Segja nýjasta útspilið koma verulega til móts við SA Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2023 09:31 Samninganefnd Eflingar. EFLING Tilboð Eflingar í kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins sem lagt var fram í gær kemur verulega til móts við SA miðað við upphaflega kröfugerð stéttarfélagsins og fyrri tilboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Þar segir að tilboðinu fylgi útfærsla á nýrri launatöflu; hækkanir á töflunni séu á bilinu 40 til 59 þúsund krónur, sem sé innan þess ramma sem samið var um við önnur stéttarfélög í byrjun desember. Forsvarsmenn SA hafa lagt mikla áherslu á að ekki verði vikið frá þeim ramma. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sem sé sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Hönnun launatöflunnar setur hlutfallslega mesta í vikt í annað og þriðja starfsaldursþrep, ólíkt töflu SGS samningsins sem setur langmesta vikt á efsta þrepið (5 ára starfsaldur). Þá er nokkrum störfum endurraðað í töfluna og lögð er fram bókun um sameiginlegan skilning aðila á rétti trúnaðarmanna til að starfa í samninganefndum án launataps. Samþykkt er að hagvaxtarauki falli niður og aðrar hækkanir á launaliðum komi í hans stað,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu. Þar segir einnig að forsendur tilboðsins séu þær að aðlaga launatöfluna í samningi Starfsgreinasambandsins og SA að samsetningu félagsmannahóps Eflingar og koma til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu, „einkum vegna stjórnlauss húsnæðismarkaðar“. „Þá er horft til þess að verja kaupmátt launa, tryggja hlutdeild verkafólks í miklum hagvexti og að fylgja eftir hugmyndafræði Lífskjarasamningsins um hækkun lægstu launa umfram önnur laun.“ Í tilkynningunni segir að samninganefnd Eflingar hafni því með öllu að Eflingarfélagar séu bundnir af kjarasamningagerð annarra stéttarfélaga. Yfirlýsingar SA þess efnis séu í algjörri andstöðu við lagarétt vinnumarkaðarins og samninganefndin gefi sér að ríkissáttasemjari muni beita sér eins og þurfa þykir á næstu sólahringum tli að tryggja að aðilar virði sjálfstæðan og lögvarin samningsrétt hvors annars. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. 7. janúar 2023 18:34 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Þar segir að tilboðinu fylgi útfærsla á nýrri launatöflu; hækkanir á töflunni séu á bilinu 40 til 59 þúsund krónur, sem sé innan þess ramma sem samið var um við önnur stéttarfélög í byrjun desember. Forsvarsmenn SA hafa lagt mikla áherslu á að ekki verði vikið frá þeim ramma. Til viðbótar komi 15 þúsund króna framfærsluuppbót, sem sé sama upphæð og lagt var upp með í tilboði Eflingar frá 12. desember en nú sé boðið að uppbótin verði utan við grunnlaun og hækki því ekki vakta- og yfirvinnuálag. „Hönnun launatöflunnar setur hlutfallslega mesta í vikt í annað og þriðja starfsaldursþrep, ólíkt töflu SGS samningsins sem setur langmesta vikt á efsta þrepið (5 ára starfsaldur). Þá er nokkrum störfum endurraðað í töfluna og lögð er fram bókun um sameiginlegan skilning aðila á rétti trúnaðarmanna til að starfa í samninganefndum án launataps. Samþykkt er að hagvaxtarauki falli niður og aðrar hækkanir á launaliðum komi í hans stað,“ segir í tilkynningunni frá Eflingu. Þar segir einnig að forsendur tilboðsins séu þær að aðlaga launatöfluna í samningi Starfsgreinasambandsins og SA að samsetningu félagsmannahóps Eflingar og koma til móts við háan framfærslukostnað verkafólks á höfuðborgarsvæðinu, „einkum vegna stjórnlauss húsnæðismarkaðar“. „Þá er horft til þess að verja kaupmátt launa, tryggja hlutdeild verkafólks í miklum hagvexti og að fylgja eftir hugmyndafræði Lífskjarasamningsins um hækkun lægstu launa umfram önnur laun.“ Í tilkynningunni segir að samninganefnd Eflingar hafni því með öllu að Eflingarfélagar séu bundnir af kjarasamningagerð annarra stéttarfélaga. Yfirlýsingar SA þess efnis séu í algjörri andstöðu við lagarétt vinnumarkaðarins og samninganefndin gefi sér að ríkissáttasemjari muni beita sér eins og þurfa þykir á næstu sólahringum tli að tryggja að aðilar virði sjálfstæðan og lögvarin samningsrétt hvors annars.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40 Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46 Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08 Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. 7. janúar 2023 18:34 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 8. janúar 2023 21:40
Efling búin að semja móttilboð til SA Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok. 8. janúar 2023 16:46
Segir nálgun Eflingar undarlega og til skammar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum. 7. janúar 2023 22:08
Samninganefnd Eflingar reynir að skila móttillögu á morgun Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun. 7. janúar 2023 18:34