Hjón fá þrjár milljónir frá Grindavíkurbæ eftir bílastæðadeilur Margrét Björk Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. janúar 2023 18:37 Húsin standa beint á móti bílastæðinu, sem nú hefur verið malbikað. Vísir/Egill Grindavíkurbæ hefur verið gert að greiða hjónum í bænum 3,4 milljónir króna vegna þrifa á heimili þeirra og tjóns á bíl, í kjölfar sandfoks frá bílastæði við íþróttamiðstöðina Hópið. Hjónin fóru fram á tæplega 30 milljónir vegna málsins. Hópið, fjölnota íþróttahús var tekið í notkun árið 2008. Hjónin lögðu fyrst fram kvörtun árið 2015 þar sem malbikun á bílastæði við íþróttahúsið hafði þá ekki enn farið fram. Sögðust þau hafa orðið fyrir eignatjóni vegna sandfoks frá bílastæðinu og að viðhald húss þeirra og heimilisþrif hefðu margfaldast. Heilbrigðiseftirlitið mat kvörtunina réttmæta, en í tölvupósti bæjarstjóra til heilbrigðiseftirlitsins sagði hann bæinn hafa reynt að „koma í veg fyrir sandfjúk með því að bleyta svæðið.“ Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs var falið að koma málinu í formlegt útboðsferli vegna malbikunarinnar, en samkvæmt deiliskipulagi átti bílastæðið að vera tilbúið árið 2018. Sumarið 2019 hafði bílastæðið ekki enn verið malbikað og hjónin kvörtuðu því aftur. Síðar það ár, eða í október, var planið loks malbikað. Bílastæðið umþrætta er fyrir miðju en hús hjónanna til hægri á myndinni.Vísir/Egill Lögmaður hjónanna sendi bótakröfu á vátryggingafélagið Sjóvá, sem neitaði bótaskyldu, og bar fyrir sig að ekki hafi verið sýnt fram á tjón. Neituninni var skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, þar sem fallist var á sjónarmið Sjóvár. Hjónin höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem tekið var fyrir hinn 9. nóvember 2020. Skipaðir voru matsmenn til að meta hvort, og að hvaða marki, hjónin hefðu orðið fyrir tjóni vegna sandfoks. Litið var sérstaklega til ytra byrðis húss þeirra, sem og ökutækja í eigu hjónanna. Matsmennirnir gátu ekki staðfest að skemmdir hefðu orðið á húsinu en töldu hins vegar augljóst að sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Þeir töldu að kostnaður við þrif gæti líklega numið um 69 þúsund krónum í hvert skipti. Fyrir dómi byggðu hjónin á vítaverðu aðgerðarleysi Grindavíkurbæjar. Matsmennirnir skoðuðu ytra byrði hússins, á borð við glugga, hurðir og lista.Vísir/Egill Héraðsdómari vísaði til tilmæla heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kvörtunin var metin réttmæt. Upphaflega hafi staðið til að malbika bílastæðið árið 2018, en það hafi dregist í rúmt ár vegna fjárhags bæjarins. Möl og sandur hafi í mörg ár ítrekað fokið frá stæðinu yfir á lóð hjónanna. Talið var að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæðið standa ómalbikað í fleiri ár. Bótakrafan upp á þrjátíu milljónir var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar. Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum. Dómsmál Grindavík Tryggingar Veður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Hópið, fjölnota íþróttahús var tekið í notkun árið 2008. Hjónin lögðu fyrst fram kvörtun árið 2015 þar sem malbikun á bílastæði við íþróttahúsið hafði þá ekki enn farið fram. Sögðust þau hafa orðið fyrir eignatjóni vegna sandfoks frá bílastæðinu og að viðhald húss þeirra og heimilisþrif hefðu margfaldast. Heilbrigðiseftirlitið mat kvörtunina réttmæta, en í tölvupósti bæjarstjóra til heilbrigðiseftirlitsins sagði hann bæinn hafa reynt að „koma í veg fyrir sandfjúk með því að bleyta svæðið.“ Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs var falið að koma málinu í formlegt útboðsferli vegna malbikunarinnar, en samkvæmt deiliskipulagi átti bílastæðið að vera tilbúið árið 2018. Sumarið 2019 hafði bílastæðið ekki enn verið malbikað og hjónin kvörtuðu því aftur. Síðar það ár, eða í október, var planið loks malbikað. Bílastæðið umþrætta er fyrir miðju en hús hjónanna til hægri á myndinni.Vísir/Egill Lögmaður hjónanna sendi bótakröfu á vátryggingafélagið Sjóvá, sem neitaði bótaskyldu, og bar fyrir sig að ekki hafi verið sýnt fram á tjón. Neituninni var skotið til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum, þar sem fallist var á sjónarmið Sjóvár. Hjónin höfðuðu því mál fyrir Héraðsdómi Reykjaness, sem tekið var fyrir hinn 9. nóvember 2020. Skipaðir voru matsmenn til að meta hvort, og að hvaða marki, hjónin hefðu orðið fyrir tjóni vegna sandfoks. Litið var sérstaklega til ytra byrðis húss þeirra, sem og ökutækja í eigu hjónanna. Matsmennirnir gátu ekki staðfest að skemmdir hefðu orðið á húsinu en töldu hins vegar augljóst að sandur og ryk hafi fokið úr bílaplaninu yfir á hús og bíla hjónanna. Þeir töldu að kostnaður við þrif gæti líklega numið um 69 þúsund krónum í hvert skipti. Fyrir dómi byggðu hjónin á vítaverðu aðgerðarleysi Grindavíkurbæjar. Matsmennirnir skoðuðu ytra byrði hússins, á borð við glugga, hurðir og lista.Vísir/Egill Héraðsdómari vísaði til tilmæla heilbrigðiseftirlitsins, þar sem kvörtunin var metin réttmæt. Upphaflega hafi staðið til að malbika bílastæðið árið 2018, en það hafi dregist í rúmt ár vegna fjárhags bæjarins. Möl og sandur hafi í mörg ár ítrekað fokið frá stæðinu yfir á lóð hjónanna. Talið var að Grindavíkurbær hafi sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi, með því að hafa látið bílastæðið standa ómalbikað í fleiri ár. Bótakrafan upp á þrjátíu milljónir var byggð á áætluðum skiptum sem þrífa þurfti húsið og nágrenni með vísan til gagna Veðurstofunnar. Dómari taldi hins vegar ekki hafa verið sýnt fram á að sandfok hafi átt sér stað í öll skiptin. Bætur voru því taldar réttilega ákvarðaðar 3,4 milljónir króna með dráttarvöxtum.
Dómsmál Grindavík Tryggingar Veður Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent