Norðurlönd – afl til friðar Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 12. janúar 2023 08:00 Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en ríkin skiptast á að veita norrænu samstarfi forystu, annars vegar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og hins vegar Norðurlandaráðs. Norrænt samstarf hefur skilað árangri á mörgum sviðum og má þar nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál og almenna velferð í samfélögum okkar. Norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings á Norðurlöndum og margar kynslóðir þekkja ekki tilveruna án þess. Mögulega hættir okkur stundum til að taka samstarfinu sem sjálfsögðum hlut en það sprettur þó ekki af sjálfu sér og er ekki sjálfgefið. Það er afrakstur samtals, samvinnu og sameiginlegra ákvarðana sem styrkja okkur sem eitt svæði. Í formennskutíð Íslands árið 2019 samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf fram til ársins 2030 og á núverandi formennskuári Íslands verður unnið að áherslum sem falla að framtíðarsýninni, en hún snýst um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þar að auki munum við leggja sérstaka áhersla á frið og mikilvægi friðar sem undirstöðu mannréttinda, velferðar, kvenfrelsis og umhverfis- og loftslagsverndar. Friðarmál eiga að vera einn af hornsteinum norræns samstarfs og saman geta Norðurlöndin talað sterkri röddu fyrir friðsamlegum lausnum og afvopnun. Málefni hafsins og græn umbreyting í nýtingu á auðlindum þess munu fá sérstaka athygli í samræmi við nýlega yfirlýsingu forsætisráðherra norrænu ríkjanna. Ísland mun líka leggja áherslu á nánari samvinnu innan Norðurlanda í loftslagsmálum, sérstaklega á sviði orkuskipta og réttlátra grænna umskipta, þar með talið á vinnumarkaði. Norðurlöndin deila þeirri sýn að réttlát umskipti verði best tryggð með þríhliða samtali og samvinnu stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þá verður haldið áfram að sækja fram í stafrænni þróun og lögð áhersla á að finna leiðir til að gera nýjar rafrænar lausnir aðgengilegar öllum þeim sem geta átt erfitt með að tileinka sér slíkar nýjungar, ekki síst fötluðu fólki. Við munum jafnframt leggja ríka áherslu á mannréttindamál, meðal annars með því að vinna gegn því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks, standa vörð um áunnin réttindi og stuðla að því að auka réttindi þessa hóps, ekki síst transfólks og intersex fólks. Þá verður athyglinni beint að því að Norðurlönd eru skapandi svæði sem leggja áherslu á nýsköpun í menningarlífi. Norðurlandaráð hefur lagt áherslu á að samstarf á sviði menningar og mennta sé undirstaða norrænnar vináttu og samstarfs á milli þjóðanna auk þess sem menning og skapandi greinar gegna æ mikilvægara hlutverki í hagkerfinu. Ísland mun í formennskutíð sinni árið 2023 leggja áherslu á samstarf norrænu landanna um fjölmörg málefni bæði heima fyrir og í alþjóðlegu samstarfi með lýðræði, mannréttindi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Við hlökkum til samstarfsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Utanríkismál Norðurlandaráð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en ríkin skiptast á að veita norrænu samstarfi forystu, annars vegar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og hins vegar Norðurlandaráðs. Norrænt samstarf hefur skilað árangri á mörgum sviðum og má þar nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál og almenna velferð í samfélögum okkar. Norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings á Norðurlöndum og margar kynslóðir þekkja ekki tilveruna án þess. Mögulega hættir okkur stundum til að taka samstarfinu sem sjálfsögðum hlut en það sprettur þó ekki af sjálfu sér og er ekki sjálfgefið. Það er afrakstur samtals, samvinnu og sameiginlegra ákvarðana sem styrkja okkur sem eitt svæði. Í formennskutíð Íslands árið 2019 samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf fram til ársins 2030 og á núverandi formennskuári Íslands verður unnið að áherslum sem falla að framtíðarsýninni, en hún snýst um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þar að auki munum við leggja sérstaka áhersla á frið og mikilvægi friðar sem undirstöðu mannréttinda, velferðar, kvenfrelsis og umhverfis- og loftslagsverndar. Friðarmál eiga að vera einn af hornsteinum norræns samstarfs og saman geta Norðurlöndin talað sterkri röddu fyrir friðsamlegum lausnum og afvopnun. Málefni hafsins og græn umbreyting í nýtingu á auðlindum þess munu fá sérstaka athygli í samræmi við nýlega yfirlýsingu forsætisráðherra norrænu ríkjanna. Ísland mun líka leggja áherslu á nánari samvinnu innan Norðurlanda í loftslagsmálum, sérstaklega á sviði orkuskipta og réttlátra grænna umskipta, þar með talið á vinnumarkaði. Norðurlöndin deila þeirri sýn að réttlát umskipti verði best tryggð með þríhliða samtali og samvinnu stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þá verður haldið áfram að sækja fram í stafrænni þróun og lögð áhersla á að finna leiðir til að gera nýjar rafrænar lausnir aðgengilegar öllum þeim sem geta átt erfitt með að tileinka sér slíkar nýjungar, ekki síst fötluðu fólki. Við munum jafnframt leggja ríka áherslu á mannréttindamál, meðal annars með því að vinna gegn því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks, standa vörð um áunnin réttindi og stuðla að því að auka réttindi þessa hóps, ekki síst transfólks og intersex fólks. Þá verður athyglinni beint að því að Norðurlönd eru skapandi svæði sem leggja áherslu á nýsköpun í menningarlífi. Norðurlandaráð hefur lagt áherslu á að samstarf á sviði menningar og mennta sé undirstaða norrænnar vináttu og samstarfs á milli þjóðanna auk þess sem menning og skapandi greinar gegna æ mikilvægara hlutverki í hagkerfinu. Ísland mun í formennskutíð sinni árið 2023 leggja áherslu á samstarf norrænu landanna um fjölmörg málefni bæði heima fyrir og í alþjóðlegu samstarfi með lýðræði, mannréttindi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Við hlökkum til samstarfsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun