Áfengisneysla stigmagnast: „Á meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2023 09:13 Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, hvetur fólk til að leita sér aðstoðar áður en í óefni er komið. Áfengisneysla Íslendinga hefur stigmagnast og tilfellum skorpulifrar fjölgað, að sögn forstjóra Vogs. Hún segir sjúklinga illa á sig komna vegna drykkju og hvetur fólk til að takast á við vandamálin áður en í óefni er komið. Áramótaheit geta verið af ýmsu tagi en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs segir marga líta á nýtt ár sem tækifæri til að takast á við vandamál tengd neyslu. Um 600 manns eru á biðlista sem er svipað og undanfarna mánuði, en Valgerður segir flesta ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir plássi. Margir eru hikandi við að leita sér aðstoðar þar sem þeir telja vandamálið ekki nægilega stórt, en að sögn Valgerðar er rétti tíminn til að leita sér hjálpar einmitt þegar hugmyndin kviknar um að mögulega sé vandamál í uppsiglingu. „Stærsti hópurinn er einmitt sá sem er um það bil að missa af, missa af í skólanum eða vinnunni, eða í fjölskyldunni vegna neyslunnar. Meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í, akkúrat við það tækifæri.“ Fólk illa á sig komið vegna drykkju Sjúklingar á Vogi leita þangað vegna ýmiskonar fíknar en áfengisvandamál eru þó lang algengust. Valgerður segir áfengisneyslu fara sívaxandi og íslendingar drekki almennt mjög mikið. „Það hefur miklar afleiðingar. Þeir sjá það til dæmis lifralæknar að skorpulifur hefur aukist mjög mikið á Íslandi og við sjáum að fólk er bara illa á sig komið af mikilli áfengisdrykkju hérna.“ Um 600 manns eru á biðlista á Vogi Valgerður segir hræðilegar afleiðingar geta hlotist af því að vera með virkan fíknisjúkdóm. Hún ítrekar skilaboðin um að bíða ekki of lengi með að leita sér hjálpar. „Ég vil hvetja fólk sem hefur verið að hugsa sig um í einhvern tíma að láta til skarar skríða núna, 2023 í byrjun árs. Taka á málunum. Við tökum vel á öllum sem leita til okkar.“ Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Áramótaheit geta verið af ýmsu tagi en Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs segir marga líta á nýtt ár sem tækifæri til að takast á við vandamál tengd neyslu. Um 600 manns eru á biðlista sem er svipað og undanfarna mánuði, en Valgerður segir flesta ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir plássi. Margir eru hikandi við að leita sér aðstoðar þar sem þeir telja vandamálið ekki nægilega stórt, en að sögn Valgerðar er rétti tíminn til að leita sér hjálpar einmitt þegar hugmyndin kviknar um að mögulega sé vandamál í uppsiglingu. „Stærsti hópurinn er einmitt sá sem er um það bil að missa af, missa af í skólanum eða vinnunni, eða í fjölskyldunni vegna neyslunnar. Meðan þeir eru fúnkerandi er best að grípa inn í, akkúrat við það tækifæri.“ Fólk illa á sig komið vegna drykkju Sjúklingar á Vogi leita þangað vegna ýmiskonar fíknar en áfengisvandamál eru þó lang algengust. Valgerður segir áfengisneyslu fara sívaxandi og íslendingar drekki almennt mjög mikið. „Það hefur miklar afleiðingar. Þeir sjá það til dæmis lifralæknar að skorpulifur hefur aukist mjög mikið á Íslandi og við sjáum að fólk er bara illa á sig komið af mikilli áfengisdrykkju hérna.“ Um 600 manns eru á biðlista á Vogi Valgerður segir hræðilegar afleiðingar geta hlotist af því að vera með virkan fíknisjúkdóm. Hún ítrekar skilaboðin um að bíða ekki of lengi með að leita sér hjálpar. „Ég vil hvetja fólk sem hefur verið að hugsa sig um í einhvern tíma að láta til skarar skríða núna, 2023 í byrjun árs. Taka á málunum. Við tökum vel á öllum sem leita til okkar.“
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira