Leyfi afturkallað fyrir umdeildri virkjun í Skaftárhreppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2023 12:38 Framkvæmdaleyfið var veitt í maí í fyrra. Landvernd Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Skaftárhrepps vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti. Fimm náttúruverndarsamtök og hópur landeigenda á svæðinu kærðu leyfið til úrskurðanefndarinnar í júní í fyrra, meðal annars vegna brota á náttúruverndarlögum. Hugmyndin um virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi á sér nokkra forsögu allt aftur til 2006. Ragnar Jónsson landeigandi sagði í Fréttablaðinu á árinu að málið hefði verið í farvegi í um tuttugu ár. Málið var afar umdeilt innan sveitastjórnarinnar en tveir af fimm sveitastjórnarfulltrúum töldu óafturkræf spjöll hljótast af virkjuninni. Hér má sjá hvar Hverfisfljótið er staðsett. Farið var fram á framkvæmdaleyfi vegna 9,3 MW virkjunar sem er undanþegin rammaáætlun enda undir 10 MW. Skaftárhreppur veitti framkvæmdaleyfi í vor sem var svo kært í sumar. Úrskurðarnefndin taldi það til verulegra annmarka hjá sveitastjórninni, við veitingu leyfisins, að hafa ekki kynnt sér matsskýrslu Ragnars við útgáfu framkvæmdarleyfis. Þá skorti rökstuðning á því af hverju virkjunin væri brýn og með hvaða hætti virkjunin muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. Rökstuðningur sveitarstjórnar megi helst skilja á þann veg að minni þörf verði á varaaflsstöðvum hjá stærri fyrirtækjum eða bændum. Þá nefnir nefndin einnig að staðhæft sé að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfirleitt vera opinn fyrir henni. Verðlaunarithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir á sumarbústaðinn Seljalandi sem stendur á lóð í landi jarðar í hlíð austur við Dalshöfða. Hún hafði áhyggjur af vegaverð að virkjuninni í landi Seljalands, um hundrað metra frá bæjardyrunum.HÍ/Kristinn Ingvarsson Þá vísaði nefndin frá kæru Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar og eiganda bústaðarins Seljalands og Helgi Björnssonar jöklafræðings og eiganda jarðarinnar Hruna. Ekki var talið að þau nytu kæruaðildar að málinu vegna grenndar eða ríkra hagsmuna. Landvernd fagnar niðurstöðunni. „Úrskurður nefndarinnar er mikilvægur og afar ánægjulegur áfangi fyrir náttúruvernd í landinu sem hefur átt undir högg að sækja. Með honum er ekki einungis Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni bjargað frá óafturkræfri eyðileggingu, heldur kemur skýrt fram í úrskurðinum að fara verður eftir náttúruverndarlögum við veitingu leyfa og að leyfisveitendur verða að rökstyðja ákvarðanir sínar sem spilla náttúru með afgerandi hætti, en á það hefur skort í umhverfismálum á Íslandi,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Úrskurður nefndarinnar. Orkumál Skaftárhreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Sjá meira
Hugmyndin um virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi á sér nokkra forsögu allt aftur til 2006. Ragnar Jónsson landeigandi sagði í Fréttablaðinu á árinu að málið hefði verið í farvegi í um tuttugu ár. Málið var afar umdeilt innan sveitastjórnarinnar en tveir af fimm sveitastjórnarfulltrúum töldu óafturkræf spjöll hljótast af virkjuninni. Hér má sjá hvar Hverfisfljótið er staðsett. Farið var fram á framkvæmdaleyfi vegna 9,3 MW virkjunar sem er undanþegin rammaáætlun enda undir 10 MW. Skaftárhreppur veitti framkvæmdaleyfi í vor sem var svo kært í sumar. Úrskurðarnefndin taldi það til verulegra annmarka hjá sveitastjórninni, við veitingu leyfisins, að hafa ekki kynnt sér matsskýrslu Ragnars við útgáfu framkvæmdarleyfis. Þá skorti rökstuðning á því af hverju virkjunin væri brýn og með hvaða hætti virkjunin muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. Rökstuðningur sveitarstjórnar megi helst skilja á þann veg að minni þörf verði á varaaflsstöðvum hjá stærri fyrirtækjum eða bændum. Þá nefnir nefndin einnig að staðhæft sé að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfirleitt vera opinn fyrir henni. Verðlaunarithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir á sumarbústaðinn Seljalandi sem stendur á lóð í landi jarðar í hlíð austur við Dalshöfða. Hún hafði áhyggjur af vegaverð að virkjuninni í landi Seljalands, um hundrað metra frá bæjardyrunum.HÍ/Kristinn Ingvarsson Þá vísaði nefndin frá kæru Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar og eiganda bústaðarins Seljalands og Helgi Björnssonar jöklafræðings og eiganda jarðarinnar Hruna. Ekki var talið að þau nytu kæruaðildar að málinu vegna grenndar eða ríkra hagsmuna. Landvernd fagnar niðurstöðunni. „Úrskurður nefndarinnar er mikilvægur og afar ánægjulegur áfangi fyrir náttúruvernd í landinu sem hefur átt undir högg að sækja. Með honum er ekki einungis Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni bjargað frá óafturkræfri eyðileggingu, heldur kemur skýrt fram í úrskurðinum að fara verður eftir náttúruverndarlögum við veitingu leyfa og að leyfisveitendur verða að rökstyðja ákvarðanir sínar sem spilla náttúru með afgerandi hætti, en á það hefur skort í umhverfismálum á Íslandi,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Úrskurður nefndarinnar.
Orkumál Skaftárhreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Sjá meira
Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08