Ný græn orkuauðlind Tinna Traustadóttir skrifar 17. janúar 2023 10:00 Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku. Raforkureikningur meðalstórs heimilis gæti hækkað um 140 kr. á mánuði í ár við kaup á upprunaábyrgðum og reikningur fremur stórs fyrirtækis um ríflega 2%. Svo eru það hinir sem ákveða að halda sig við fyrri kosti og velja sér þá raforkusala sem selja raforkuna án upprunaábyrgða. Hver og einn velur samkvæmt eigin hagsmunum og skoðunum. Raforkuverð á Íslandi til almennings og fyrirtækja hefur verið lágt og stöðugt alla tíð. Ákvörðun Landsvirkjunar um að láta upprunaábyrgðir ekki lengur fylgja með í heildsölu breytir engu þar um. Upphrópanir um mikla hækkun raforkuverðs vegna ákvörðunar okkar, jafnvel frá fyrirtækjum sem sjálf vinna sína raforku, eru fullkomlega rakalausar og óskiljanlegar. Bættur hagur orkufyrirtækis þjóðarinnar Það sem upprunaábyrgðir raforku gera hins vegar sannarlega er að bæta hag Landsvirkjunar, orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölunni 1 milljarður kr. og á síðasta ári námu þær 2 milljörðum. Lang stærsti hluti þeirra upprunaábyrgða voru seldar á meginlandi Evrópu og tekjurnar voru hrein viðbót í reksturinn. Rekstur Landvirkjunar hefur vænkast mjög á undanförnum árum og á síðasta ári greiddi fyrirtækið 15 milljarða kr. í arð, sem runnu beint í ríkissjóð. Ef Landsvirkjun seldi á ári hverju allar upprunaábyrgir, sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins, gætu tekjurnar af þeirri sölu numið öðrum 15 milljörðum kr. árlega. Evrópskt kerfi upprunaábyrgða hefur vafist fyrir mörgum enda er flestum tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni orkuvinnslu beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur í raun ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Það virkar þannig að þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. stórfyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa þá grænu orku úr bókhaldinu hérna heima og færa í stað inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Núna er kerfi upprunaábyrgða farið að virka eins og til var ætlast: Þau fyrirtæki sem vinna endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun, fá hærra verð en ella og verða því enn betur í stakk búin til að mæta óhjákvæmilegum orkuskiptum. Köstum ekki frá okkur tekjum Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt og ótvírætt: Orkufyrirtæki þjóðarinnar hámarkar afrakstur af þeim orkulindum sem því er treyst fyrir og hefur sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala á upprunaábyrgðum er í raun ný græn auðlind. Við ætlum ekki að kasta frá okkur – og þar með þjóðinni – þeim tekjum sem við eigum kost á vegna grænu orkuvinnslunnar okkar. Það er engin ástæða til að óttast kerfi upprunaábyrgða. Þvert á móti ættum við Íslendingar að fagna því sérstaklega að eiga þess kost að selja þau verðmæti. Landsvirkjun verður með opinn fund um upprunaábyrgðir á morgun, 18. janúar , kl. 9 á Hilton Reykjavík Nordica og í beinu streymi. Ég hvet alla til að fylgjast með fundinum og kynna sér málið nánar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Tinna Traustadóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku. Raforkureikningur meðalstórs heimilis gæti hækkað um 140 kr. á mánuði í ár við kaup á upprunaábyrgðum og reikningur fremur stórs fyrirtækis um ríflega 2%. Svo eru það hinir sem ákveða að halda sig við fyrri kosti og velja sér þá raforkusala sem selja raforkuna án upprunaábyrgða. Hver og einn velur samkvæmt eigin hagsmunum og skoðunum. Raforkuverð á Íslandi til almennings og fyrirtækja hefur verið lágt og stöðugt alla tíð. Ákvörðun Landsvirkjunar um að láta upprunaábyrgðir ekki lengur fylgja með í heildsölu breytir engu þar um. Upphrópanir um mikla hækkun raforkuverðs vegna ákvörðunar okkar, jafnvel frá fyrirtækjum sem sjálf vinna sína raforku, eru fullkomlega rakalausar og óskiljanlegar. Bættur hagur orkufyrirtækis þjóðarinnar Það sem upprunaábyrgðir raforku gera hins vegar sannarlega er að bæta hag Landsvirkjunar, orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölunni 1 milljarður kr. og á síðasta ári námu þær 2 milljörðum. Lang stærsti hluti þeirra upprunaábyrgða voru seldar á meginlandi Evrópu og tekjurnar voru hrein viðbót í reksturinn. Rekstur Landvirkjunar hefur vænkast mjög á undanförnum árum og á síðasta ári greiddi fyrirtækið 15 milljarða kr. í arð, sem runnu beint í ríkissjóð. Ef Landsvirkjun seldi á ári hverju allar upprunaábyrgir, sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins, gætu tekjurnar af þeirri sölu numið öðrum 15 milljörðum kr. árlega. Evrópskt kerfi upprunaábyrgða hefur vafist fyrir mörgum enda er flestum tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni orkuvinnslu beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur í raun ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Það virkar þannig að þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. stórfyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa þá grænu orku úr bókhaldinu hérna heima og færa í stað inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Núna er kerfi upprunaábyrgða farið að virka eins og til var ætlast: Þau fyrirtæki sem vinna endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun, fá hærra verð en ella og verða því enn betur í stakk búin til að mæta óhjákvæmilegum orkuskiptum. Köstum ekki frá okkur tekjum Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt og ótvírætt: Orkufyrirtæki þjóðarinnar hámarkar afrakstur af þeim orkulindum sem því er treyst fyrir og hefur sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala á upprunaábyrgðum er í raun ný græn auðlind. Við ætlum ekki að kasta frá okkur – og þar með þjóðinni – þeim tekjum sem við eigum kost á vegna grænu orkuvinnslunnar okkar. Það er engin ástæða til að óttast kerfi upprunaábyrgða. Þvert á móti ættum við Íslendingar að fagna því sérstaklega að eiga þess kost að selja þau verðmæti. Landsvirkjun verður með opinn fund um upprunaábyrgðir á morgun, 18. janúar , kl. 9 á Hilton Reykjavík Nordica og í beinu streymi. Ég hvet alla til að fylgjast með fundinum og kynna sér málið nánar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun