Hjón fá þrjár milljónir frá Grindavíkurbæ eftir bílastæðadeilur Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2023 18:37 Húsin standa beint á móti bílastæðinu, sem nú hefur verið malbikað. Vísir/Egill Grindavíkurbæ hefur verið gert að greiða hjónum í bænum 3,4 milljónir króna vegna þrifa á heimili þeirra og tjóns á bíl, í kjölfar sandfoks frá bílastæði við íþróttamiðstöðina Hópið. Hjónin fóru fram á tæplega 30 milljónir vegna málsins. Hópið, fjölnota íþróttahús var tekið í notkun árið 2008. Hjónin lögðu fyrst fram kvörtun árið 2015 þar sem malbikun á bílastæði við íþróttahúsið hafði þá ekki enn farið fram. Sögðust þau hafa orðið fyrir eignatjóni vegna sandfoks frá bílastæðinu og að viðhald húss þeirra og heimilisþrif hefðu margfaldast. Heilbrigðiseftirlitið mat kvörtunina réttmæta, en í tölvupósti bæjarstjóra til heilbrigðiseftirlitsins sagði hann bæinn hafa reynt að „koma í veg fyrir sandfjúk með því að bleyta svæðið.“ Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs var falið að koma málinu í formlegt útboðsferli vegna malbikunarinnar, en samkvæmt deiliskipulagi átti bílastæðið að vera tilbúið árið 2018. Sumarið 2019 hafði bílastæðið ekki enn verið malbikað og hjónin kvörtuðu því aftur. Síðar það ár, eða í október, var planið loks malbikað. Bílastæðið umþrætta er fyrir miðju en hús hjónanna til hægri á myndinni.Vísir/Egill Lögmaður hjónanna sendi bótakröfu á vátryggingafélagið Sjóvá, sem neitaði bótaskyldu, og bar fyrir sig að ekki hafi verið sýnt fram á tjón. Neituninni var skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, þar sem fallist var á sjónarmið Sjóvár. Hjónin höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem tekið var fyrir hinn 9. nóvember 2020. Skipaðir voru matsmenn til að meta hvort, og að hvaða marki, hjónin hefðu orðið fyrir tjóni vegna sandfoks. Litið var sérstaklega til ytra byrðis húss þeirra, sem og ökutækja í eigu hjónanna. Matsmennirnir gátu ekki staðfest að skemmdir hefðu orðið á húsinu en töldu hins vegar augljóst að sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Þeir töldu að kostnaður við þrif gæti líklega numið um 69 þúsund krónum í hvert skipti. Fyrir dómi byggðu hjónin á vítaverðu aðgerðarleysi Grindavíkurbæjar. Matsmennirnir skoðuðu ytra byrði hússins, á borð við glugga, hurðir og lista.Vísir/Egill Héraðsdómari vísaði til tilmæla heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kvörtunin var metin réttmæt. Upphaflega hafi staðið til að malbika bílastæðið árið 2018, en það hafi dregist í rúmt ár vegna fjárhags bæjarins. Möl og sandur hafi í mörg ár ítrekað fokið frá stæðinu yfir á lóð hjónanna. Talið var að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæðið standa ómalbikað í fleiri ár. Bótakrafan upp á þrjátíu milljónir var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar. Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum. Dómsmál Grindavík Tryggingar Veður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Hópið, fjölnota íþróttahús var tekið í notkun árið 2008. Hjónin lögðu fyrst fram kvörtun árið 2015 þar sem malbikun á bílastæði við íþróttahúsið hafði þá ekki enn farið fram. Sögðust þau hafa orðið fyrir eignatjóni vegna sandfoks frá bílastæðinu og að viðhald húss þeirra og heimilisþrif hefðu margfaldast. Heilbrigðiseftirlitið mat kvörtunina réttmæta, en í tölvupósti bæjarstjóra til heilbrigðiseftirlitsins sagði hann bæinn hafa reynt að „koma í veg fyrir sandfjúk með því að bleyta svæðið.“ Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs var falið að koma málinu í formlegt útboðsferli vegna malbikunarinnar, en samkvæmt deiliskipulagi átti bílastæðið að vera tilbúið árið 2018. Sumarið 2019 hafði bílastæðið ekki enn verið malbikað og hjónin kvörtuðu því aftur. Síðar það ár, eða í október, var planið loks malbikað. Bílastæðið umþrætta er fyrir miðju en hús hjónanna til hægri á myndinni.Vísir/Egill Lögmaður hjónanna sendi bótakröfu á vátryggingafélagið Sjóvá, sem neitaði bótaskyldu, og bar fyrir sig að ekki hafi verið sýnt fram á tjón. Neituninni var skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, þar sem fallist var á sjónarmið Sjóvár. Hjónin höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem tekið var fyrir hinn 9. nóvember 2020. Skipaðir voru matsmenn til að meta hvort, og að hvaða marki, hjónin hefðu orðið fyrir tjóni vegna sandfoks. Litið var sérstaklega til ytra byrðis húss þeirra, sem og ökutækja í eigu hjónanna. Matsmennirnir gátu ekki staðfest að skemmdir hefðu orðið á húsinu en töldu hins vegar augljóst að sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Þeir töldu að kostnaður við þrif gæti líklega numið um 69 þúsund krónum í hvert skipti. Fyrir dómi byggðu hjónin á vítaverðu aðgerðarleysi Grindavíkurbæjar. Matsmennirnir skoðuðu ytra byrði hússins, á borð við glugga, hurðir og lista.Vísir/Egill Héraðsdómari vísaði til tilmæla heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kvörtunin var metin réttmæt. Upphaflega hafi staðið til að malbika bílastæðið árið 2018, en það hafi dregist í rúmt ár vegna fjárhags bæjarins. Möl og sandur hafi í mörg ár ítrekað fokið frá stæðinu yfir á lóð hjónanna. Talið var að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæðið standa ómalbikað í fleiri ár. Bótakrafan upp á þrjátíu milljónir var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar. Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum.
Dómsmál Grindavík Tryggingar Veður Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent