Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. janúar 2023 14:01 Snjómokstur í Reykjavík stendur enn yfir en gríðarlegt magn af snjó er víða. Vísir/Vilhelm Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega. Víða eru enn margir snjóskaflar í borginni eftir snjókomuna í desember en Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu Borgarlandsins, segir ástandið fara skánandi. Vinna síðustu daga hefur farið í að hreinsa götur, gangstéttir og kanta og verður áfram næstu daga. „Við erum að hreinsa götukassa og keyra í burtu snjó, það hefur verið svona aðalverkefnið hjá okkur og við höfum líka verið að leggja áherslu á vesturhlutann, vesturborgina, í því tilliti. Það eru svona verkefnin þessa dagana, það eru 25 til 30 vörubílar að keyra fram og til baka með snjó,“ segir Hjalti. Kyrrstæðir bílar hafi þó verið til vandræða þegar reynt hefur verið að moka götur og hliðarstæði. „Það hefur sérstaklega valdið okkur vandkvæðum í Vesturhlutanum en núna erum við að prófa það að senda SMS á íbúa í ákveðnum götum. Við sendum SMS á ákveðnar götur í gær og báðum fólk um að færa bílana sína í dag og það gekk bara rosalega vel,“ segir Hjalti. Snjórinn er eins og er fluttur á jarðvegshaug á Geirsnefinu en verið er að skoða fleiri staði þar sem núverandi haugur er að fyllast. „Þetta er bara svo mikið magn, við höfum aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu eins og við erum að gera núna. Þannig við erum svona að leita að öðrum stöðum og það á bara eftir að komast niðurstaða í það,“ segir Hjalti. Moksturinn tekið lengri tíma en muni gagnast í næsta stormi Með því að hreinsa vel núna muni það gagnast þegar næsti snjóstormur kemur óhjákvæmilega, enda miður vetur. „Við getum í raun og veru tekið við þeim snjó þegar við erum búin að hreinsa svona vel, þá erum við ekki í eins miklum vandræðum eins og ef væri fyrir. Þannig þetta hjálpar okkur líka þegar næsti stormur kemur,“ segir Hjalti. Mokstur í borginni hafi annars tekið nokkuð lengri tíma en þau ætluðu. „Við erum eins og ég sagði áðan að moka miklu meiri snjó í burtu en við höfum gert og þess vegna tekur þetta aðeins lengri tíma,“ segir Hjalti. Hvenær gerið þið ráð fyrir að þetta verði komið í nokkuð eðlilegt horf? „Vonandi bara fljótlega eftir helgi, þá vonumst við til að þessu verði að mestu lokið. Það verða náttúrulega alltaf einhverjar snyrtingar en að mestu lokið strax eftir helgi. Það er alla vega planið.“ Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. 12. janúar 2023 07:09 Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Víða eru enn margir snjóskaflar í borginni eftir snjókomuna í desember en Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu Borgarlandsins, segir ástandið fara skánandi. Vinna síðustu daga hefur farið í að hreinsa götur, gangstéttir og kanta og verður áfram næstu daga. „Við erum að hreinsa götukassa og keyra í burtu snjó, það hefur verið svona aðalverkefnið hjá okkur og við höfum líka verið að leggja áherslu á vesturhlutann, vesturborgina, í því tilliti. Það eru svona verkefnin þessa dagana, það eru 25 til 30 vörubílar að keyra fram og til baka með snjó,“ segir Hjalti. Kyrrstæðir bílar hafi þó verið til vandræða þegar reynt hefur verið að moka götur og hliðarstæði. „Það hefur sérstaklega valdið okkur vandkvæðum í Vesturhlutanum en núna erum við að prófa það að senda SMS á íbúa í ákveðnum götum. Við sendum SMS á ákveðnar götur í gær og báðum fólk um að færa bílana sína í dag og það gekk bara rosalega vel,“ segir Hjalti. Snjórinn er eins og er fluttur á jarðvegshaug á Geirsnefinu en verið er að skoða fleiri staði þar sem núverandi haugur er að fyllast. „Þetta er bara svo mikið magn, við höfum aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu eins og við erum að gera núna. Þannig við erum svona að leita að öðrum stöðum og það á bara eftir að komast niðurstaða í það,“ segir Hjalti. Moksturinn tekið lengri tíma en muni gagnast í næsta stormi Með því að hreinsa vel núna muni það gagnast þegar næsti snjóstormur kemur óhjákvæmilega, enda miður vetur. „Við getum í raun og veru tekið við þeim snjó þegar við erum búin að hreinsa svona vel, þá erum við ekki í eins miklum vandræðum eins og ef væri fyrir. Þannig þetta hjálpar okkur líka þegar næsti stormur kemur,“ segir Hjalti. Mokstur í borginni hafi annars tekið nokkuð lengri tíma en þau ætluðu. „Við erum eins og ég sagði áðan að moka miklu meiri snjó í burtu en við höfum gert og þess vegna tekur þetta aðeins lengri tíma,“ segir Hjalti. Hvenær gerið þið ráð fyrir að þetta verði komið í nokkuð eðlilegt horf? „Vonandi bara fljótlega eftir helgi, þá vonumst við til að þessu verði að mestu lokið. Það verða náttúrulega alltaf einhverjar snyrtingar en að mestu lokið strax eftir helgi. Það er alla vega planið.“
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. 12. janúar 2023 07:09 Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Sjá meira
Frost að tíu stigum og enn kaldara á morgun Veðurstofan spáir norðan- og norðaustanátt í dag, víða kalda eða strekkingi og éljum, en þurrt að kalla um landið sunnanvert. 12. janúar 2023 07:09
Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01
Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50