Sjónvarpskaupendum velkomið að fá mismuninn endurgreiddan Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 21:44 Óttar Örn Sigurbergsson er framkvæmdastjóri Elko. VÍsir/Vilhelm/Aðsend Raftækjaverslunin Elko lækkaði verð á sjónvarpi um eitt hundrað þúsund krónur í gær eftir að athugull neytandi vakti athygli á gríðarlegum verðmun á sjónvarpinu milli verslana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir neytendur almennt fljóta að láta vita þegar ekki er brugðist nægilega hratt við verðþróun. Ellý Hauksdóttir Hauth vakti athygli á því í fyrradag að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í Elko. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma var um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Vísir hafði samband við Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóra Elko, í gær til þess að leita skýringa á þessum mikla verðmun. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þar sem fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert í dag. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í gær. Þurfa að vera vel vakandi og bregðast hratt við Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Óttar Örn að líftími sjónvarpa í úrvali verslana sé yfirleitt um níu til tólf mánuðir og töluverðar verðlækkanir geti verið á þeim tíma, sérstaklega þegar nær dregur enda líftímans og það fari meðal annars eftir eftirspurn og framboði í Evrópu. „Við þurfum að vera vel vakandi fyrir þróuninni og bregðast hratt við, og ef við erum mögulega of sein eins og í þessu tilviki þá eru viðskiptavinir okkar fljótir að láta vita af því. Þetta sjónvarp var lækkað á sunnudaginn síðasta eins og kemur fram í verðsögu tækisins á www.elko.is,“ segir hann. Hér má sjá verðþróun sjónvarpsins frá júlí síðasta árs.elko.is „Til þess er leikurinn gerður“ Í svari Óttar Arnar segir að Elko tryggi öryggi viðskiptavina sinna og því geti þeir sem keypt hafa sjónvarpið á hærra verðinu á síðustu þrjátíu dögum sótt verðvernd hjá fyrirtækinu og þannig fengið mismuninn endurgreiddan. Einnig sé í boði að skila tækinu, velja nýtt eða fá endurgreitt, þó að sjónvarpið hafi verið notað. „Þeim, sem keyptu það innan þrjátíu daga, er velkomið að koma og sækja verðvernd. Til þess er leikurinn gerður, til þess að tryggja öryggi neytenda fyrir einmitt svona verðlækkunum.“ sagði Óttar Örn í stuttu samtali við Vísi fyrr í kvöld. Verðlag Verslun Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Ellý Hauksdóttir Hauth vakti athygli á því í fyrradag að 65 tommu sjónvarp af gerðinni Samsung QD-OLED S95B kostaði 299.990 krónur í Ormsson, en 469.995 krónur í Elko. Af upplýsingum á vef Ormsson að dæma var um tilboðsverð að ræða. Þrátt fyrir það væri sjónvarpið hundrað þúsund krónum ódýrara þar en hjá ELKO, þegar ekkert tilboð er í gildi. Vísir hafði samband við Óttar Örn Sigurbergsson, framkvæmdastjóra Elko, í gær til þess að leita skýringa á þessum mikla verðmun. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um málið þar sem fólk væri í helgarfríi og erfitt hefði reynst að ná í starfsfólk til að skoða málið betur, en það yrði gert í dag. Við eftirgrennslan fréttastofu kemur í ljós að svo virðist sem sjónvarpið hafi lækkað töluvert í verði síðan Ellý vakti máls á muninum milli verslana. Sjónvarpið, sem áður kostaði 469.995 krónur er nú verðlagt hundrað þúsund krónum ódýrara á vef verslunarinnar. Ef verðsaga sjónvarpsins er skoðuð má sjá að verðið var lækkað í gær. Þurfa að vera vel vakandi og bregðast hratt við Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir Óttar Örn að líftími sjónvarpa í úrvali verslana sé yfirleitt um níu til tólf mánuðir og töluverðar verðlækkanir geti verið á þeim tíma, sérstaklega þegar nær dregur enda líftímans og það fari meðal annars eftir eftirspurn og framboði í Evrópu. „Við þurfum að vera vel vakandi fyrir þróuninni og bregðast hratt við, og ef við erum mögulega of sein eins og í þessu tilviki þá eru viðskiptavinir okkar fljótir að láta vita af því. Þetta sjónvarp var lækkað á sunnudaginn síðasta eins og kemur fram í verðsögu tækisins á www.elko.is,“ segir hann. Hér má sjá verðþróun sjónvarpsins frá júlí síðasta árs.elko.is „Til þess er leikurinn gerður“ Í svari Óttar Arnar segir að Elko tryggi öryggi viðskiptavina sinna og því geti þeir sem keypt hafa sjónvarpið á hærra verðinu á síðustu þrjátíu dögum sótt verðvernd hjá fyrirtækinu og þannig fengið mismuninn endurgreiddan. Einnig sé í boði að skila tækinu, velja nýtt eða fá endurgreitt, þó að sjónvarpið hafi verið notað. „Þeim, sem keyptu það innan þrjátíu daga, er velkomið að koma og sækja verðvernd. Til þess er leikurinn gerður, til þess að tryggja öryggi neytenda fyrir einmitt svona verðlækkunum.“ sagði Óttar Örn í stuttu samtali við Vísi fyrr í kvöld.
Verðlag Verslun Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira