Boris, Brussel og bandarískir bændur Hanna Katrín Friðriksson skrifar 10. janúar 2023 12:31 Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla. Markmiðið var að sýna fram á fáránleika Evrópusamvinnunnar og helgaði tilgangurinn sannarlega meðalið. Fréttaritarinn lét þannig sannleikann ekki þvælast of mikið fyrir. Og skemmtilegar voru „fréttirnar“ oft. Til dæmis sú að Evrópusambandið vildi setja reglur um eina tiltekna smokkastærð sem átti að passa öllum. Líka sú að Evrópusambandið vildi banna beygða banana. Listinn er mun lengri. Þessar uppdiktuðu Evrópusambandsfréttir Boris Johnson komu upp í hugann núna þegar fjölmiðlar segja af því fréttir að loksins hafi bandarískir bændur fengið leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína. Forsagan er sú að stórir framleiðendur traktora og annarra landbúnaðarvéla hafa komist upp með að hindra viðskiptavini sína í að gera við eigin vélar eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Þetta hafa framleiðendur gert með því að selja ekki varahluti og láta það síðan hafa áhrif á ábyrgðarskilamála vélanna ef gert er við þær með varahlutum annarra framleiðenda. Þessi sigur bandarískra bænda mun vera hluti af baráttu stærri hreyfingar bandarískra neytenda sem krefjast þess að geta ráðið för með val á viðgerðum á eigin vöru. Þetta er risastórt hagsmunamál bandarískra neytenda sem um árabil hafa setið skör neðar en evrópskir neytendur þar sem Evrópusambandið hefur séð til þess að í gildi eru reglur sem skikka framleiðendur til að hafa varahluti á boðstólum fyrir neytendur og sjálfstæða rekstraraðila. Nokkuð sem skilar sér í lægra verði til neytenda fyrir utan þau sjálfsögðu réttindi að ráða för með eigin tæki. Það var ekki sigur bandarísku bændanna sem minnti mig á Boris Johnson. Og augljóslega ekki heldur sú vel þekkta staðreynd að Evrópusambandið passar upp á neytendur sína. Nei, það var þetta með að bandarískir framleiðendur gætu haldið neytendum, viðskiptavinum sínum, svona í heljargreipum sérhagsmunanna. Það hefði getað verið skáldskapur fréttaritarans í Brussel á sínum tíma. Svo er það áleitin spurning hvort breskir neytendur væru ekki í betri stöðu í dag hefði fréttaritarinn í Brussel haldið sig við staðreyndir. Höfundur er þ ingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Brexit Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það sem Boris Johnson fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins breska vann sér helst til frægðar áður en hann varð andlit Brexit, þrautagöngu bresku þjóðarinnar, var að skrifa skemmtisögur frá Brussel „höfuðborg Evrópusambandsins“ í breska fjölmiðla. Markmiðið var að sýna fram á fáránleika Evrópusamvinnunnar og helgaði tilgangurinn sannarlega meðalið. Fréttaritarinn lét þannig sannleikann ekki þvælast of mikið fyrir. Og skemmtilegar voru „fréttirnar“ oft. Til dæmis sú að Evrópusambandið vildi setja reglur um eina tiltekna smokkastærð sem átti að passa öllum. Líka sú að Evrópusambandið vildi banna beygða banana. Listinn er mun lengri. Þessar uppdiktuðu Evrópusambandsfréttir Boris Johnson komu upp í hugann núna þegar fjölmiðlar segja af því fréttir að loksins hafi bandarískir bændur fengið leyfi til að gera sjálfir við traktorana sína. Forsagan er sú að stórir framleiðendur traktora og annarra landbúnaðarvéla hafa komist upp með að hindra viðskiptavini sína í að gera við eigin vélar eða leita til sjálfstæðra verkstæða. Þetta hafa framleiðendur gert með því að selja ekki varahluti og láta það síðan hafa áhrif á ábyrgðarskilamála vélanna ef gert er við þær með varahlutum annarra framleiðenda. Þessi sigur bandarískra bænda mun vera hluti af baráttu stærri hreyfingar bandarískra neytenda sem krefjast þess að geta ráðið för með val á viðgerðum á eigin vöru. Þetta er risastórt hagsmunamál bandarískra neytenda sem um árabil hafa setið skör neðar en evrópskir neytendur þar sem Evrópusambandið hefur séð til þess að í gildi eru reglur sem skikka framleiðendur til að hafa varahluti á boðstólum fyrir neytendur og sjálfstæða rekstraraðila. Nokkuð sem skilar sér í lægra verði til neytenda fyrir utan þau sjálfsögðu réttindi að ráða för með eigin tæki. Það var ekki sigur bandarísku bændanna sem minnti mig á Boris Johnson. Og augljóslega ekki heldur sú vel þekkta staðreynd að Evrópusambandið passar upp á neytendur sína. Nei, það var þetta með að bandarískir framleiðendur gætu haldið neytendum, viðskiptavinum sínum, svona í heljargreipum sérhagsmunanna. Það hefði getað verið skáldskapur fréttaritarans í Brussel á sínum tíma. Svo er það áleitin spurning hvort breskir neytendur væru ekki í betri stöðu í dag hefði fréttaritarinn í Brussel haldið sig við staðreyndir. Höfundur er þ ingflokksformaður Viðreisnar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun