Hjón fá þrjár milljónir frá Grindavíkurbæ eftir bílastæðadeilur Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2023 18:37 Húsin standa beint á móti bílastæðinu, sem nú hefur verið malbikað. Vísir/Egill Grindavíkurbæ hefur verið gert að greiða hjónum í bænum 3,4 milljónir króna vegna þrifa á heimili þeirra og tjóns á bíl, í kjölfar sandfoks frá bílastæði við íþróttamiðstöðina Hópið. Hjónin fóru fram á tæplega 30 milljónir vegna málsins. Hópið, fjölnota íþróttahús var tekið í notkun árið 2008. Hjónin lögðu fyrst fram kvörtun árið 2015 þar sem malbikun á bílastæði við íþróttahúsið hafði þá ekki enn farið fram. Sögðust þau hafa orðið fyrir eignatjóni vegna sandfoks frá bílastæðinu og að viðhald húss þeirra og heimilisþrif hefðu margfaldast. Heilbrigðiseftirlitið mat kvörtunina réttmæta, en í tölvupósti bæjarstjóra til heilbrigðiseftirlitsins sagði hann bæinn hafa reynt að „koma í veg fyrir sandfjúk með því að bleyta svæðið.“ Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs var falið að koma málinu í formlegt útboðsferli vegna malbikunarinnar, en samkvæmt deiliskipulagi átti bílastæðið að vera tilbúið árið 2018. Sumarið 2019 hafði bílastæðið ekki enn verið malbikað og hjónin kvörtuðu því aftur. Síðar það ár, eða í október, var planið loks malbikað. Bílastæðið umþrætta er fyrir miðju en hús hjónanna til hægri á myndinni.Vísir/Egill Lögmaður hjónanna sendi bótakröfu á vátryggingafélagið Sjóvá, sem neitaði bótaskyldu, og bar fyrir sig að ekki hafi verið sýnt fram á tjón. Neituninni var skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, þar sem fallist var á sjónarmið Sjóvár. Hjónin höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem tekið var fyrir hinn 9. nóvember 2020. Skipaðir voru matsmenn til að meta hvort, og að hvaða marki, hjónin hefðu orðið fyrir tjóni vegna sandfoks. Litið var sérstaklega til ytra byrðis húss þeirra, sem og ökutækja í eigu hjónanna. Matsmennirnir gátu ekki staðfest að skemmdir hefðu orðið á húsinu en töldu hins vegar augljóst að sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Þeir töldu að kostnaður við þrif gæti líklega numið um 69 þúsund krónum í hvert skipti. Fyrir dómi byggðu hjónin á vítaverðu aðgerðarleysi Grindavíkurbæjar. Matsmennirnir skoðuðu ytra byrði hússins, á borð við glugga, hurðir og lista.Vísir/Egill Héraðsdómari vísaði til tilmæla heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kvörtunin var metin réttmæt. Upphaflega hafi staðið til að malbika bílastæðið árið 2018, en það hafi dregist í rúmt ár vegna fjárhags bæjarins. Möl og sandur hafi í mörg ár ítrekað fokið frá stæðinu yfir á lóð hjónanna. Talið var að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæðið standa ómalbikað í fleiri ár. Bótakrafan upp á þrjátíu milljónir var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar. Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum. Dómsmál Grindavík Tryggingar Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Hópið, fjölnota íþróttahús var tekið í notkun árið 2008. Hjónin lögðu fyrst fram kvörtun árið 2015 þar sem malbikun á bílastæði við íþróttahúsið hafði þá ekki enn farið fram. Sögðust þau hafa orðið fyrir eignatjóni vegna sandfoks frá bílastæðinu og að viðhald húss þeirra og heimilisþrif hefðu margfaldast. Heilbrigðiseftirlitið mat kvörtunina réttmæta, en í tölvupósti bæjarstjóra til heilbrigðiseftirlitsins sagði hann bæinn hafa reynt að „koma í veg fyrir sandfjúk með því að bleyta svæðið.“ Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs var falið að koma málinu í formlegt útboðsferli vegna malbikunarinnar, en samkvæmt deiliskipulagi átti bílastæðið að vera tilbúið árið 2018. Sumarið 2019 hafði bílastæðið ekki enn verið malbikað og hjónin kvörtuðu því aftur. Síðar það ár, eða í október, var planið loks malbikað. Bílastæðið umþrætta er fyrir miðju en hús hjónanna til hægri á myndinni.Vísir/Egill Lögmaður hjónanna sendi bótakröfu á vátryggingafélagið Sjóvá, sem neitaði bótaskyldu, og bar fyrir sig að ekki hafi verið sýnt fram á tjón. Neituninni var skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, þar sem fallist var á sjónarmið Sjóvár. Hjónin höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem tekið var fyrir hinn 9. nóvember 2020. Skipaðir voru matsmenn til að meta hvort, og að hvaða marki, hjónin hefðu orðið fyrir tjóni vegna sandfoks. Litið var sérstaklega til ytra byrðis húss þeirra, sem og ökutækja í eigu hjónanna. Matsmennirnir gátu ekki staðfest að skemmdir hefðu orðið á húsinu en töldu hins vegar augljóst að sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Þeir töldu að kostnaður við þrif gæti líklega numið um 69 þúsund krónum í hvert skipti. Fyrir dómi byggðu hjónin á vítaverðu aðgerðarleysi Grindavíkurbæjar. Matsmennirnir skoðuðu ytra byrði hússins, á borð við glugga, hurðir og lista.Vísir/Egill Héraðsdómari vísaði til tilmæla heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kvörtunin var metin réttmæt. Upphaflega hafi staðið til að malbika bílastæðið árið 2018, en það hafi dregist í rúmt ár vegna fjárhags bæjarins. Möl og sandur hafi í mörg ár ítrekað fokið frá stæðinu yfir á lóð hjónanna. Talið var að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæðið standa ómalbikað í fleiri ár. Bótakrafan upp á þrjátíu milljónir var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar. Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum.
Dómsmál Grindavík Tryggingar Veður Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira