Síður um stjórnanda sem „varð á“ verði fjarlægðar úr Google-leit Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2023 12:47 Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Google hafði þá hafnað beiðni mannsins um að fá þær fjarlægðar. Getty Persónuvernd hefur úrskurðað að Google skuli fjarlægja ákveðnar vefsíður um mann, sem gegnir stjórnunarstöðu í samfélaginu, úr leitarvél sinni. Maðurinn kvartaði til Persónuverndar sem mat það sem svo að einkalífsverndarhagsmunir mannsins og réttur hans til að gleymast væru ríkari en hagsmunir almennings að því að hafa aðgang að umræddum upplýsingum um hann. Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem greint er frá í dag. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni í ljósi þess að hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um mannsins. „[J]afnvel þó persónuauðkenni væru afmáð, hefur Persónuvernd ákveðið að birta ekki úrskurðinn í heild sinni,“ segir um málið en Persónuvernd birtir þess í stað útdrátt úr úrskurðinum. Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Í þeim var „fjallað um einstakan atburð þar sem kvartanda varð á en ekkert refsivert átti sér þó stað“. Google hafði upphaflega hafnað beiðni mannsins um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að upplýsingarnar tengdust atvinnustöðu kvartanda og hlutverki hans á opinberum vettvangi þar sem hann gegni stjórnunarstöðu í núverandi starfi. „Að mati Google voru þær persónuupplýsingar sem birtust í fréttaumfjölluninni því ennþá taldar þjóna almannahagsmunum,“ segir á síðu Persónuverndar. Ekki á sama máli Persónuvernd var þó ekki á sama máli og mat það sem svo að með hliðsjón af atvikum málsins, stöðu mannsins og þeim tíma sem liðinn væri frá atburðinum sem fjallað er um í tilgreindum greinum, að einkalífsverndarhagsmunir kvartanda yrðu taldir vega þyngra en hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að hlutaðeigandi upplýsingum. Google var því gert að fjarlægja þær vefsíður sem kvörtunin tók til úr niðurstöðum leitar að nafni kvartanda í leitarvél Google með vísun í rétt mannsins til gleymast. Ákvörðun Google hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd. Persónuvernd Google Fjölmiðlar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Persónuverndar sem greint er frá í dag. Úrskurðurinn er ekki birtur í heild sinni í ljósi þess að hann inniheldur nákvæmar upplýsingar um mannsins. „[J]afnvel þó persónuauðkenni væru afmáð, hefur Persónuvernd ákveðið að birta ekki úrskurðinn í heild sinni,“ segir um málið en Persónuvernd birtir þess í stað útdrátt úr úrskurðinum. Maðurinn ákvað að kvarta til Persónuverndar vegna greinanna sem birtust í leitarvél Google. Í þeim var „fjallað um einstakan atburð þar sem kvartanda varð á en ekkert refsivert átti sér þó stað“. Google hafði upphaflega hafnað beiðni mannsins um að fjarlægja fyrrnefndar leitarniðurstöður á grundvelli þess að upplýsingarnar tengdust atvinnustöðu kvartanda og hlutverki hans á opinberum vettvangi þar sem hann gegni stjórnunarstöðu í núverandi starfi. „Að mati Google voru þær persónuupplýsingar sem birtust í fréttaumfjölluninni því ennþá taldar þjóna almannahagsmunum,“ segir á síðu Persónuverndar. Ekki á sama máli Persónuvernd var þó ekki á sama máli og mat það sem svo að með hliðsjón af atvikum málsins, stöðu mannsins og þeim tíma sem liðinn væri frá atburðinum sem fjallað er um í tilgreindum greinum, að einkalífsverndarhagsmunir kvartanda yrðu taldir vega þyngra en hagsmunir almennings af því að hafa aðgang að hlutaðeigandi upplýsingum. Google var því gert að fjarlægja þær vefsíður sem kvörtunin tók til úr niðurstöðum leitar að nafni kvartanda í leitarvél Google með vísun í rétt mannsins til gleymast. Ákvörðun Google hafi ekki samrýmst lögum um persónuvernd.
Persónuvernd Google Fjölmiðlar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira