Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir viðburðaríkan dag í Karphúsinu.
Stjórnarandstaðan kallar eftir meira gagnsæi þegar sala á ríkiseignum er til rannsóknar. Fjármálaeftirlitið telur lög hafa verið brotin við söluna á Íslandsbanka samkvæmt tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í gær. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Dæmi er um að börn hafi verið hætt komin og verið lögð inn á gjörgæslu vegna hættulegrar streptókokkasýkingar sem gengur yfir landið. Við ræðum við sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum segir alla á tánum vegna ástandsins.
Þá kíkjum við á fyrirhugaðar milljarða framkvæmdir við Grófarhús í miðborginni, kynnum okkur nýja og afar umdeilda bók eftir Harry Bretaprins og heimsækjum dúnfyrirtæki á Borgarfirði eystri.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.