Nám í tölvuleikjagerð og netöryggi í kortunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 14:39 Háskólaráðherra ynnti styrki sem veittir verða háskólum til aukins samstarfs. Vísir/Egill Tuttugu og fimm samstarfsverkefni háskóla landsins fá styrki upp á samtals 1,2 milljarða króna. Þetta tilkynnti háskólaráðherra í morgun og segir hann mikla möguleika liggja í verkefnunum á borð við stofnun náms í tölvuleikjagerð og meistaranámi þvert á skóla. Hugmyndin að verkefninu var kynnt í haust og sóttu allir sjö háskólar landsins um styrki. Alls bárust 48 umsóknir og var sótt um styrki fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Upphaflega stóð til að úthluta allt að milljarði króna til samstarfsins en vegna þeirra umsókna sem bárust var ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljörðum. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í er að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, nemendum verði fjölgað í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut verður sett á stofn fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, meistaranám í netöryggi og BA og Meistarnám í þágu fiskeldis verði sett á laggirnar og svo mætti lengi telja. Ráðherra segir mikil tækifæri fólgin í verkefninu. Rektorar háskólanna og staðgenglar þeirra á fundi háskólaráðherra í morgun.Vísir/Egill „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir landið. Í þessu geta skapast einstök tækifæri, við erum að bregðast við mönnunarvanda í ýmsum greinum. Bæði í heilbrigðiskerfinu, menntavísindum, leikskólafræðum, í fiskeldi og hugverkaiðnaði ekki síst, með fjölgun í STEAM-greinunum svokölluðu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, að loknum kynningarfundi í Grósku í morgun. Í síðustu viku var listi Times Higher Education yfir bestu háskóla heims kynntur en þar er Háskóli ÍSlads í 501. til 600. sæti. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið fram úr HÍ og er metinn í 301. til 350. sæti. „Ég trúi því einlæglega að við getum boðið Íslendingum upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða ef skólarnir okkar taka meira höndum saman. Ég setti fram ákveðnar áherslur og forgangsraðaði fjármunum sem til voru, til þessa samstarfs,“ segir Áslaug. Með auknu samstarfi geti gæði háskólanna aukist. „Það að við nýtum smæð okkar og þá styrkleika sem við höfum til þess að skólarnir taki svona höndum saman getur skipt gríðarlegu máli í alþjóðlegu samhengi.“ Háskólar Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira
Hugmyndin að verkefninu var kynnt í haust og sóttu allir sjö háskólar landsins um styrki. Alls bárust 48 umsóknir og var sótt um styrki fyrir samtals 2,8 milljarða króna. Upphaflega stóð til að úthluta allt að milljarði króna til samstarfsins en vegna þeirra umsókna sem bárust var ákveðið að úthluta tæplega 1,2 milljörðum. Meðal þeirra verkefna sem ráðist verður í er að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, nemendum verði fjölgað í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut verður sett á stofn fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, meistaranám í netöryggi og BA og Meistarnám í þágu fiskeldis verði sett á laggirnar og svo mætti lengi telja. Ráðherra segir mikil tækifæri fólgin í verkefninu. Rektorar háskólanna og staðgenglar þeirra á fundi háskólaráðherra í morgun.Vísir/Egill „Þetta hefur mjög mikla þýðingu fyrir landið. Í þessu geta skapast einstök tækifæri, við erum að bregðast við mönnunarvanda í ýmsum greinum. Bæði í heilbrigðiskerfinu, menntavísindum, leikskólafræðum, í fiskeldi og hugverkaiðnaði ekki síst, með fjölgun í STEAM-greinunum svokölluðu,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskólaráðherra, að loknum kynningarfundi í Grósku í morgun. Í síðustu viku var listi Times Higher Education yfir bestu háskóla heims kynntur en þar er Háskóli ÍSlads í 501. til 600. sæti. Háskólinn í Reykjavík hefur tekið fram úr HÍ og er metinn í 301. til 350. sæti. „Ég trúi því einlæglega að við getum boðið Íslendingum upp á háskólamenntun á heimsmælikvarða ef skólarnir okkar taka meira höndum saman. Ég setti fram ákveðnar áherslur og forgangsraðaði fjármunum sem til voru, til þessa samstarfs,“ segir Áslaug. Með auknu samstarfi geti gæði háskólanna aukist. „Það að við nýtum smæð okkar og þá styrkleika sem við höfum til þess að skólarnir taki svona höndum saman getur skipt gríðarlegu máli í alþjóðlegu samhengi.“
Háskólar Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Fleiri fréttir Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningsskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Sjá meira