Hrasaði á hlaupahjóli og hrækti á lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. janúar 2023 08:46 Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra Vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur á Akureyri þarf að dúsa í níutíu daga fangelsi eftir að hann hrækti á og kleip lögreglumenn í júní 2021. Lögreglumennirnir höfðu afskipti af honum eftir að hann hafði hrasað ölvaður á rafhlaupahjóli. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum yfir manninum má lesa að lögregla og sjúkralið hafi verið kallað til eftir að umræddur maður féll af rafhlaupahjóli og slasaðist. Maðurinn afþakkaði afstoð og vildi halda heim á leið. Lögreglu grunaði hins vegar að hann hafi verið að aka rafhlaupahjólinu undir áhrifum áfengis. Óskuðu þeir eftir öndunarsýni, sem maðurinn neitaði. Var honum þá tilkynnt að hann yrði handtekinn gæfi hann ekki öndunarsýni. Kemur fram í lögregluskýrslu að við það hafi hann orðið mjög æstur. Kallaði hann annan lögreglumanninn helvítis druslu og hrækti á viðkomandi. Er maðurinn var handjárnaður beit hann í upphandlegg hins lögreglumannsins. Upptaka úr búkmyndavél annars lögreglumannsins reyndist lykilgagn í málinu þar sem maðurinn kannaðist hvorki við að hafa hrækt á lögreglumanninn né bitið hinn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að búkmyndavélin sýni að maðurinn ærist þegar tengdamóðir hans kom á vettvang til að hafa afskipti af lögreglumönnunum. Greinilega sjáist að maðurinn losi vinstri hönd sína, grípi utan um upphandlegg annars lögreglumannsins og kreisti. Þá megi greina hrákahljóð á upptökunni. Taldi dómurinn að þessi gögn ásamt trúverðugum framburði lögreglumannanna tveggja dugi til sína fram á að maðurinn hafi gert sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um. Var hann því dæmdur í níutíu daga fangelsi vegna málsins. Dómsmál Rafhlaupahjól Akureyri Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum yfir manninum má lesa að lögregla og sjúkralið hafi verið kallað til eftir að umræddur maður féll af rafhlaupahjóli og slasaðist. Maðurinn afþakkaði afstoð og vildi halda heim á leið. Lögreglu grunaði hins vegar að hann hafi verið að aka rafhlaupahjólinu undir áhrifum áfengis. Óskuðu þeir eftir öndunarsýni, sem maðurinn neitaði. Var honum þá tilkynnt að hann yrði handtekinn gæfi hann ekki öndunarsýni. Kemur fram í lögregluskýrslu að við það hafi hann orðið mjög æstur. Kallaði hann annan lögreglumanninn helvítis druslu og hrækti á viðkomandi. Er maðurinn var handjárnaður beit hann í upphandlegg hins lögreglumannsins. Upptaka úr búkmyndavél annars lögreglumannsins reyndist lykilgagn í málinu þar sem maðurinn kannaðist hvorki við að hafa hrækt á lögreglumanninn né bitið hinn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að búkmyndavélin sýni að maðurinn ærist þegar tengdamóðir hans kom á vettvang til að hafa afskipti af lögreglumönnunum. Greinilega sjáist að maðurinn losi vinstri hönd sína, grípi utan um upphandlegg annars lögreglumannsins og kreisti. Þá megi greina hrákahljóð á upptökunni. Taldi dómurinn að þessi gögn ásamt trúverðugum framburði lögreglumannanna tveggja dugi til sína fram á að maðurinn hafi gert sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um. Var hann því dæmdur í níutíu daga fangelsi vegna málsins.
Dómsmál Rafhlaupahjól Akureyri Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira