Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjaness. Fram kemur í ákærunni að konan hafi í ágúst 2020 aflað sér nektarmyndar sem sýndi getnaðarlim þáverandi eiginmanns hennar og sömuleiðis tvær nektarmyndir af konu sem sýndu brjóst hennar.
Hún hafi svo án samþykkis fyrrnefnda fólksins sent myndirnar á þriðja og fjórða aðila. Var hegðunin til þess fallin að særa blygðunarsemi eiginmannsins og konunnar á myndunum tveimur.
Eiginmaðurinn þáverandi krefst tveggja milljóna króna í bætur og konan einnar milljónar.