Frumvarp um mannréttindabrot Gunnar Hlynur Úlfarsson skrifar 9. janúar 2023 07:01 23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi. Í 17. – 19. grein frumvarpsins er gefin heimild til lögreglu að þvinga flóttafólk í heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Slíkar athafnir eru ekkert annað en brot á mannréttindum fólks og dómar um slíkt hafa meðal annars fallið í Mannréttindadómstól Evrópu, sem telur að þvinguð inngrip læknis séu brot á 3. grein sáttmálans nema hægt sé að sýna fram á læknisfræðilega nauðsyn (sjá mál Jalloh gegn Þýskalandi 2006). Ekki er hægt að ímynda sér annað en að það að þurfa að sæta læknisrannsókn gegn vilja sínum sé ákaflega niðurlægjandi upplifun. Ekki bætir það málið að heilbrigðisstarfsfólk hér á landi hefur í nóg öðru að snúast og hafa ábyggilega sjálf ekki vilja til þess að framkvæma slíkar rannsóknir að beiðni lögreglu. Umsagnir um frumvarpið frá heilbrigðisstarfsfólki hafa borist sem virðast setja sig hart upp á móti því. Í 5. gr. frumvarpsins er svo lagt fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sviptir grunnþjónustu 30 dögum eftir birtingu framkvæmdarhæfar ákvörðunar í máli þeirra. Það þýðir að flóttafólk fái ekki framfærslu, þak yfir höfuðið eða aðgang að heilbrigðisþjónustu, sem enn fremur skerðir mannréttindi þeirra. Eflaust er markmiðið að losna við fólkið úr landinu sem fyrst, en það ætti að vera öllum ljóst að það fer enginn sjálfviljugur til baka í aðstæðurnar sem þau flúðu til að byrja með, eða þá til Grikklands þar sem yfirvöld vilja meina að öruggt sé fyrir fólk að lifa en aðgangur að þaki yfir höfuðið, heilbrigðiskerfi og námi fyrir börnin er lítill sem enginn. Þessar breytingar munu einungis senda fólk á götuna hér á landi þar sem þau verða berskjölduð fyrir frekari misnotkun, heilbrigðiskvillum og ofbeldi. Fleiri breytingar eru lagðar til í frumvarpinu sem hafa það eingöngu að markmiði að skerða mannréttindi flóttafólks, þar á meðal að takmarka tímann sem þau hafa til að kynna sér gögn Útlendingastofnunar áður en málið fer til kærunefndar útlendingamála, takmarka réttinn til fjölskyldusameiningar og gera lögreglu kleift að afla læknisfræðilegra gagna án samþykkis. Allt eru þetta varhugaverðar tillögur sem virðast stangast á við mannréttindaákvæði Stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu, helst hvað varðar friðhelgi einkalífsins og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. En ekki taka mitt orð fyrir því. Lestu frekar umsagnir sem hafa borist frá samtökum á borð við: Unicef sem sagði það vera ljóst að „stjórnvöld lögðu ekki mat á það sem barni er fyrir bestu við mótun þessarar tillögu að lagabreytingu“, Solaris sem sagði frumvarpið vera „birtingarmynd kerfisbundins rasisma á Íslandi“, Amnesty International á Íslandi sem bendir á nokkra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að og breytingartillagan kemur til með að fara gegn, Rauða Krossinn sem gaf út tuttugu-og-átta blaðsíðna umsögn um frumvarpið og nefnir meðal annars að ljóst sé að „markmiðið með því að skylda einstaklinga í líkamsrannsókn og/eða heilbrigðisskoðun fellur ekki undir þau markmið sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmáli Evrópu telja lögmæt, Barnaheill sem telur að verði frumvarpið að lögum þá munu “Óbein áhrif á börn [koma] fram í almennt verri lífsskilyrðum fyrir börn af margvíslegum ástæðum”, Læknafélag Íslands sem telur frumvarpið “ekki samræmast þeim siðareglum sem læknar starfa eftir.” Langi þig, kæri lesandi, ekki að verða þvingaður af lögreglunni í læknisrannsókn, hent á götuna, sviptur allri framfærslu og látið lögregluna grugga í persónuupplýsingum þínum allt á meðan verið er að takmarka rétt þinn til að leita réttar þíns í dómskerfinu, þá ættir þú að setja þig gegn frumvarpinu með mér. Og sért þú einn af þeim sem hrópar húrra yfir því að flóttafólk sé sent úr landi í stórum stíl ættir þú einnig að berjast gegn frumvarpinu með mér, því ég stórlega efast um að þú viljir að vandamálið þróist í enn meiri fjölgun heimilislausra hér á landi með tilheyrandi þyngslum á heilbrigðis- og efnahagskerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Mannréttindi Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
23. janúar næstkomandi mun frumvarp til breytinga á útlendingalögum verða tekið fyrir á Alþingi. Þetta verður í fjórða skiptið sem Jón Gunnarsson, Dómsmálaráðherra, reynir að koma frumvarpinu í gegn en það náði ekki fram að ganga á 149., 150., og 151. löggjafarþingi. Frumvarpið leggur til margar breytingar á núgildandi útlendingalögum og ekki er annað að sjá en að þær séu allar til þess gerðar að gera flóttafólki erfiðara fyrir að lifa á Íslandi. Í 17. – 19. grein frumvarpsins er gefin heimild til lögreglu að þvinga flóttafólk í heilbrigðisskoðun og læknisrannsókn. Slíkar athafnir eru ekkert annað en brot á mannréttindum fólks og dómar um slíkt hafa meðal annars fallið í Mannréttindadómstól Evrópu, sem telur að þvinguð inngrip læknis séu brot á 3. grein sáttmálans nema hægt sé að sýna fram á læknisfræðilega nauðsyn (sjá mál Jalloh gegn Þýskalandi 2006). Ekki er hægt að ímynda sér annað en að það að þurfa að sæta læknisrannsókn gegn vilja sínum sé ákaflega niðurlægjandi upplifun. Ekki bætir það málið að heilbrigðisstarfsfólk hér á landi hefur í nóg öðru að snúast og hafa ábyggilega sjálf ekki vilja til þess að framkvæma slíkar rannsóknir að beiðni lögreglu. Umsagnir um frumvarpið frá heilbrigðisstarfsfólki hafa borist sem virðast setja sig hart upp á móti því. Í 5. gr. frumvarpsins er svo lagt fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sviptir grunnþjónustu 30 dögum eftir birtingu framkvæmdarhæfar ákvörðunar í máli þeirra. Það þýðir að flóttafólk fái ekki framfærslu, þak yfir höfuðið eða aðgang að heilbrigðisþjónustu, sem enn fremur skerðir mannréttindi þeirra. Eflaust er markmiðið að losna við fólkið úr landinu sem fyrst, en það ætti að vera öllum ljóst að það fer enginn sjálfviljugur til baka í aðstæðurnar sem þau flúðu til að byrja með, eða þá til Grikklands þar sem yfirvöld vilja meina að öruggt sé fyrir fólk að lifa en aðgangur að þaki yfir höfuðið, heilbrigðiskerfi og námi fyrir börnin er lítill sem enginn. Þessar breytingar munu einungis senda fólk á götuna hér á landi þar sem þau verða berskjölduð fyrir frekari misnotkun, heilbrigðiskvillum og ofbeldi. Fleiri breytingar eru lagðar til í frumvarpinu sem hafa það eingöngu að markmiði að skerða mannréttindi flóttafólks, þar á meðal að takmarka tímann sem þau hafa til að kynna sér gögn Útlendingastofnunar áður en málið fer til kærunefndar útlendingamála, takmarka réttinn til fjölskyldusameiningar og gera lögreglu kleift að afla læknisfræðilegra gagna án samþykkis. Allt eru þetta varhugaverðar tillögur sem virðast stangast á við mannréttindaákvæði Stjórnarskrár Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu, helst hvað varðar friðhelgi einkalífsins og réttinn til réttlátrar málsmeðferðar. En ekki taka mitt orð fyrir því. Lestu frekar umsagnir sem hafa borist frá samtökum á borð við: Unicef sem sagði það vera ljóst að „stjórnvöld lögðu ekki mat á það sem barni er fyrir bestu við mótun þessarar tillögu að lagabreytingu“, Solaris sem sagði frumvarpið vera „birtingarmynd kerfisbundins rasisma á Íslandi“, Amnesty International á Íslandi sem bendir á nokkra mannréttindasáttmála sem Ísland er aðili að og breytingartillagan kemur til með að fara gegn, Rauða Krossinn sem gaf út tuttugu-og-átta blaðsíðna umsögn um frumvarpið og nefnir meðal annars að ljóst sé að „markmiðið með því að skylda einstaklinga í líkamsrannsókn og/eða heilbrigðisskoðun fellur ekki undir þau markmið sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmáli Evrópu telja lögmæt, Barnaheill sem telur að verði frumvarpið að lögum þá munu “Óbein áhrif á börn [koma] fram í almennt verri lífsskilyrðum fyrir börn af margvíslegum ástæðum”, Læknafélag Íslands sem telur frumvarpið “ekki samræmast þeim siðareglum sem læknar starfa eftir.” Langi þig, kæri lesandi, ekki að verða þvingaður af lögreglunni í læknisrannsókn, hent á götuna, sviptur allri framfærslu og látið lögregluna grugga í persónuupplýsingum þínum allt á meðan verið er að takmarka rétt þinn til að leita réttar þíns í dómskerfinu, þá ættir þú að setja þig gegn frumvarpinu með mér. Og sért þú einn af þeim sem hrópar húrra yfir því að flóttafólk sé sent úr landi í stórum stíl ættir þú einnig að berjast gegn frumvarpinu með mér, því ég stórlega efast um að þú viljir að vandamálið þróist í enn meiri fjölgun heimilislausra hér á landi með tilheyrandi þyngslum á heilbrigðis- og efnahagskerfið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar