrar verji meiri tíma með ungum börnum sínum og vinni að góðri tengslamyndun. Eftir að fæðingarorlofi foreldra líkur er mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreyttar leiðir fyrir börn sín sem hentar hverjum og einum þar til barnið hefur fengið boð um leikskólapláss. Til að auka val foreldar og tryggja fjölbreyttar leiðir hefur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt heimgreiðslur til foreldrar eftir að fæðingarorlofi þeirra líkur, frá 12 mánaða til 30 mánaða aldurs eða þar til barn fær pláss hjá dagforeldri eða hefur skólagöngu í leikskóla. Upphæð niðurgreiðslunnar er sú sama og fylgir barni hjá dagforeldri. Við teljum að með þessu séum við að styrkja barnafjölskyldur, bjóða uppá fjölbreyttar leiðir og leggja okkar að mörgum við að efla enn frekar tengslamyndun barns og foreldris hafi þeir möguleika til að vera lengur heima með börnum sínum. Niðurgreiðsla til dagforeldra hækkuð Dagforeldrar sinna mikilvægu og góðu starfi en í Hafnarfirði eru starfandi 26 dagforeldrar. Dagvistun hjá dagforeldrum er ávallt val foreldra og því mikilvægt að styðja vel við starfsumhverfi þeirra. Hafnarfjarðarbær hefur nú þegar samþykkt stofnstyrk til dagforeldra til að styrkja starf þeirra sem gera samning við bæjarfélagið. Með þessu er vonast til að enn fjölgi í hópi dagforeldra í stækkandi bæjarfélagi. Um áramótin hækkaði niðurgreiðsla til dagforeldra um 23% en það er liður í því að standa með barnafjölskyldum í Hafnarfirði. Áfram verður unnið að því að styrkja dagvistunarúrræði í Hafnarfirði meðal annars með því að auka sveigjanlegan vistunartíma, samhliða því er unnið að þróun og endurskoðun leikskólastarfsins, börnum og starfsfólki til heilla. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. Góð og gagnleg umræða um fyrstu fimm ár barnsins hefur verið í samfélaginu þar sem bent hefur verið á mikilvægi þess að foreldrar verji meiri tíma með ungum börnum sínum og vinni að góðri tengslamyndun. Eftir að fæðingarorlofi foreldra líkur er mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreyttar leiðir fyrir börn sín sem hentar hverjum og einum þar til barnið hefur fengið boð um leikskólapláss. Til að auka val foreldar og tryggja fjölbreyttar leiðir hefur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt heimgreiðslur til foreldrar eftir að fæðingarorlofi þeirra líkur, frá 12 mánaða til 30 mánaða aldurs eða þar til barn fær pláss hjá dagforeldri eða hefur skólagöngu í leikskóla. Upphæð niðurgreiðslunnar er sú sama og fylgir barni hjá dagforeldri. Við teljum að með þessu séum við að styrkja barnafjölskyldur, bjóða uppá fjölbreyttar leiðir og leggja okkar að mörgum við að efla enn frekar tengslamyndun barns og foreldris hafi þeir möguleika til að vera lengur heima með börnum sínum. Niðurgreiðsla til dagforeldra hækkuð Dagforeldrar sinna mikilvægu og góðu starfi en í Hafnarfirði eru starfandi 26 dagforeldrar. Dagvistun hjá dagforeldrum er ávallt val foreldra og því mikilvægt að styðja vel við starfsumhverfi þeirra. Hafnarfjarðarbær hefur nú þegar samþykkt stofnstyrk til dagforeldra til að styrkja starf þeirra sem gera samning við bæjarfélagið. Með þessu er vonast til að enn fjölgi í hópi dagforeldra í stækkandi bæjarfélagi. Um áramótin hækkaði niðurgreiðsla til dagforeldra um 23% en það er liður í því að standa með barnafjölskyldum í Hafnarfirði. Áfram verður unnið að því að styrkja dagvistunarúrræði í Hafnarfirði meðal annars með því að auka sveigjanlegan vistunartíma, samhliða því er unnið að þróun og endurskoðun leikskólastarfsins, börnum og starfsfólki til heilla. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar